Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1976, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.02.1976, Qupperneq 18
BARNA SÍÐAN Leggðu saman tölurnar í þessari skrítun uglu og vittu hvaða útkomu þú færð. Myndagáta í hverjum reit er mynd af hlut. Taktu fremsta stafinn af hverj- um hlut. Ef þú raðar siðan stöfunum saman kemur nýtt orð út úr því. Hvaða orð er það? Veiztu þetta? Hér á eftir fara sex spurn- ingar, sem þú skalt spreyta þig á. Þær eru sitt úr hverri átt- inni, flestar þó úr landafræði og dýrafræði. En hér koma spurningarnar. Svörin eru öf- ugt neðst á síðunni: 1. Hve margir menn hafa gegnt embætti forseta ís- lands og hvað heita þeir? 2. Hvað heitir höfuðborgin i Finnlandi? 3. Hvað þýðir lágfóta? 4. Hvað heitir hæsta fjall á íslandi? 5. Hve gamlir verða kettir yfirleitt? 6. Hjón sem hafa verið gift i 25 ár eiga silfurbrúðkaup og 50 ára hjúskaparaf- mæli heitir gullbrúðkaup. En hvað heitir 10 ára brúðkaupsafmæli? Hvaða snjókarlar eru eins? Það hafa gefizt mörg tækifæri til að búa til snjókarl i vetur. Hérna sérðu sex myndarlega karla. Hver þeirra er með hatt, trefil og kúst. En aðeins tveir þeirra eru alveg eins. Hverjir eru þeir? Kötturinn sem át allt Þið hafið eflaust heyrt talað um Bakkabræður, en frá þeim segir í Þjóðsögum Jóns Árna- sonar. Þeir náungar voru skrítnir í meira lagi, og hér kemur ein saga af þeim, sem allir þurfa að kunna: Einu sinni voru Bakkabræð- ur á ferð og mættu manni, sem hafði dýr i barmi sinum, sem þeir höfðu aldrei séð áður. Þeir spurðu, hvað þetta dýr héti og Og hér kemur ný krossgáta að glíma við Okkur bárust fjarska margar lausnir úr jólablaðinu. Verðlaun- in hlýtur Drífa Óladóttir, Hauksstöðum, Jökuldal, Norður-Múla- sýslu. til hvers það væri haft. Mað- urinn segir, að það sé köttur og drepi hann mýs og eyði þeim úr húsum. Það þykir þeim bræðrum mikil gersemi og spyrja, hvort kötturinn sé ekki falur. Maðurinn segir, að svo megi þeir mikið bjóða, að hann selji þeim hann, og varð það úr, að þeir keyptu köttinn fyrir geypiverð. Fara þeir svo heim með kisu og láta vel yfir sér. Þegar heim kom, mundu þeir eftir því að þeim hafði láðst að spyrja um, hvað kötturinn æti. Fara þeir svo þangað, sem maðurinn átti heima sem seldi þeim köttinn. Var þá komið kvöld, og fór einn þeirra upp á glugga og kallaði inn: „Hvað étur kötturinn?" Maðurinn svarar i grandaleysi: „Köttur- inn étur allt.“ Með það fóru þeir bræður heim, og fóru að hugsa um þetta betur, að kötturinn æti allt. Þá segir einn þeirra: „Kötturinn étur allt og hann bróðir minn líka.“ Og svo sagði hver þeirra um sig. Þótti þeim ráðlegast að eiga ekki kisu lengi yfir höfði sér, fengu mann til að stúta henni og græddu lítið á kattarkaupun- um. Lausnir •99 :uei3n — '•in -jjain :bjbSbpuÆj\[ — -goi iigau i ibuub So goi IIJ9 I ifglltl :iiuibiib319Cus — dnBngniq -ULL ‘9 "BiB Sl—01 ’S 'IiniloC -Bjæio 'f ‘injan ‘£ ‘siojSui -siaH 2 ‘uiBCpia ubCjsiih 3o uossiiaSsy iia3sy ‘uossuiofa uuiaAS 'iiicj t :Bjjac} njziaA 14

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.