Samvinnan - 01.11.1948, Side 15
LÍKKISTUSMIÐURINN
Smásaga eftir Alexander Pusjkin
SÍÐUSTU lilutunum úr búslóð Adrian
Prochorov líkkistusmiðs hafði verið hlað-
ið á líkvagninn, og magurt tvíeyki stritaði
með hann fjórðu ferðina frá Bassmannaja-
götu til Nikitskajagötu þangað sem líkkistu-
smiðurinn flutti nú búferlum. Þegar hann
hafði lokað gömlu búðinni og fest tilkynn-
ingu á dyrnar, um það að húsið vær til sölu
eða leigu, hélt hann fótgangandi til síns nýja
heimakynnis.
Þegar gamli líkkistusmiðurinn nálgaðist
litlu gula húsið, sem hugur hans hafði svo
lengi girnzt, og hann hafði að lokum keypt
fyrir alldrjúga upphæð, veitti hann því
athygli, með nokkurri undrun, að hjarta
hans gladdist ekki svo sem hann hafði vænzt.
Þegar iiann sté yfir þröskuldinn í hinu nýja
og ókunna húsi, og sá alla óreiðuna, sem þar
ríkti enn þá, andvarpaði hann og minntist
gamla hrörlega og þrönga heimkynnis síns,
þar sem um undanfarið átján ára skeið hafði
jafnan ríkt liin bezta regla í öllum hlutum.
Hann byrjaði strax að ávíta dætur sínar tvær
og vinnukonuna fyrir seinlæti og ódugnað,
en snerist því næst að því að hljápa þeim við
að laga til i liúsinu. Brátt var allt komið í
röð og reglu. Skápurinn með helgimyndunum
\ ar kominn á sinn stað. Borðbúnaðarskápur-
inn, borðið, legubekkurinn og rúmið voru
komin á sinn stað í stofunni. í eldhúsinu og
dagstofunni var framleiðslu og söluvörum
liúsbóndans fengið rúm. Þar stóðu líkkistur
af ýmsum stærðum og litum. Þar hengu sorg-
arhattar og jarðarfararfrakkar og kyndlar.
Og yfir húsdyrnar hengdi líkkistusmiðurinn
spjald, sem á var dreginn lítill þriflegur ást-
arengill, er hélt á drjúpandi kyndli í liend-
inni. Á spjaldið var einnig letrað: Hér eru
seldar líkkistur, hvort sem vera skal viðhafn-
arlausar eða málaðar.
Stúlkurnar settust að x herbergi sínu að
loknum störfum. Adrían gekk eina eftirlits-
ferð um nýju íbúðina sína, svo settist hann
út við gluggann og gaf skipun um að kveikja
á samóvarnum.
—o—
BÓKFRÓÐUM lesara má vel vera það
kunnugt, að bæði Shakespeare og Waiter
Scott eru vanir að- lýsa jarðarfararstjórum
sínum og líkmönnum sem glaðsinna spéfugl-
um, í þeim tilgangi að láta andstæðurnar
milli starfs og manna orka sem sterkast á
huga'okkar. Hér er þó ekki hægt að fara að
þeirra dæmi, ef segja skal sannleikann. Það
verður að viðurkenna, að skapgerð líkkistu-
smiðsins okkar var í fullkomnu samræmi við
hið dapurlega starf hans. Hversdagslega var
Adrían Prochorov þögull og þungbúinn. Og
þögnina rauf hann sjaldan til annars en að
skattyrðast við þá, sem framhjá fóru, eða
þegar hann krafðist ósanngjarnra launa, fyrir
vörur sínar og verk af þeim, sem voru svo
óhamingjusamir (í einstaka tilfelli máske
hamingjusamir) að þurfa á þeim að lialda.
Nú.þegar Adrian sat þarna við gluggann sinn
og drakk sjöunda tebollann, var hann venju
sinni trúr og sökkti sér niður í áhyggjuþung-
ar hugsanir. Á þessari stundu snerust hugsan-
ir hans mest um regnhvolfuna, sem fyrir
tæpri viku síðan liafði skollið yfir líkfylgd
stórfylkisforingjans úti fyrir borgarhliðinu.
Margur jarðarfarafrakki liafði lilaupið til
óbóta í þeirri bleytu og margir sorgarliattar
höfðu þá geyflast og tapað laginu. Hann gekk
þess ekki dulinn að mikill og óhjákvæmileg-
útgjöld voru fyrir hendi vegna þess livað
jarðarfaraklæðnaðir hans liöfðu smátt og
smátt slitnað og voru nú komnir í liið bág-
bornasta ástand.
En þetta tjón vonaðist lxann eftir að fá
bætt þegar gamla kaupmannsfrúin, hún
I riuchina, sem nú var búin að liggja fyrir
dauðans dyrum í heilt ár, yrði jarðsett. Verst
var að Triuchina barðist við dauðann lengst
úti í Rasguljahverfi, og Prochorov var ekki
(jttalaus um, að svo kynni að fara, þrátt fyrir
marg endurtekin loforð erfingja liennar, að
jxeir reyndust of latir til þess að vitja hans
þarna í fjarlægðinni, og kynnu að semja við
þann útfararstjóra, sem næstur byggi.
Hugleiðingar lians um þetta efni trufluð-
ust við að óvænt var drepið á dyrnar.
„Hver er þar?‘ spurði líkkistusmiðurinn.
Dyrnar opnuðist og maður, sem bar þess
auðljós merki að vera þýzkur handiðnamaður
gekk inn í herbergið og nálgaðist líkkistu-
smiðinn glaður í bragði.
