Samvinnan - 01.02.1976, Blaðsíða 17
tengsl ólíkra likamsforma og
skapgerðareinkenna. Frægast-
ur fulltrúa þessarar skoðunar
var austuríski geðlæknirinn
Kretschmer, sem var uppi um
síðustu aldamót. Hann kom
fram með skiptinguna i renglu-
vaxna menn — innhverfa og
þenkjandi — og riðvaxna menn
— lifsglaða og áhyggjulausa.
Shakespeare gefur þessi tengsl
í skyn þegar hann lætur Júlíus
Caesar segja: „Ég vil hafa
feita menn í kringum mig,
sléttgreidda menn, sem sofa
vel um nætur. Þessi Cassíus er
uiagur og sultarlegur. Hann
hugsar mikið. Slíkir menn eru
hættulegir".
Nútima sálfræði telur litinn
ávinning af þvi að leita slikra
tengsla. í þess stað leitast
menn við að nota tiltölulega
afmarkaðan og handhægan
fjölda skapgerðarmælikvarða,
sem eru nýtilegir til þess að
lýsa skapgerð fólks. Mönnum
nægir þó ekki að draga upp
mynd af skapgerðarþáttum
mnstaklinga á grundvelli svo
allmennra athugana, sem lýst
var hér að framan. Þess í stað
er beitt persónuleikaprófi. Próf
þetta fer þannig fram, að sá
prófaði er látinn svara röð
spurninga um, hvernig hann
sé vanur að hegða sér við á-
kveðnar aðstæður og hvernig
hann myndi hegða sér, ef eitt-
hvað ákveðið kæmi fyrir.
Dæmi um mælikvarða eða
viddir, sem notaðar eru á slík-
um prófum, er drottunargj arn
— undirgefinn, innhverfur —
úthverfur, stöðugur — ó-
stöðugur.
Hvert er hagnýtt gildi um-
ræddrar flokkunar? Flokkun
sem þessari er t. d. beitt við
val á fólki til ýmissa starfa.
Til þess að komast að raun um,
hvaða kostum „hæfur“ ein-
staklingur eigi að vera búinn,
má með mikilli einföldun segja,
að sá háttur sé á hafður að
prófa fyrst einstaklinga sem
þekktir eru af þeim góðu eig-
inleikum, sem sóst er eftir til
ákveðins starfs, t. d. sölumenn.
Á grundvelli svara úr því prófi
fást hugsanlega fram skap-
gerðarþættir, sem einkenna þá.
Þeir umsækjendur viðeigandi
starfs, sem virðast hafa lik
skapgerðareinkenni á grund-
velli prófsins eru þá taldir hæf-
ari en aðrir til sölumennsku.
Nefna má, að við ráðningu i
æðri stöður er einnig lögð mikil
áhersla á skapgerðareinkenni
s. s. frumkvæði, atorku og
áreiðanleika.
Þekkingar afla menn sér með
námi. Forsenda náms er hins
vegar ákveðin lágmarksgreind.
Skilgreina má þvi greind sem
hæfileikann til þess að nema
og skilja.
Þvi er eins farið með greind
og skapgerðareinkenni og við-
horf — hún verður ekki skoðuð
beint, heldur verður að þreifa
eftir henni. Sálfræðingar hafa
allt frá upphafi tuttugustu ald-
ar unnið að gerð og þróun
aðferða til þess að mæla
greind, svokölluð greindarpróf.
Til að forðast deilur um hvað
sé eiginlega greind er algengt
að skilgreina hana einfaldlega
sem það sem mælt er með
greindarprófum.
Margir hafa liklega tekið
einhvers konar greindarpróf,
t. d. við umsókn um starf.
Mörg þessara prófa ná ekki
einungis yfir almenna greind
heldur eru tengd þvi starfi,
sem viðkomandi sækir um.
Hugtakið hæfnispróf er þá ó-
sjaldan notað. Notkun slíkra
prófa fer talsvert i vöxt bæði
við leiðbeiningar um starfsval
og við ráðningu starfsfólks.
Hugtakið þekking er gjarn-
an notað bæði yfir hlutlæga
þekkingu og almennan hagleik
eða leikni. Á ensku máli er
þetta tvennt með öllu aðskilið:
„knowledge“ og „skill“. Að geta
skipt um dekk á bíl eða geta
búið til gómsæta sósu eða snú-
ið pönnuköku við i loftinu
krefst ákveðinnar leikni eða
hagleiks. Til flestrar vinnu er
þó þörf hvors tveggja — þekk-
ingar og leikni. í raun er það
næsta sjaldgæft, að svo skýr
skil séu á þessu eins og í sögum
um prófessora, sem kunna skil
á öllum hlutum milli himins
og jarðar, en geta samt ekki
fest hnapp á buxurnar sínar.
í framhaldi af þessu er at-
hugavert að kanna hina sögu-
legu þróun. Afleiðing iðnþró-
unar var, að kröfur um hag-
leik hins vinnandi fólks minnk-
13