Samvinnan - 01.11.1963, Blaðsíða 4
VEXTIR OG VERÐBÖLGA
Vextir eru hugsaðir seni
leiga fyrir fé, sem öðrum er
lánað til afnota um lengri eða
skemmri tíma. Fljótt á litið er
leigan þeim mun liærri, sem
vextirnir eru hærri. Þegar bet-
ur er að gáð er þetta þó ekki
svo einfalt. Breytingar á verð-
gildi peninganna hafa einnig
áhrif á hina raunverulegu
leigu og þar liggur skýringin
á því, að menn hér á landi
sækjast eftir lánum, þó vextir
séu 9%% á ári.
Við skulum nú gera smá til-
raun til að kanna þetta fyrir-
bæri nokkuð nánar. Með því að
nota differential- og integral-
reikning gæturn við fengið all-
skýrt og greinargott yfirlit yf-
ir samverkan vaxta og dýrtíð-
ar á verðgildi sparifjár, en þar
sem allur þorri manna hefur
ekki möguleika á að notfæra
sér þá tækni, verðum við að
notast við venjulegar reiknings-
aðferðir og reyna að afla okk-
ur nokkurra skýringa á þann
hátt, þó þær gefi ekki eins
greinargott yfirlit yfir þessi
atriði og hægt er að fá með
notkun fullkomnari aðferða.
Við hugsum okkur, að mað-
ur hafi íyrir ári síðan haft
handbæra peninga til þess að
kaupa bíl, sem þá kostaði 160
þús. kr. Hann hefur þó ekki
Ijrýna þörf fyrir bílinn þegar
í stað og leggur peningana
inn á sparisjóðsbók með t. d.
8% vöxtum. Að ári liðnu kaup-
ir hann svo bílinn, en á þeim
tíma skulum við lmgsa okkur
að 5% verðhækkrm hafi átt
sér stað, og að bíllinn kosti nú
168 þús. Innstæðan í spari-
sjóðsbókinni hefur á sama
tíma liækkað í 172.800,00 og
er því nú 4.800 kr. umfram bíl-
verðið. 1 þessu tilfelli hefur
því verið um nokkra ávöxtun
að ræða. Það liggur því næst
við að spyrja, hversu mikil hin
i'aunverulega ávöxtun spari-
fjárins var miðað við verð-
lagsbreytinguna á bílum á
þessum tíma. 3% mundu sjálf-
sagt einhverjir segja og það
er heldur ekki langt frá lagi. í
raun og veru var ávöxtunin þó
ekki nema tæp 2.85%. Við
verðum nefnilega að taka tillit
til þess, að kaupmáttur þessara
4.800 kr., sem afgangs voru,
er ekki sá sami nú og fvrir
ári síðan. Miðað við verðhækk-
unina á bílum hafa þessar
4.800 kr. sama kaupmátt nú og
4.571,43 kr. höfðu fyrir ári síð-
an.
Niðurstaðan af þessu ein-
falda dæmi verður því sú, að
þó uppliæðin standi á 8% vöxt-
um p. a., þá liefur hún, miðað
við 5% verðhækkun á ári, á-
vaxtast um tæp 2.85%.
Til viðbótar þessu dæmi
skulum við taka annað. Við
hugsum okkur, að 10% verð-
hækkun hafi átt sér stað á einu
ári og viljum vita, hve háir
sparisjóðsvextir þyrftu þá að
vera, til þess að sparifé ávaxt-
aðist um 3% miðað við kaup-
mátt þess. Við getum aftur
tekið sama bílverð, sem þá
hefði hækkað úr 160 þús. kr.
í 176 þús. Sparisjóðsinnstæðan
hefði þá þurft að hækka í
181.280 kr., þ. e. a. s. vextir
hefðu þurft að vera 13.3%.
í fljótu bragði gæti virzt að
upphæðin hefði bara þurft að
hækka úr 160 þús. kr. í 180.800
til þess að kaupmátturinn yk-
ist um 3% þrátt fyrir þessa
verðhækkun. Svo er þó ekki.
