Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 6
SKÁL Pétur á Gautlöndum: .. hef trú á ferð þinni . . . þá trú, sem hvarvetna fylgir góðum dreng. Gangi þér ferðin aS óskum." ✓ Annan dag desember- mánaðar 1901, situr sýslu- maður Isfirðinga við skrif- borð sitt og skrifar bréf. Hann er tveimur dögum minna en fertugur, giftur hinni ágætustu konu, á þrjár kornungar dætur en hefur fyrir tæpum tveim- ur árum misst sinn eina son. Þaö er Hannes Haf- stein, amtmannssonur frá Möðruvöllum, kandídat í lögfræði frá Hafnarhá- skóla, og búinn að vera málafærslumaður og land- ritari. Hann var orðinn þjóðkunnugt skáld, var þekktur af ljóðum sínum í Verðanda, átti fjölda kvæða í Söngbók stúdenta og hafði gefið út eina ljóðabók. Sumarið áður hafði hann setið á þingi í fyrsta sinn. Þar hafði flokkur Valtýinga verið í meirihluta og samþykkt frumvarp um sérstakan Is- landsráðherra, sem skildi og talaði íslenzku, en hefði búsetu í Kaupmanna- höfn. Á meðan frumvarpið var enn til umræðu á þinginu, barst fregn um það, að stjórnarskipti hefðu orðið í Danmörku. Þar tók við völdum frjáls- lynd stjórn. Heimastjórn- arflokkurinn sendi Hann- es Hafstein til Kaup- mannahafnar til fundar við hina nýju stjórn. Skyldi hann leita hófanna um fylgi hennar við hug- myndina um íslenzkan ráðherra, búsettan í Reykjavík. Úr þeirri ferð var Hannes kominn fyrir nokkrum vikum. Rétt áð- ur en hann lagði upp í ferðina hafði hann fengið bréf frá Pétri Jónssyni al- þingismanni og bónda á Gautlöndum, kaupfélags- stjóra Kaupfélags Þingey- inga. Þar í sagði Pétur: „Nærri hið eina gleðilega fyrir mig á þessu þingi er viðkynningin við þig, þó alltof lítil sé, og hjartans þökk fyrir hana, og hug- heilustu óskir. Ég hefi trú á ferð þinni, ekki vitlausa, hégómíega trú, heldur þá trú, sem hvarvetna fylgir góðum dreng. Gangi þér ferðin að óskum.“ Nú sat sýslumaður og skrifaði þessum norðlenzka flokksbróður sínum og vini. Þar í er þetta: „ísafirði, 2. des. 1901. Svo er mál með vexti að hér er farið að koma út nýtt blaö, sem ég vona aö þú hafir fengið, og „Vestri" heitir. Blaö þetta vantar ekkert nema ritstjóra. Nú með því að þetta er ekki svo lítil vöntun, langar okkur til að bæta úr henni. Ýmsir hér hafa augastað á Guðmundi Friðjónssyni til þessa starfs, og hafa von um að hann mundi fást til þess að snúa af villu síns valtýska vegar, ef hann fengi hér rit- stjóratign, littærert næði og peninga fyrir. Mér hef- ur verið falið að kalsa þetta við Guðmund, en af því að ég þékki hann svo- sem ekkert, get ég ekki fengið það af mér, en hug- kvæmist að velta þungan- um upp á þig, og biðja þig að ráðast á hann með þetta, ef þú álitur það til nokkurs, og honum trúandi í afturhvarfi. Hann mundi þegar eiga vísar 1000 kr. tekjur hér fyrir redaktion- ina, auk þess sem hann þar að auki hlyti að geta unnið sér inn, og álit ég að hann hafi ekki meiru frá að hverfa. Nú er spurningin hvort þú vilt takast þetta dipló- matíska erindi á hendur. Fyrst kemur það vitanlega undir því hvort þú telur hann svo stækan Valtýing, að þetta geti ekki leitt hann í allan sannleika aft- ur. Og svo hitt hvort reiða má sig á að hann haldi flokk. Ég veit þú þekkir hann, og getur dæmt um þetta. Ennfremur treysti ég þér til að sýna mann- inum fram á, að hann get- ur ekki verið bundinn við valtýsku undanfarinna ára, undir þeim kringum- stæðum, sem nú eru, eftir stjórnarskiptin (þ. e. í Danmörku, aths. Samv.) Einnig, að með þessu móti hefir hann „udsigter" til að geta lagt rækt við sína „Músu“, og stundað það sem honum bezt þykir. Ef þér eftir þekkingu þinni á manninum, finnst þetta allt óráð og vitleysa, þá sleppir þú því bara, og þá nær það ekki lengra. En hvern eigum við þá að fá fyrir blaðstjóra?“ Hinn tíunda dag janúar- mánaðar 1902, sat bóndinn á Sandi í Aöaldal við borð í baðstofunni og skrifaði bréf. Það var Guðmundur Friðjónsson. Hann var 32 ára, bóndasonur og af bændum kominn, hafði verið tvo vetur í Möðru- vallaskóla og lokið þaðan prófi, var orðinn þjóð- kunnur af skáldskap, ræð- um og ritgerðum. Út höfðu komið eftir hann tvær rit- gerðir sérprentaðar, eitt smásagnasafn og ein ljóða- bók. Hann hafði gengið að eiga unnustu sína, þing- eyska bóndadóttur, áttu þau einn son. í stjórnmál- um hafði Guðmundur fylgt Valtýingum og verið í and- stöðu við meginþorra allra samsýslunga sinna í þeim efnum. Bréf það, er hann skrifaði þennan janúardag, var til Péturs Jónssonar á Gautlöndum og hljcðaði svo: „Sandi, 10. janúar 1902. Góði vinur. Ég þakka vinsamlegt bréf frá þér. En viðvíkj- andi málaleitun þinni, er þú flytur fyrir hönd H. Hafsteins er þess að geta, sem þú líka veizt, að ég er rótgróinn hér líkamlega og andlega. Fjölskylda mín fer heldur stækkandi innan skamms og ég hefi hug á að auka hana eftir því sem hamingjan leyfir. Ég get því eigi séð, að þessi vegur sé gæfusamlegur fyrir efnahaginn, með þeim launum, sem þú nefnir. Og um sálina er það að segja, að hún mundi eigi taka bata á þeirri afrétt, sem blaða- mennskan hefir til um- ráða og get ég þó ekki sagt, að hún sé vel haldin 6 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.