Samvinnan - 01.11.1963, Blaðsíða 18
VENUSARBUAR
verjum. En nú fór þeim fjölg-
andi þar með ári hverju, fyrir-
ferðarmiklum, sældarlegum
karlmönnum og ólundarlegum
konum, sem horfðu tortryggn-
isaugum á allt og alla, einsog
þær byggjust stöðugt við því
að verða gabbaðar. Þetta fólk
ruddist fastar um í skíðalyft-
unum en nauðsynlegt var, og
íþróttina iðkaði það af hörku-
legri atorku, í stórum hópum,
líkt og undir heraga. Og gleði
þess á börunum á kvöldin var
enn óskemmtilegri en stirfni
þess og júnkarahroki á daginn.
Það sat í hvirfingum kringum
borðin, rautt í framan, þamb-
aði bjór í gallónatali, laust upp
drynjandi hlátrasköllum og
beljaði stúdentasöngva af of-
boðslegum hávaða. Robert
hafði aldrei heyrt þessa frem-
ur óviðfeldnu vetrargesti
syngja Horst Wessel-sönginn,
en hinu hafði hann löngu veitt
athygli, að þeir voru hættir
að látast vera Svisslendingar
eða Austurríkismenn, eða að
þeir væru fæddir í Elsass.
Jafnvel þótt skíðaíþróttin sé í
eðli sinu einstaklingsleg, tókst
Þjóðverjunum einnig þar að
koma hjarðhvöt sinni að. Ro-
bert hafði stöku sinnum, þegar
honum hafði þótt sér misboðið
í troðningnum á lyftustöðinni,
látið andstyggð sína í Ijósi við
Mac, sem var langtum skyn-
samari en grófgert útlit hans
gat gefið til kynna og sagði:
„Ráðið er að einangra þá,
drengur. Þeir fara ekki í taug-
arnar á manni nema þeir séu
saman í hópum. Ég hef verið
í Þýzkalandi í þrjú ár og hef
kynnst fjöldanum öllum af
prýðis náungum og nokkrum
bráðsniðugum stelpum."
Robert hafði svarað að Mac
hefði ef til vill rétt fyrir sér.
Innst inni langaði hann líka
tilað trúa því. Fyrir stríðið og
meðan á því stóð hafði þýzka
vandamálið verið svo ríkur
þáttur í lífi hans, að hann
kenndi stórkostlegs léttis
vopnahlésdaginn, líkt og hann
hefði útskrifast úr skóla, sem
hann hefði verið neyddur tilað
dvelja í árum saman tilað
vinna bug á einhverju þreyt-
andi, sársaukafullu vandamáli.
Hann hafði talið sér trú um,
að ósigurinn hefði komið vit-
inu fyrir Þjóðverja. Þegar svo
þar við bættist að engin hætta
var á því lengur að þeir dræpu
hann, leiddi það næstum af
sjálfu sér að hann hætti að
hugsa um þá.
Þegar stríðinu lauk, hafði
hann talið sjálfsagt að koma
til leiðar eðlilegum samskipt-
um við Þjóðverja, bæði af
stjórnmálalegum ástæðum og
mannúðar. Hann drakk þýzk-
an bjór og keypti sér jafnvel
Volkswagen, enda þótt hann
að vísu sæi ekki ástæðu til að
láta þýzka herinn fá vetnis-
sprengjur. Atvinnu sinnar
vegna hafði hann lítið af
Þjóðverjum að segja, og það
var aðeins hérna uppi í Grau-
bunden, þarsem þeir urðu fjöl-
séðari með hverju ári, að þeir
fóru í taugar hans. En honum
þótti vænt um þorpið og sá
möguleiki að leggja niður þetta
árlega vetrarleyfi vegna auk-
innar gestakomu frá Munchen
eða Dússeldorf var fjarstæða
í augum hans. Ef til vill ætti
hann að færa fríið til, taka
það í janúar í staðinn fyrir fe-
brúar. Síðast í febrúar og
snemma í marz, þegar sólin
var orðin heitari og skein til
klukkan sex á kvöldin, var
eftirlætistími Þjóðverjanna.
Þeir voru nefnilega ofstækis-
fullir sóldýrkendur; sátu upp-
um allar gnípur, naktir að belt-
isstað, átu uppúr nestisskrín-
um og sleiktu græðgislega
hvern geisla hinnar dýrmætu
sólar. Það var engu líkara en
þeir væru frá landi, sem stöð-
ugt væri þakið mistri, líkt og
plánetan Venus, og yrðu því
að soga í sig eins mikið af lífi
og birtu og mögulegt væri,
hinar skömmu frístundir, svo
að þeir mættu umbera hið
kaldlega, myrka föðurland sitt
og íbúa þess það sem eftir væri
ársins.
