Samvinnan - 01.11.1948, Page 7
að þekkja og kunna skil á, meðan ís-
lenzk tunga skilzt, segja ýinislegt um
daglegt líf og mataræði til forna. Að
vísu er þetta nokkuð einhliða, og oft
hef eg óskað þess, að kunnir og ókunn-
ir höfundar þeirra hefðu skrifað meira
um ýmislegt, sem mér finnst meiru
varða en mála- og vígaferli.
Um manneldi segir oft tiltölulega
fátt í sögum og annálum, en eg hef í
frístundum mínum í fjarlægðinni ver-
ið að leita að ýmsu, og þótzt finna
nokkuð margt. Öllum þessum gler-
brotum hef eg verið að raða saman og
gert úr mynd af manneldisástandinu
og heilsufarinu til forna, og eg held að
hún sé nokkuð rétt. En aðaldrættirnir
eru þessir.
Landnámsmennirnir voru að mörgu
leyti úrvalsfólk og höfðingjafólk
margt. Það voru ekki hreppsómagar
sem byggðu þetta land.
Fólkið kom úr löndum, þar sem nóg
var að borða og harðæri mjög sjald-
gæft. Það hefur verið vant við gott
fæði, að minnsta kosti það, sem kom
frá Norðurlöndum. Að vísu var nokk-
ur þrælalýður úr framandi löndum í
för með höfðingjunum. Uppruni
þeirra var oft ágætur, en þó þeir kæmu
úr fjarlægum löndum, hefur varla
gætt áhrifa frá þeim á lifnaðarháttu og
mataræði landnámsmannanna.
Landnámsmennirnir flytja með sér
mataræði föðurlandsins og halda eins
fast við það og unnt er.
Landnámsmenn gleyma yfirleitt
fyrr móðurmáli sínu en mataræði föð-
urlandsins. Þetta er reynsla um allan
heim.
Heimþrá magans er stundum sterk-
ari en heimþrá hjartans.
Þannig hefur mataræði á íslandi
fyrst í stað, og að vísu allt fram á þenn-
an tíma, verið komið af eða líkst mat-
aræði Norðurlandanan yfirleitt þó
Dr. med. SKÚLI GUÐJÓNSSON, prófes-
sor í heilsufræði og manneldisvísindum
við háskólann í Árósum í Danmörku, hef-
ur dvalið fjarri fósturjörð simii í 26 ár.
Hann er víðkunnur vísindamaður, trúnað-
armaður og ráðunautur dönsku ríkis-
stjómarinnar í manneldismálum, hcfur
veitt vísindaleiðöngrum forstöðu og ritað
bækur og ritgerðir um manneldismál og
heilsufræðileg efni í erlend vísmdatímarit.
staðhættir hafi verið nokkuð öðruvísi.
Tungan varðveittist bezt á íslandi
og eins var því farið með norrænt mat-
aræði.
Mataræði á íslandi hefði sjálfsagt
verið allt annað ef ísland hefði byggzt
frá öðrum löndum en Norðurlöndum
eða byggzt 1000 árum fyrr.
ETTA MÁ mjög greinilega sjá í
mataræði Færeyinga, sem að ýmsu
leyti er upprunalega allt annað en
okkar fæði, enda voru það ekki
norrænir menn einir, sem fyrstir
byggðu Færeyjar.
Landkostir voru slíkir á íslandi til
forna og veiðiföng, að hægt var að við-
hafa norrænt mataræði óbreytt, þó
með innflutningi einstakra fæðuteg-
unda. Þetta tókst líka þangað til sam-
göngur brugðust, eða þar til á 13. og
14. öld, en þá hófust hungurtímar og
þar af leiðandi vesöld og hörmungar
þjóðarinnar um margar aldir.
Þjóðinni tókst ekki að ráða nógu vel
fram úr manneldis- og verzlunarmál-
unum. En þetta átti drýgsan þátt í
Sturlungaöld, óöld, sjálfstæðismissi
þjóðarinnar og öllum hennar hörm-
ungum. Þjóðin kunni ekki þá list að
lifa af landinu.
