Samvinnan - 01.02.1976, Síða 8
Sigurður Þórarinsson,
jarðfræðingur
Ekki er vitað með neinni nákvæmni, hve
margar eldstöðvar hafa verið virkar
á íslandi, enda ekki ætíð auðvelt að skera
úr um, hvað teljast skal ein eldstöð. En
vart munu eldstöðvarnar vera færri en
200, sem gosið hafa síðustu 10.000 árin,
margar þeirra þó aðeins einu sinni. Síðustu
aldirnar hefur gosið að meðaltali fimmta
hvert ár ...
1. mynd: Gjóskulögin H, (— II 1104), H3 og H4 í mógröf nærri Fossá á
Skagaströnd. (Ljósmynd: Sigurður Þórarínsson)
GJÓSKULÖG
„Á mörgum stöðum, þar sem
ekki er einvöröungu grjóturð,
getur að lita í skorningum í
jarðvegi ösku, sem myndar
þétt og óslitið lag i moldinni.
Þetta lag er eins til tveggja
þumlunga, já jafnvel þver-
handar þykkt. Þetta er óræk
sönnun þess, að aska úr eld-
spúandi fjöllum hefur þakið
meiri hluta landsins. Næst
undir þessu öskulagi er i slík-
um sniðum að finna jarðveg
með gróðurmoldarlit og með
trjáleifum, svo að hann er
brennanlegur og vel nýtileg-
ur sem eldsneyti. Síðan kemur
annað öskulag, meir en þver-
handar þykkt, og efst í þvi
grófir lurkar, sem eru enn
betra eldsneyti. Undir saman-
þjöppuðu moldarlagi er svo
þriðja öskulagið, spannarþykkt
og einnig í því leifar stórra
trjáa, svo lítt fúnar, að smiða
má smáhluti úr þeim. Allt
þetta sannar, að eldfjallaaska
hefur hvað eftir annað farið
illa með þetta land.“
Þessa skilmerkilegu lýsingu
og þær rökréttu ályktanir, sem
af henni eru dregnar, er að
finna i riti, sem vantar litið í
að verða þriggja og hálfrar
aldar. Ritið ber heitið De mira-
bilibus Islandiae, þ. e. Um und-
ur íslands, og höfundurinn er
Gisli Oddsson, Skálholtsbiskup.
Ellefu áratugum eftir að
Gísli biskup samdi þetta rit
kom út i Kaupmannahöfn rit
á latínu um eldvirkni á íslandi
eftir 22 ára gamlan íslending,
Eggert Ólafsson, sem þá var
nýlega orðinn baccalaureus við
Hafnarháskóla. Þetta er hið
merkasta rit, sem vart hefur
verið nægur gaumur gefinn.
Þar lýsir Eggert meðal annars
tvennskonar vikri í jarðvegi á
íslandi, svörtum og hvitum:
„Sá svarti er“, skrifar Eggert,
„þyngri í sér og harðari, og í
eðli sínu nokkuð áþekkur
hrauni, en sá ljósi, sem er vel
þekktur erlendis og nefnist á
dönsku Pimpe-steen, hefur al-
gjörlega glatað eðlilegri þyngd
steina". Eggert skrifar og i
þessari ritgerð, að hann hafi
fundið i mógröfum ljósan, fín-
gerðan vikur tvær álnir undir
yfirborði og hafi hann smátt
og smátt sigið niður á þetta
dýpi. Þetta fyrirbæri hefur
vakið áhuga Eggerts, þvi i
ferðabók sinni getur hann
þess, að á ferð sinni um
Skaftafellssýslur sumarið 1756
hafi hann og Bjarni Pálsson
víða látið grafa i jarðveg til
að huga að vikurlögunum úr
Kötlugosinu árið áður og Ör-
æfajökulgosinu 1727. Segir
Eggert það fyrrnefnda vera
sokkið einn þumlung niður í
grassvörðinn, en það síðar-
nefnda vera komið hálft fet
niður í þéttan, harðan jarðveg,
en helmingi dýpra niður í
mýrarjarðveg. Hann getur þess
einnig, að á Norðurlandi hafi
þeir Bjarni látið grafa á mörg-
um stöðum á grónu landi og
fundið að jarðvegurinn var
lagskiptur, þvi þar skiptust á
lög af sandi, dusti og hvítum
og svörtujn vikri.
f ofangreindum tilvitnunum
er að finna þær aðalstaðreynd-
ir, sehnteru undirstaða þess
tímatals- í jarðsögunni, sem
fyrir þremur áratugum hlaut
vísindaheitið „tefrókrónólógia",
er útleggst gjóskutímatal, en
gjóska er nýyrði, smiðað eftir
pöntun af Vilmundi heitnum
Jónssyni, landlækni, sem sam-
heiti á þeim föstu gosefnum,
er berast loftleiðis frá eldstöð
i eldgosi og heita þá ýmsum
nöfnum eftir grófleika og ann-
arri gerð, en grófleikinn fer
aðallega eftir fjarlægð frá eld-
stöðvunum. Lengst frá þeim
fellur fínt dust, nokkru nær
þaðsem venjulega nefnist aska,
enn nær eldstöðvunum fellur
grófsandur, vikur og gjall, og
allra næst þeim stórar hraun-
kúlur (bombur) og klessur.
Sérhvert sprengigos eða bland-
gos myndar gjóskulag, sem
samanstendur af flestu eða öllu
þessu, og er útbreiðsla þessara
laga mjög misjöfn. Minnstu
gjóskulögin ná skammt út frá
eldstöðvunum, en þau stærstu
þekja hundruð þúsunda fer-
kílómetra. í Krakatárgosinu
féll gjóska á svæði átta sinn-
um stærra en ísland og fín-
asta dustið barst í háloftunum
allt í kringum jörðina. í Öskju-
4