Samvinnan


Samvinnan - 01.11.1963, Side 34

Samvinnan - 01.11.1963, Side 34
KAUPFÉLAG SIGLFIRÐINGA; A síldarplani félagsins var á s. 1. sumri saltaS 1 2850 tunnur a moti 6000 tunnum árið áður. Verkstjóri á sildarplaninu er Guðmundur Antonsson. Nú er í byggingu hjá félaginu stórt og myndarlegt verzlunar- og skrifstofuhús, er stendur við Ráðhústorg. Hús þetta, sem verður fokhelt \ haust, er 3645 rúmmetrar og hver hæð um það bil 400 fermetrar. Þangað flytjast svo nýlenduvörudeild, mjólkur- og brauöbúð á neðstuhæðina, vefnaðarvörudeild á aðra hæð og skrifstofur á efstu hæð- ina. Skipavörur og byggingavörudeild flyzt í húsnæði það, sem rýmist við flutning í nýja húsið úr Aðalgötu. Alls rekur félagið nú ní"u verzlanir á Siglufirði. Eru það 2 bygginga- og skipaverzlanir, 1 vefnaðarvöruverzlun, 3 mjólkur- og brauðbuðir, 1 kjörbúð og 2 útsölur matvöruverzlanir. Þar af er önnur útsalan, sem tekin var í notkun í sumar sem leið. Viðskipti við síldarbáta í sumar voru heldur dauf og með allra minnsta móti. Veldur það um hve veiðisvæðin hafa flutzt austur á bóginn, svo nú koma bátarnir ekki einu sinni við á Siglufirði, þegar þeir hafa likið veiðum og halda suður á bóginn, heldur fara þeir austur og suður með landinu til ver- stöðva og heimahafna. KAUPFÉLAG HAFNFIRÐINGA: Svo sem áður hefur verið frá skýtr í Fréttabréfinu, þá braut Kaupfélag Hafnfirðinga upp á því nýmæli, að taka í þjónustu sina, kjörbúðarvagn, er gengur á milli verzlanalausra hverfa a felags- svæði kaupfélagsins. Reynslan, sem af þessum vagni fékkst leiddi til þess, að fest voru kaup á öðrum vagni, sem nú hefur starfað með miklum ágætum fra þvi um mitt sumar. Fyrir utan þessa tvo vagna, á kaupfélagið nú aftanikjörbúðarvagn, sem það hyggst nóta fyrst um sinn í sambandið við standsetningu nýrrar búðar, sem keypt var í sumar og til stendur að breyta. Á meðan breytingin fer fram, er svo ætlunin að "Aftaní-vagninn" þjóni hlutverki búðarinnar á staðnum. KAUPFÉLAG STEINGRÍMSFJARÐAR: í sláturhúsi félagsins var á þessu hausti slátrað upp undir 14 þús. fjár. Var allt kjötið fryst í frystihúsi félagsins, en 62 tonn af framleiðsl- unni, þegar farið til útflutnings. Endurbygging stendur nú yfir á kjötfrystihúsi félagsins og var byrja.0 á byggingunni í vor. Gamla husið er síðan 1936 og farið að gan^a mikið úr sér. Afli Hólmavikurbáta hefur verið lélegur allt frá í janúar, og þvi lítið lagt upp í frystihúsið, það sem af er árinu. Á DRANGSNESI; rekur félagið útibú og frystihús, og er þar sömu sögu að segja af aflabrögðum ársins. Sjórinn hefur þó verið stundaður af engu minna kappi en áður, en ekki gjöfull að sama skapi. Útibússtjóri á Drangsnesi er Guðmundur Sigurgeirsson. Á Kaldrananesi við Bjarnarfjörð hefur Kaupfélag Steingrímsfjarðar einnig litið útibú, sem Arngrímur Ingimarsson veitir forstöðu. Byggingar eru með allra minnsta moti a felag^ssvæðinu í ar, sama og ekkert byggt í sveitinni, en fjögur íbúðarhús í smíðum á HÓlmavík.

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.