Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1948, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.11.1948, Blaðsíða 29
c FORELDRAR OG BÖRN Þegar pabbi hjálpar NÝLEGA voru gerðar víðtækar rannsóknir á lífi amerískra fjölskyldna, og í tillögum, sem gerð- ar voru í sambandi við þessar rann- sóknir, var lögð mikil áherzla á mikilvægi þess, að faðirinn taki sem mestan þátt í hinu ábyrgðarmikla og erfiða starfi: uppeldi barnanna. Kom þetta glöggt fram í áliti, sem fimmtíu leikmenn og sérfræð- ingar um þessi mál skiluðu, en þeir störfuðu jafnframt sem undirbún- ingsnefnd fyrir Alþjóða-þing um andlega heilbrigði, er haldið var í London fyx'ir skömmu. Þingið lagði mikla áherzlu á það, að aukin afskipti föðursins af upp- eldi bainanna væri mjög æskileg. Það væri úrelt og gamaldags, að á- líta að ýmislegt, er við kemur upp- eldi barnanna, komi föðurnum ekk- ert við, það sé verk móðurinnar o. s. frv. Samstilltir hugir og hendur foreldranna eigi að vinna saman að því að ala börnin upp, og árarigur- inn muni nxargfalt meiri og betri er slíkt samstarf takizt vel og giftu- lega. Foreldiai'nir þurfi að ræða oft og rækilega saman um ýmis mál, er varði barnið, og verða að vera sam- lient við lausn málanna. Ástríki í sambúð sé böxnum mikilvægara en margt annað, ekki aðeins í sambúð við þau sjálf, heldur og á milli þeiri'a, er umgangast það mest. TÍU UNDANFARIN ár hefir marg oft verið talað um það á ýmsum uppeldisþingum, að meiri hjálp — íaunveruleg þátttaka — af hendi föðarins væri æskileg. Upp- eldisfræðingar hafa bent á það þrá- sinnis, enda nxá segja að þetta hafi íxijög breytzt til batnaðar hin síðari ár. Þó lifir enn víða í fjölskyldu- lífinu, að móðirin er ávalt spurð leyfis. „Spui'ðu mömmu þína“, eða „Vill mamma þín ekki leyfa þér þetta?“ eru setningar, sem flestir knaxxast við og eru mun tíðari en „Spurðu pabba þinn“ o. s. frv. Fyrir nokkrum árum héldu sér- fræðingar því fram, að feðurnir myndu fúsir til að taka meiri þátt í gæzlu og uppeldi barna sinna, ef þeir aðeins fengju möguleika til þess. Venjulega væri það svo, þegar faðir snerti á barni, tæki það upp eða annað, væri venjulega einhver kona þar nálægt til að þrífa það af honum: „Þú kannt ekki að halda á barni“, væri jafnan viðkvæðið. UMS STAÐAR erlendis eru lxaldin námskeið fyrir væntan- lega feður, þar sem þeim eru kennd helztu atriði í meðfeið barna. Nám- skeið þessi hafa átt miklum vinsæld- um að fagna, og víða hefur það sýnt sig, að það eina, sem karl- mennirnir þurftu, var smávegis uppörfun. Áhuginn var fyrir hendi og vilji til að taka þátt í að ala upp barn sitt á beztan hátt. Áherzla var lögð á, að faðirinn fylgdist vel með framförum barnsins, nyti þess að vera með því og jafnframt hjálp- aði til við að skipta á því, baða það og gefa mat. Á fyrirlestrarnámskeiðum um bai'ixauppeldi eru feður víða nú orðið meiri hluti þátttakenda. Feð- ur leiða börn sín meir úti og oftar en áður tíðkaðist, og einn sérfræð- ingur í fjölskyldumálum segir okk- ur, að fyrir hvern einn, sem fyrir fimmtán árum fór fram úr til að velgja pelann, muni tíu feður gera það nú. Þetta hefir því breytzt til batnaðar, að dómi þessara manna, og þótt raddir kæmu fram um það, að mikill þorri feðra mundi seint fást til þess að koma nálægt „pela eða bleyjum“, né hafa bein afskipti af uppeldi og meðferð barna sinna, þá beii að vinna að því að vekja áhuga þeirra að þessum málum og fá þá til að skilja, hve mikilvægt það er bæði fyrir barnið sjálft og sömuleiðis fyrir hamingju hjóna- bandsins og varanleik þess. J 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.