Samvinnan - 01.11.1948, Page 27
ir, mátti sjá merki eftir liti og málaðar
skreytingar. Það heppnaðist að ná burt
Iieilum hlutum af þessum fimm þús-
und ára gömlu vegglímsmyndum, og
■eru þær nú varðveittar í Fornminja-
.safninu í Bagdad.
ANNABYGGÐ í Harmal hófst
svo aftur þúsund árum síðar en
í Uqair, og hefir það sennilega verið
um 2500 f. Kr. Þar mun byggð hafa
haldizt að minnsta kosti í þúsund ár.
Þar hefir fundizt stórt musteri, og í
rústum þess fundust molar af ljóna-
myndum, sem gerðar hafa verið úr leir
í fullri líkamsstærð, en líkneski þessi
hafa haldið vörð um dyr musterisins.
Eitt af því merkasta, sem fannst í Har-
mal, voru leirtöflur, ritaðar fleygletri.
Meðal þeirra merkari voru „landa-
fræði“ og „jurta- og dýrafræði“.
UM 500 árum eftir að landnám
liófst í Harmal, byggði konung-
ur nokkur babýlonskur borg um tutt-
ugu mílur sunnar en Bagdad stendur
nú. Konungur þessi hét Kurigalzu, og
kendi hann borgina við sjálfan sig.
Þar reisti hann geysistóran turn, sem
þrátt fyrir veður og vinda í þrjú þús-
und ár, gnæfir enn þá í meira en 200
feta hæð yfir sléttuna í kring. Hefur
turni þessum oft \ erið blandað saman
við Babelsturninn, sem nefndur er í
Biblíunni. Þarna vann Fornminjaráð
íraks að rannsóknum milli 1942 og
1946 með ágætum árangri.
Meðal fornminja fundust m .a. brot
úr skreytingu og áletrun á líkneski af
Kurigalzu konungi. Áletrunin er á
sumerísku máli, en ekki þeirri tungu,
sem tíðkaðist á þeim tímum í Babý-
lon. Áletrunin er merkileg fyrir það.
að hún lýsir trúarhugsun þeirra tíma.
Greinir hún frá skyldum guða þeirra,
sem bera ábyrgð á stjórn alheimsins.
RÉTT hjá gömlum og uppþornuð-
uðum farvegi Tígrisfljóts, skammt
frá Bagdad, liggja rústir borgarinnar
Wasit. Þót ekki séu full 300 ár síðan
byggð lauk í þessari fornu höfuðborg,
sem eitt sinn var nafnfræg fyrir aldin-
garða sína og hallir, sjást þess nú lítil
merki önnur en sandhaugur mikill.
Þarna liafa verið grafnar upp undir-
stöður að nokkrum bænahúsum, en
merkasti fundurinn er ef til vill litla
9
„leikfangabúðin“, sem er eitthvað um
600 ára gömul. Litlar leirmyndir af
mönnum, dýrum og fuglum voru
grafnar þarna upp úr sandinum, allar
að líkindum frá 13. öld, þegar Mon-
gólar ríktu í írak. Enn þá má vel
greina hin kringluleitu Mongólaand-
lit á riddurunum, hljóðfæraleikurum
og dansmeyjum.
Hér hefur verið nefnt sumt af því,
sem dregið hefur verið fram í dags-
ljósið í írak. Það gefur vonir um, að
á næstu tíu árum kunni að finnast enn
þeira, sem skýri betur en orðið er,
sögu mannkynsins og menningarinnar.
Lauslega þýtt úr
Tlie New York Times Magazine.