Enn verr fór þó á Grænlandi. Þang-
að fluttu landnámsmenn með sér er-
lent mataræði, eins og vant er. Sam-
bönd við umheiminn brugðust og
þjóðin leið undir lok, og er þetta ein-
hver hræðilegasta manneldisharma-
saga veraldarinnar. En skrælingjarnir,
sem að öllu leyti voru lélegri þjóð,
lifðu og þrifust ágætlega, eingöngu
vegna þess að mataræði þeirra var
sniðið eftir landi því, sem þeir byggðu.
Ekki verður skýrara sagt en þetta
hversu lífsnauðsynlegt það er að mat-
aræði sé sniðið eftir landsháttum og
kostum og á þetta við enn í dag.
Þið, sem innleiðið framandi siði í
mataræði íslendinga, ættuð að muna
þetta.
Mataræði á Norðurlöndum til forna
var, eins og það er enn, mjög blandað,
en yfirgnæfandi fæða úr dýraríkinu.
Þar næst kom kornmatur, en ávextir
og grænmeti hefur verið mjög af
skornum skammti.
Þegar til íslands kom var enginn
vandi að fá nóga dýrafæðu. Korn var
ræktað hér að vísu, en nú ræktun hef-
ur líklega verið vinnufrek og uppskera
oft nokkuð rýr.
Miklu auðveldara var að flytja korn-
ið inn, enda hófst strax á landnámsöld
mikill innflutningur á korni.
Hvaða korntegundir notaðar hafa
verið, sést varla með vissu, en þetta
hefur nokkra þýðingu frá vísindasjón-
armiði nútímans um næringargildi
korntegunda.
Mér þykir sennilegast að rúgur og
bygg hafi verið aðaltegundirnar og
hveiti kannske að nokkru leyti, en að
hafrar t. d. hafi verið miklu sjaldgæf-
ari.
Töluvert af byggi hefur farið í öl-
gerð — eða kannske mest allt. Rúgur
verður þá aðalkornið og hveiti kann-
ske nokkuð, en þetta eru langhollustu
korntegundirnar.
AÐ VÆRI NÚ fróðlegt fyrir þá,
sem halda að heimurinn frelsist á
grænmetis- og ávaxtaáti einu, að vita
hvort hinir vösku og glæsilegu for-
feður vorir hafi neytt slíkrar fæðu svo
teljandi sé.
Ávaxtatré hafa aldrei þrifist hér, þó
líklega megi rækta þau nú á tímum.
Þau voru sjaldgæf á Norðurlöndum til
forna og landnámsmenn hala líklega
ekki verið garðræktarmenn.
Grænmeti aftur á móti var ræktað
lítið eitt og einstaka matjurtir hafa ef
til vill ekki verið óalgengar.
Fræg er sagan um laukinn, sem not-
aður var í eins konar próftíma í hlöð-
unni á Stiklastöðum, rétt eins og þeg-
ar læknar nú á tímum gefa magaveik-
um sjúklingum próf- eða rannsóknar-
máltíð.
Læknarnir við orrustuna á Stikla-
stöðum gefa holsárum mönnum lauk
að borða, því að þá kenndi lauksins úr
sárinu ef á hol var.
Hér er um hinn lyktarsterka lauk að
ræða og tekur það af allan vafa um að
átt er við matlauk, enda hefur snill-
ingurinn tekið eftir því að lauklykt
lagði úr holsárum þegar bardagamenn
höfðu borðað lauk í mat sínum rétt
áður en þeir gengu til orrustu.
Hann gefur þeim svo laukinn til að
rannsaka náttúru sáranna, og er þetta
eitt dæmi um snilli mannsandans.
Eg gæti sagt fleira um þetla og hina
stórmerku frásögu um sár og lækning-
ar í orrustunni á Stiklastöðum.
7