4.800 kr. fvrir 10% verðhækk-
unina jafngiltu 5.280 kr. eftir
hækkunina.
Af þessum einföldu dæmum
geta flestir leitt grun að því,
að vextir þurfi að vera jafn-
háir dýrtíðaraukningunni á
hverjum tíma til þess að spari-
fé rýrni ekki að kaupmætti.
Eigi spariféð hins vegar að á-
vaxtast, þurfa vextir af því að
vera hærri en dýrtíðaraukning-
in. Hin raunverulega ávöxtun
verður þó minni en mismunur-
inn á vöxtunum og dýrtíðar-
aukningunni. Sá munur er þó
lítill, meðan breytingarnar eru
litlar, en vex síðan all hratt.
Við sáum, að væri dýrtíðar-
aukningin 10%, þurftu vextir
að vera 13.3%, til þess að gefa
3% raunverulega ávöxtun mið-
að við kaupmátt peninganna,
en sé dýrtíðaraukningin 15%
þurfa vextir að vera 18.45%
til þess að gefa þessa ávöxtun.
Meðfylgjandi tafla gefur lít-
ið eitt víðtækara yfirlit yfir
þessi atriði.
Vextir Verðbólga Ávöxtun
18.45% 15% 3%
13.30% 10% 3%
8.15% 5% 3%
3.00% 0% 3%
0.00% 3% 3%
0.00% 5% 5%
Hingað til hefur athvgli okk-
ar beinzt að sparifjáreigand-
anum. Við skulum nú athuga
lítillega hin raunverulegu kjör
lántakandans, ef hann fær lán
með 9 V2 % ársvöxtum og dýr-
tíðaraukningin er 10% á ári.
Til þess að gera dæmið sem
einfaldast hugsum við okkur
lánsupphæðina vera 10.000 kr.
og til eins árs. Að ári liðnu
borgar hann því 10.950 kr.
samanlagt í vexti og afborgun,
en þessi upphæð samsvarar
bara kr. 9.954,55 miðað við
verðgildi þeirra peninga, sem
hann fékk að láni. I stað þess
að borga raunverulega vexti af
láninu, hefur lántakandinn
fengið smáþóknun fvrir að
nota fé annarra og þannig er
það alltaf, ef dýrtíðaraukning-
in er meiri en vextirnir á sama
tíma.
Sökum hinnar miklu eftir-
spurnar eftir lánum og hins
mikla rekstrarfjárskorts, sem
hér hefur verið um langan
tíma, er ekki úr vegi að at-
huga að einhverju leyti, hvern-
ig hlutfallið hefur verið síð-
asta áratug milli vaxta og dýr-
tíðaraukningar. Sem dæmi tek
ég hæstu leyfilega vexti af
lánum, tryggðum með veði í
fasteign, og vísitölu bygging-
arkostnaðar í okt. ár hvert.
Meðfvlgjandi tafla sýnir nið-
urstöðuna.
Hækkun Hæstu Raunv.l.
bygg.vísitölu vextir vextir
1962 7.13% 9 y2 % 2.21%
1961 11.97% 9y2% h-2.21%
1960 13.68% 11% -^2.36%
1959 -=-1.46 % 7% 8.59%
1958 14.46% 7% -h6.52%
1957 7.79% 7% -hO.73%
1956 (8.57%) 7% ( -r-1.45%)
1955 7.19% 7% h-0.18%
1954 8.26% 7% -^1.16%
1953 4.24% 7% 2.65%
(Byggingavísitalan var ekki
reiknuð út í okt. 1956, en tek-
ið er meðaltal af vísitölu í okt.
1955, sem var 969 stig og vísi-
Sé dýrtíðaraukningin meiri en vextirnir,
geta lántakendur hagnast á því að leggja
lánsféð í framkvæmdir, sem ekki skila raun-
verulegum arði. Það segir sig sjálft, að slíkt
hindrar efnahagslega þróun í landinu og á
vafalaust nokkurn þátt í lánsfjárskortinum.
4 SAMVINNAN