Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.04.1964, Blaðsíða 11
Snúum við hnappnum? Danskt ævintýri. Sigurður Jónsson frá Brún þýddi og endursagði Það var einu sinni ungur maður á leið til brúðkaups síns. Hann átti að mæta konuefninu við klett einn mikinn hjá vegamótum, þar sem komu saman kirkjuleiðir þeirra beggja og vina- fólks þeirra, en þegar þangað kom, var þar enginn. Hann settist niður og beið, þyrstur og leiður, sá ekki blómin, sólskinið né döggina á stráunum, heyrði ekki fuglasönginn né fann vorilminn í loftinu. Allt í einu stóð hjá honum svolítill gráklæddur dvergur. „Ég veit hvað amar að þér“, sagði dvergurinn. „Hér er hnappur á fæti. Þú getur hneppt honum í hnappagat á jakkanum þínum. Ef þér leiðist að bíða, skaltu snúa hnappinum til hægri handar, þá verð- ur það, sem þú óskar þér, alveg á stundinni". Þetta átti nú við unga manninn. Hann tók við hnappnum, setti hann á sinn stað og sneri hon- um í hnappagatinu eins og honum hafði verið sagt. Um leið stóð stúlk- an hans þar hjá honum glöð og brosandi ásamt boðsgestunum öllum. „Gott er nú þetta“, hugsaði ungi maðurinn. „Ég vildi, að við værum nú þegar orðin hjón“. Hann sneri hnappnum sínum heilan hring, og þau sátu samstundis í veizlunni sinni innan um hóp glaðra gesta við glaum og hljóðfæraslátt — nývígð hjón. „Bara að við værum orðin tvö ein“, hvíslaði brúðguminn að brúði Framhald á bls. 29. SNJÓKARLINN RÁÐSNJALLI Einu sinni var snjó- karl. Hann var alveg eins og snjókarlar eiga að vera, með gulrót fyrir nef og kolamola í stað augna — og ekki má gleyma sópnum. Hann hafði auðvitað sóp und- ir hendinni. Snjókarlinum leið vel, því það var hávetur og snjór yfir öllu. Aðeins eitt grenitré stóð upp úr og græni liturinn á því setti ugg að snjókarlin- um. Hann fór að hugsa: Veturinn tekur senn enda og vorið kemur og allt flýtur í vatni og ég verð að engu — vatn, alls staðar vatn og græn tré. Aumingja snjókarlinn varð reglulega hræddur. Framhald á bls. 29. Ævintýri, sem Vilborg Dagbjartsdóttir hefur endursagt u 1 0 esend urnir yngstu lesend urnir yngstu lesend urnir yngstu SAMVINNAN 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.