Samvinnan - 01.02.1976, Síða 13
Dröfn Farestveit, húsmæðrakennari
c—
nn
Chili
con carne
1 stór laukur grófsaxaður
300 gr. hakkað kjöt
2 msk. maisolía
salt, pipar,
2 grænar paprikur í bitum
1 ds. niðursoðnir tómatar
1 ds. bakaðar baunir
chiliduft, oregano, china
spice, eftir smekk
i/2 tsk. hvítlaussalt
Steikið lauk og hakkað kjöt
i olíunni. Saltið og piprið.
Setjið innihaldið úr tómat-
dósinni saman við ásamt
paprikunni. Látið krauma
við vægan hita í ca. 15 mín.
Bökuðu baununum bland-
að saman við og kryddað
eftir smekk.
flMíí im Tl' nr
ulajl E rnL \i\ q)
ur gosum að ræða, en fremur
er það ólíklegt. Hvergi er þessa
goss (eða gosa) getið, svo
öruggt sé, en líklegt má telja,
að það sé þetta gos, sem orðið
hafi tilefni heitbréfs Eyfirð-
inga 1477, sem byrjar svo:
„Þriðjudaginn fyrstan í ein-
mánuði, þá er liðið var frá
hingaðburði Jesú Kristi 1477
vetur, á Grund í Eyjafirðikomu
saman lærðir og leikir milli
Vargjár og Glerár og töluðu
þar um þau undur, ódæmi og
ógnanir, sem þá yfir gengu af
eldgangi, og sandfalli og ösku-
myrkrum og ógurlegum dun-
um. Af þessum undrum þreifst
fénaður ei, en þó var snjólaus
jörð. Kom þeim ásamt, að
þetta muni orðið hafa fyrir
syndagjöld og ranglæti
manna“.
Það sem helzt mælir gegn
því, að það sé áðurnefnt Kverk-
fjallagos, sem hér um ræðir,
er það, að gjóskulagið er miklu
þykkara i Þingeyjarsýslum
austan Vaðlaheiðar en í Eyja-
firði, en ekki vitað til, að þar
hafi það orðið tilefni heitdaga
nema í Reykjadal. Sú kynni þó
að vera skýring hér á, að mestu
réði um þessar mundir í Þing-
eyjarsýslum Finnbogi Jónsson,
lögmaður að Ási i Kelduhverfi,
er hafi ekki verið mikið fyrir á-
heit, en hann hlaut viðurnefnið
Mariulausi.
Þeir, sem farið hafa austur
Fjallabaksveg nyrðri, hafa
vaentanlega margir veitt eftir-
tekt þvi þykka, svarta gjall-
lagi, sem þekur landið austan
og vestan Eldgjár. Þetta lag,
sem er myndað um leið og
nyrzti hluti Eldgjár, er auð-
rakið í jarðvegi með akvegin-
um suður til byggðar i Skaft-
ártungu og á Síðu. Það liggur
þar ofan á laginu „Mósa“ og
reynist það rétt hjá Guðrúnu
Larsen, að það lag sé hluti af
landnámslaginu, stappar nærri
vissu, að sá hluti Eldgjár, sem
Fjallabaksvegur nyrðri liggur
yfir, og það hraun, sem flætt
hefur um farvegi Nyrðri og
Syðri Ófæru suður á Siðu og
austur i Landbrot, séu raun-
verulega frá sögulegum tíma.
Sama er að segja um hraunið
ú suðurbakka Hólmsár við
Hólmsárbrú. Frásögn Land-
uámu af jarðeldi austur þar
kynni að reynast nokkuð rétt
Þegar öllu er á botninn hvolft.
Að lokum skal nefnt eitt
gjóskulag, sem kannað hefur
Verið nú hin siðustu árin. í
hokkur undanfarin ár hefur
yerið unnið að gjóskulagarann-
sóknum í Mýrdal, aðallega af
okkur Einari H. Einarssyni,
bónda og jarðfræðingi á
Skammadalshóli í Mýrdal. Þar
er fremur erfitt um vik, því
Kötlulögin eru mjög mörg og
flest þeirra nokkuð lík hvert
öðru. Öræfajökulslagið ljösa
frá 1362 er, sem fyrr getur, ekki
orðið nema einn millimetri á
þykkt er kemur vestur að Mýr-
dalssandi, og vonlítið þótti að
finna það vestan sands. Það
tókst þó fyrir tveimur árum
að finna vott af því i Hjörleifs-
höfða og síðastliðið haust tókst
loks að finna það i sniði á
Höfðabrekkuheiði. Á báðum
þessum stöðum liggur það rétt
fyrir ofan gjóskulag, sem við
nánari athugun nú i sumar
hefur reynzt vera lag, sem hef-
ur verið kannað öðrum lögum
betur i Mýrdalnum, þvi þar er
það langþykkasta lagið frá
sögulegum tíma. Milli Skeið-
flatar og Reynishverfis er það
um 20 sm þykkt og blasir við
m. a. í sniði norðan þjóðvegar,
þar sem halla tekur niður í
Reynishverfið. Vafalaust er, að
þetta gjóskulag hefur valdið
stórfelldu tjóni og lagt marga
bæi í Mýrdal í auðn um skeið.
Einar komst að þvi fyrir nokkr-
um árum, að lagið lá ofan á
mannvistarleifum hjá Felli í
Mýrdal og þar fannst síðar
saumnál undir því. Öruggt er
að það hefur fallið samfara
hlaupi undan Sólheimajökli, og
er þá eðlilegt að hugsa fyrst
til þeirra tveggja gosa, 1245 og
1262, sem annálar kenna við
Sólheimajökul. En afstaðan til
Öræfajökulslagsins sannar, að
það er yngra, eða frá þvi rétt
um 1360. Hvergi er i skrám
yfir eldgos getið um Kötlugos
í kringum 1360, en ef betur er
9. mynd: Þykkt og útbreiðsla
gjóskulagsins „a“.
að gáð er þess raunverulega
getið í þremur af fornu ann-
álunum. Gottskálksannáll seg-
ir um árið 1359: Elds uppkoma
i Trölladyngjum leiddi þar af
ógnir miklar og dunur stórar,
öskufall svo mikið að nær alla
bæi eyddi i Mýdalnum og víða
þar nálægt gerði mikinn skaða,
vikra reki svo mikill austan til
að út frá Stað á Snæfellsnesi
rak vikrina og enn utar“. Skál-
holtsannáll og annáll Flateyj-
arbókar hafa nær hið sama að
segja, en sá fyrrnefndi setur
gosið við árið 1354, hinn við
árið 1360. Hvorki Trölladyngja
á Reykjanesi né í Ódáðahrauni
hafa valdið þessu gjóskufalli i
Mýrdal. Það er Katla, sem lagt
hefur byggðina að verulegu
leyti i auðn nokkrum árum áð-
ur en Öræfajökull eyddi Litla
héraði.
Þau svörtu gjóskulög, sem
hér hefur verið staldrað við,
eru dæmi þess, að ýmsu má
auka inn i þá íslandssögu, sem
skráð hefur verið á skinn og
pappír, með þvi að rýna i þær
skrár, sem eldfjöllin okkar
hafa skilið eftir sig í jarðvegi.
í þeim skrám er fjölmargt ó-
lesið enn. +
9