17. ALÞJÓÐAÞING SAMVINNUMANNA
(Framhald af bls. 5)
manna í Prag, hvort takast mundi að
sameina þessar fylkingar aftur í eina
heild, eða hvort þessi skipan mála
mundi verða til þess, að alþjóðasam-
tök samvinnumanna klofnuðu í tvo
hluta. Ennþá verður þessum spurn-
ingum naumast svarað. En það er þeg-
ar ljóst, að mjög greinir á meðal sam-
vinnumanna í Vestur-Evrópu og Aust-
ur-Evrópu um hlutverk samvinnunn-
ar í þjóðfélaginu og stöðu hennar
gagnvart ríkisvaldinu. Annars vegar
er samvinnuhreyfing, sem er innlim-
uð í einræðislegar, ríkissósíalískan
áætlunarbúskap, hefur mjög takmark-
aða möguleika til samstarfs út á við,
en gegnir þó þýðingarmiklu hlutverki
í þessum löndum sem mótvægi gegn
hinum þunglamalega ríkisrekstri og
ríkisskriffinnsku. Hins vegar er sjálf-
stæð, frjáls, lýðræðisleg samvinnu-
hreyfing, sem á í harðri samkeppni
við einkaverzlun og framleiðslu, með
mikla möguleika til samstarfs út á
við. Á pappírnum er sjálfsagt hægt
að finna samvinnugrundvöll í milli
þessara tveggja hreyfinga. En til þess
að slíkt samstarf megi takast, verður
að halda hinum stórpólitísku átökum
utan fundarsala samvinnumanna. Það
var ekki gert í Prag, og reynslan það-
an gefur vissulega ekki tilefni til bjart-
sýni um slíkt samstarf í framtíðinni.
BRUGÐIÐ UPP MYND AF FRÖNSKU
MEÐALHEIMILI.
(Framhald af bls. 12.)
það er það, hvort Marshall-áætlunin
muni tengja allan heiminn nánari
böndum, eða hvort hún verði til þess
að auka það ósamlyndi, sem þegar er
orðið áberandi milli Austurs og Vest-
urs.“
Það væri samt að gefa rangar hug-
myndir um lífsviðhorf Lefebvre-hjón-
anna, að gefa í skyn að áhyggjur út af
heimspólitíkinni væru efst í hugum
þeirra. Slíkar áhyggjur gera að vísu
vart við sig, en áhyggjurnar fyrir dag-
legu brauði yfirgnæfa allt annað.
Athugun, sem nýlega var gerð á
kaupmætti franskra peninga, í dag,
borið saman við kaupmátt þeirra 1938,
gefur ljósa mynd af þeim erfiðleikum,
sem fjölskylda, eins og sú sem hér er
lýst, á við að stríða. Á árinu fyrir stríð-
ið gat verkamaður, sem vann sér inn
48 franka á átta stunda vinnudegi,
keypt fyrir þá upphæð eftirtaldar vör-
ur: eitt pund af brauði, hálft pund af
kjöti, einn lítra af víni, eitt pund af
baunum, fimm egg, einn pakka af osti,
fjögur pund af jarðeplum, einn pakka
af sígarettum, kvartpund af súkkulaði,
hálft pund af smjöri, kvart pund af
kaffi, einn lítra af mjólk, hálft pund af
hrísgrjónum og eina dós af sardínum.
í dag getur verkamaður, sem vinn-
ur sér inn lágmarkskaup, 420 franka á
átta stunda vinnudegi, ekki fengið
fyrir það helming þess, sem hér var
talið, jafnvel þótt það væri fáanlegt,
en það er raunar flest ófáanlegt nema
á svörtum markaði, en til þess að geta
keypt það þyrfti hann 700 fianka.
Mest af því, sem Lefebvre vinnur
sér inn, fer til þess að kaupa mat fyrir
fjölskylduna, því eins og konan hans
segir, er heilsan fyrir öllu. Vegna þess,
hve verðlag á matvörum er hátt, fara
til þess að meðaltali 500 frankar á dag,
en það er nærri fimmtán sinnum
hærra upphæð en sömu vörur kostuðu
fyrir stríð.
Morgunverður fjölskyldunnar er
brauð, venjulega þurrt, en þó einstöku
sinnum með örlitlu af smjöri, tveir
bollar af gervikaffi, sem nefnist „café
national“, lianda hvoru hjónanna, en
börnin fá mjólk.
27