Robert brosti að þessari hug-
mynd sinni og létti jafnframt
í skapi til þeirra, er umhverfis
voru. Ef til vill, hugsaði hann,
gæti ég, ef ég væri einhleypur
ennþá, orðið ástfanginn af
bæjerskri stúlku og hespað
þetta alltsaman af.
„Varaðu þig, Francis," var
stúlkan með lambskinnshúf-
una að segja, „ef þú hefur það
af að drepa mig á fjallinu því
arna, þá eru hérna þrír ungl-
ingar frá Yale, sem munu elta
þig til endamarka jarðar.“
Þá heyrði Robert aftur þýzku
röddina. „Warum haben die
Amerikaner nicht genugend
Verstand,“ sagði röddin lágt
en greinilega og mjög nærri
honum; framburðurinn var
auðheyranlega Hochdeutsch,
en hvorki Zurichois eða af
neinu öðru afbrigði tilheyrandi
Schweizerdeutsch, „ihre dum-
men kleinen Nutten zu Hause
zu lassen, wo sie hingehören?“
Nú var ekki um annað að
ræða en líta við og taka eitt-
hvað til bragðs. Hann leit fyrst
á félaga sinn, því verið gat að
Mac, sem skyldi dálítið í þýzku,
hefði heyrt röddina. Mac var
risi að vexti og gat verið
hættulegur. Þótt hann væri
mesta gæðablóð, myndi sá mað-
ur ekki sleppa við barsmíðar,
er segði í áheyrn hans: „Hvers
vegna hafa Ameríkanarnir
ekki vit á því að skilja þessa
litlu heimsku flakkara sína eft-
ir heima, þar sem þau eiga að
vera?“ En Mac sá hvorki né
heyrði annað en kontessuna.
Það er nú ágætt, hugsaði Ro-
bert. Svissneska lögreglan var
lítið hrifin af slagsmálum, og
í slíkum viðskiptum myndi
Mac, ævareiður, valda hræði-
legum spjöllum, er vafalítið
myndu endast honum til fang-
elsisvistar. Fyrir bandarískan
atvinnuhermann, staðsettan í
Frankfurt, gat slíkt haft al-
varlegar afleiðingar. Það
versta, sem fyrir mig getur
komið, hugsaði Robert um leið
og hann sneri sér við tilað
finna eiganda raddarinnar,
eru fáeinar stundir í steinin-
um og smávegis lexía um óvel-
komna gestrisni Svisslending-
anna.
Næstum ósjálfrátt rann það
upp fyrir Robert, að þegar þeir
Framhaldssaga
eftir
IRWIN SHAW
væru komnir upp, myndi hann
veita manninum eftirför, segja
honum æsingalaust, að hann,
Robert, hefði heyrt og skilið,
hvað hann hafði sagt um
Bandaríkjamennina, og ráðast
síðan til atlögu. Ég vona aðeins,
hugsaði Robert, að hann sé
ekki mjög andskoti stór, hver
sem hann nú annars er.
Robert hafði ekki alveg strax
upp á andstæðingnum tilvon-
andi. Hávaxinn maður sneri
í hann baki hinumegin við ít-
ölsku konuna, og úr þeirri átt
hafði röddin komið. Vegna
þvögunnar sá Robert aðeins
höfuð hans og herðar, harla
voldugar og öflugar að sjá
undir svartri yfirhöfn. Maður-
inn bar svarta húfu af þeirri
gerð, er Afríkuher Rommels
hafði notað í stríðinu. Ljóst
hárið, sem sást niðurundan
húfunni og óx óvanalega langt
niður á hálsinn, var orðið mjög
grásprengt. Holdug, hörkuleg
kona, sem stóð við hlið manns-
ins, hvíslaði einhverju að hon-
um af mikilli alvöru, en ekki
nógu hátt tilað Robert greindi
orðaskil. Maðurinn svaraði
hvefsnislega á þýzku: „Mér
stendur á sama, hve margir
þeirra skilja málið. Þeir mega
heyra það,“ og þá var Robert
ekki lengur í vafa.
Hann varð gagntekinn kyn-
legu óþoli, sem hríslaðist eins-
og fiðringur útí fótleggi og
arma. Honum gramdist að
lyftan skyldi ekki verða kom-
in á áfangastað fyrr en að
fimm mínútum liðnum. Nú
þegar hann hafði ákveðið að
berjast, átti hann erfitt með
að bíða. Hann horfði rannsak-
andi á breiðar herðar Þjóð-
verjans og óskaði þess að
hann sneri sér við og sýndi
andlitið. Eftir hæð og herða-
breidd að dæma var náunginn
að minnsta kosti tuttugu pund-
um þyngri en Robert, en Ro-
bert var stæltur og vel fyrir-
kallaður, og fyrr á tíð, þegar
fyrir kom að hann þurfti að
beita hnefunum, var hann
furðu harðsnúinn af ekki
stærri manni að vera. Hann
hugleiddi, hvort maðurinn
18 SAMVINNAN