Samvinnan - 01.11.1963, Blaðsíða 31
Á MARKAÐINUM Á MARKAÐINUM Á MA
Þjófnaður í kjörbúðum
Þegar kjörbúöirnar komu fyrst til sögunnar, létu
andstæðingar þessa verzlunarforms í ljós ótta um,
að meira yrði stolið úr hinum nýju búðum en hinum
með gamla laginu. Sá ótti hefur þó sem betur fer
reynst fremur ástæðulítill.
Þýzka firmað Cornelius Stússgen A/S, sem rekur
um fimmtíu kjörbúðir, heldur því fram, að árið sem
leið hafi 697 þjófnaðir verið framdir í búðum þess,
sem samsvarar einum þjófnaði á búð á mánuði. Hinar
stolnu vörur voru að verðmæti 3472 mörk, eða 4.98
mörk á þjófnað. 65% þjófanna voru konur, 20%
karlmenn og 15% börn af öllum stéttum þjóðfélagsins.
Mestu ágirnd höfðu þjófarnir á súkkulaði og öðrum
sætindum, en einnig var töluverðu hnuplað af kaffi,
fleski, pylsum, smjöri og áfengi.
Sárasjaldan hafa kjörbúðaþjófnaðir verið framdir
í beinni neyð. Þar ráða auðgunarsjónarmið mestu, en
einnig stela menn stundum sér til gamans eða til að
fá einhvers konar ævintýrafýsn fullnægt.
- •
urs og aðstæður þær er sam-
vinnufélögin ættu nú við að
búa. Árið 1926 var stórt spor
stigið í þessum málum, er sett
var verzlunarlöggjöf samvinnu-
manna, en samkvæmt henni
var skipuð afurðasöludeild
samvinnumanna í landbúnað-
arráðuneytinu. Hún tryggði
bændum frá stjórnarinnar
hendi samhjálparregluna inn-
an sinna eigin félaga. Þessi lög,
sem Samvinnudeild bænda í
ráðuneytinu fer með, nær til
rannsókna, ráðgefandi aðstoð-
ar, og fræðslu varðandi verk-
stjórn, skipulagningar, stjórn-
un, afköst, fjármál og aöild fé-
laga að samböndum.
Síðan útbreiðsluþjónustan
hóf starfsemi sína árið 1914,
hefur hún haldið uppi fræðslu
til að útbreiða þekkingu á
gagnsemi samvinnunnar fyrir
bændur. Umboðsmenn til sveita
hafa kappsamlega aðstoðað
við stofnsetning smærri kaup-
félaga og enn í dag hafa út-
sendarar og aðrir starfsmenn
útbreiðsluþjónustu ríkisins haft
náið samstarf við samvinnufé-
lögin. Búnaðarskólarnir veita
samvinnufélögunum aðstoð við
rannsóknir, upplýsingar og
kynningu. Landbúnaðarráðu-
neytin hafa og verið þeim
hjálpleg, sér í lagi varðandi
lagasetningar, skipulagsvanda-
mál og reikningsfærslur.
Um síðastliðin hundrað ár
hafa samvinnufélögin átt sí-
vaxandi og mikilsverðu hlut-
verki að gegna við að hjálpa
bændum til betri aðstöðu við
framleiðslu og sölu á vörum,
hvort heldur er matvara eða
annað. Þetta hefur tekist með
góðri stjórn, heilbrigðu fjár-
málakerfi, síauknum rann-
sóknarstörfum og fjölmennum
hópi félagsmanna er sýnt hef-
ur skilning og veitt aðstoð.
Með nánara samstarfi, með
heils hugar starfsemi og með
árangursríkri aðstoð bændum
til handa, geta samvinnufélög
þeirra byggt á fenginni reynslu
í framtíðinni.
Jóhann Bjarnason þýddi.
SAUERKRAUT
Einn kunnasti og vinsælasti þjóðarréttur Þjóðverja er
súrkál, eða sauerkraut, eins og það heitir á tungu inn-
fæddra. Svo samtvinnaður er réttur þessi þýzku þjóðerni í
hugum manna, að í heimsstyrjöldinni síðari uppnefndu
bandarískir hermenn þýzka andskota sina eftir honum
og kölluðu þá „krauts“. Enda er það sannast mála, að fáir
Þjóðverjar munu telja sig geta án súrkálsins verið, og
utan heimalandsins hefur það átt sívaxandi vinsældum
að fagna. Einna bezt þykir að neyta þess með grísasultu,
en annars má vel hafa það með öllum mögulegum mat,
bæði fisk- og kjötréttum.
Enn sem komið er hafa íslendingar lítt látið til sín taka
í neyzlu þessa ágæta káls, en væntanlega getur orðið breyt-
ing á því. Sem stendur er eitthvað af því í matvöruverzl-
unum, að vísu ekki flutt inn frá Þýzkalandi sjálfu, heldur
frá ísrael, en það ætti að gera sama gagn. Fæst það í 540
gramma dósum, sem sjá má á meðfylgjandi mynd.
SAMVINNAN 31