Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 17
Nepal heitir ríki eitt held- ur afskekkt austur í Asíu; það er staðsett í Himalaja- fjöllum milli Indlands og Tíbets, sem nú er undirokað af Kínverjum. Á norður- landamærunum eru hæstu fjöll heims, svo sem Ever- esttindur. Suður af þeim er dalur einn mikill og frjó- samur, sem er kjarni ríkis- ins, og falla þaðan vötn í Gangesfljót. Síðan taka við lægri fjöll og loks láglendi suður við Hindúasléttu. Þar eru frumskógar illfærir með tígrisdýrum og eiturslöngum og öðrum háskaskepnum, en á háfjöllunum við tíbetsku landamærin er eilífur ís og snjór, og þar þykjast sumir grilla í snjómanninn milli éljanna. Jafnvel kvað höf- uðleður hans vera geymt þar í klaustri einu. Norðantil og austan í Nep- al búa suðaustur-mongólsk- ir þjóöflokkar, sem tala tí- betsku eða mál henni ná- skyld, en vestan til og um miðbik landsins er indó-ar- ískt fólk. Mjög hafa þessar tvær þjóðaheildir blandað geði og blóði á liðnum öld- um, svo að oft er fullerfitt að greina þær sundur eftir kynþætti, siðum eða trúar- brögðum. Fjölmennasti þjóð- flokkurinn og um leið sá langvaldamesti er Gúrkar, sem búa einkum í Kat- mandúdalnum um miðbik landsins. Þeir eru uppruna- lega ættaðir frá Vestur-Ind- landi og tala mál skylt sans- krít, en hröktust norður í fjöil undan Múhameðstrúar- mönnum, þegar veldi þeirra var mest í Indlandi. Skömmu eftir miðja átjándu öld höfðu þeir náð öllum völdum i Nepal og hafa drottnað þar síðan, enda þótt þeir hafi stundum orðið að beygja svírann fyrir meiriháttai stórveldum. Þannig biðu þeir lægri hlut í ófriði gegn Kín- verjum seint á átjándu öld, og greiddu þeim síðan skatt allt til 1912, er Kínakeisara var steypt af stóli. Þessi und- irgefni við Kínverja var að vísu lengst af aðeins form- leg. Varanlegri urðu ítök Breta, sem sigruðu Gúrka í ófriöi 1815. Var Nepal síðan alltaf töluvert háð Bretum unz veldi þeirra í Indlandi lauk. Gengu Gúrkar á þeim tíma í stórhópum á mála í Indlandsher Breta, og hafa getið sér hið mesta frægðar- orð í flestum þeim styrjöld- um, sem þetta stórveldi hef- ur síðan háð, ekki sízt gegn Japönum í heimsstyrjöldinni síðari. Gúrkar eru menn ekki miklir vexti, en hugrekki þeirra og þrek er sagt óbil- andi, og fáir munu makar þeirra í hernaði, einkum ef barizt er í skógivöxnu fjall- lendi, enda eru þeir heima- vanir í slíku landslagi. And- litssvipur þeirra er oft dá- lítið mongólskur, enda hafa þeir blandazt tíbetsku fólki töluvert, þótt þeir séu indó- arískir að uppruna. Þjóðar- vopn þeirra er hið svonefnda kukri, sem er bjúgsveðja heldur geigvænleg. Hafa Gúrkar hinn mesta átrúnað á vopni þessu og þykir mikil ósvinna að bregða því öðru vísi en að víg sé vakið, og þá fremur manns en annars kvikindis. Minnir þetta á á- lög þau, er stundum hvíldu á sverðum norrænna manna, til dæmis Sköfnungi. Af trúarbrögðum Nepal- búa er það að segja, að Gúrkar og aðrir Indó-Aríar eru hindúatrúar flestir, en tíbetskt fólk búddatrúar. Af hinum síðarnefndu eru Sérpar einna frægastir. Þeir þykja hinir ágætustu burð- ar- og fjallgöngumenn, enda komið að góðu haldi við Ev- erestgöngur undanfarinna ára. Sérpinn Tensing varð ásamt Nýsjálendingnum Hil- ary fyrstur til að stíga fæti á þennan hæsta tind jarðar. Flatarmál Nepals er 140. 753 ferkílómetrar, en íbúa- tala náiægt hálfri áttundu milljón. Höfuðborgin er Kat- mandú með um 110.000 íbúa. En raunar eru íbúatölurnar hvergi nærri öruggar, því að landið hefur lengi verið eitt hið afskekktasta og frum- stæðasta í heimi og hag- skvrslur eftir því. í meira en öld réð ríkjum í landinu að- Frarahald á bls. 27. Nepölsk fjölskylda við fórnfæringar í hindúahofi í Katmandú. Burðarmenn á nepölskum markaði. ■■ |W1 v |þ Singha Darbar, stjórnarsetur Nepala. SAMVINNAN 17

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.