„Afsakið bezti nágranni," sagði hann með
mállireim, sem við Rússar getum aldrei hlust-
að á án þess að fara að lilæja. „Afsakið að eg
trufla.... En mig langar til að kynnast
yður svo fljótt sem kostur væri. Eg er skó-
smiður og heiti Gottlieb Schulz. Eg bý hérna
hinum megin við götuna, beint á móti glugg-
anum yðar. Á morgun lield eg silfurbrúðkaup
mitt, og það væri mér mikið gleðiefni, ef
þér og dætur yðar vilduð snæða lijá mér ein-
faldan kvöldverð."
Boði skósmiðsins var tekið með þökkum,
og líkkistusmiðurinn bað hann að setjast
niður og drekka með sér einn tebolla. Brátt
voru þeir niðursokknir í alúðlegustu sam-
ræður.
„Hvernig gengur atvinnan, minn kæri
granni?" spurði Adrían.
„Hún gengur svona la, la,“ svaraði Schulz.
„Eg hef ekki undan neinu að kvarta. En auð-
vitað standast mínar vörur ekki samjöfnuð
við þínar. Lifandi maður getur sem hægast
komist af skolaus, en dauöur maður lifir
ekki kistulaus."
„Víst er það og rétt,“ svaraði Adrían. „Ef
lifandi maður hefur ekki efni á því að kaupa
sér skó þá gengur hann skólaus, en dauður
bellari fær kistuna sína fyrir ekki neitt."
Þannig ræddu þeir áhugamál sín alllanga
hríð. Að lokum stóð skósmiðurinn á fætur
og kvaddi um leið og hann endurtók heim-
boð sitt með mörgum orðum.
Stundvíslega klukkan tólf daginn eftir
gekk hkkistusmiðurinn ásamt dætrum sín-
um, út um hliðið framan við nýkeypta liús-
ið, og hélt áleiðis lieim til granna síns. Eg
lileyp yfir það að lýsa rússneska sloppnum,
sem Prochorov klæddist og sömuleiðis vest-
urlanda skrautklæðunum, sem Okulina og
Darja báru. Þó tel eg rétt að geta þess, að
stúlkurnar báru báðar gula hatta á höfði og
gengu á rauðum skóm, en það gerðu þær
aldrei nema við allra hátíðlegustu tækifæri.
Hin litla íbúð skósmiðsins var yfirfull af
gestum, aðallega þýzkum handiðnamönnum,
frúm þeirra og sveinum. Af rússneskum em-
bættismönnum mætti aðeins einn: Finnski
lögregluþjónninn Jurko, en hann hafði alveg
sérstaklega unnið hylli gestgjafans. .. . í
tuttugu og finnn ár liafði hann rækt starf
sitt þarna í borginni af mikilli trúmennsku.
Eldsvoðinn mikli 1812, sem lagt liafði hina
fornu höfuðborg í rústir hafði einnig eyði-
lagt litlu og fátæklegu varðstofuna hans.
Jurko var kunnugur flestum Þjóðverjum, sem
bjuggu í nánd við Nikitskyhliðið. Meiri hluti
þeirra hafði einhvern tíma notið húsaskjóls
hjá honum frá sunnudegi til mánudagsmorg-
uns. Adrían leitaði fast eftir kynnum við
Jurko því þar þóttist hann sjá mann, sem
fyrr eða seinna gæti orðið sér að liði. Þegar
gestirnir settust að borðum tók hann sér
sæti við hlið hans. Jurko át á við fjóra og
gerði ölinu, sem óspart var veitt, liin prýði-
legustu sk.il. Adrían fór að dæmi hans svo
sem bezt hann mátti. Samræðurnar, sem
allar fóru fram á þýzku, gerðust æ hávær-
ari því lengra sem leið. Að síðustu kvaddi
gestgjafinn sér hljóðs um leið og hann dróg
upp flösku, sem innsigluð var með biki, og
mælti hann nú á rússnesku.
„Nú drekkum við velfarnaðarskál minnar
ágætu Louise."
Gerfikampavínið freyddi og ólgaði í glös-
unum. Gestgjafinn kyssti blíðlega á hraust-
legar kinnar sinnar fertugu ektakonu, og
géstirnir drukku skál hinnar ágætu Louisc
með iniklum glaumi og háreysti.
„Skál okkar kæru gesta," sagði húsráðand-
inn um leið og hann dró upp nýja flösku.
Gestirnir Jxökkuðu og tæmdu glösin á ný.
Hver skálin rak aðra. Hverjum gesti af
öðrum var drukkið til. Skál Moskva var
drukkin, og skálað var fyrir heilu dúsini af
Jxýzkum smáborgum. Menn drukku sameigin-
lega skál a 1 lra handiðna, og síðan hverrar
einstakrar handiðnar. Skál meistaranna og
skál sveinanna. Þegar minnst varði lyfti feiti
bakarinn glasi sínu og sagði:
„Skál þeirra, sem við vinnum fyrir. Skál
viðskiptamanna okkar."
Þessi skál var drukkin með miklum fögn-
uði. Þegar mesta hávaðanum létti sneri
Jurko sér að sessunaut sínum og sagði:
„Heyrðu vinur minn. Nú drekkur þú skál
líkanna þinna."
Allir viðstaddir skellihlógu, en líkkistu-
smiðnum sárnaði og þykknaði í skapi. En
enginn gaf því gaum. Gestirnir héldu áfram
að drekka og risu ekki úr sætum fyrr en búið
var að hringja til kvöldsöngs.
(Framhald á bls. 19.)
15