Samvinnan - 01.02.1976, Síða 22
Harald Grieg, bróðir Nordahls, stjórnaði um langt
skeið stærsta útgáfufyrirtæki Norðmanna,
Gyldendal. Hann hefur skrifað endurminningar
sínar í tveim bindum, og er þar langur kafli um
Knut Hamsun og margra ára samvinnu Griegs og
samvistir við stórskáldið. Til dæmis er þar að
finna frásögnina, sem hér fer á eftir.
Hún varekki mykri,
sængin hans Macks
Vorið 1932 dirfðist ég að
spyrja Hamsun, hvort hann
vildi vera skírnarvottur hjá
mér. Það átti að skíra tví-
bura, drengurinn átti að heita
Pétur. Hamsun svaraði um hæl
og sagðist koma gagngert til
þess að vera skírnarvottur
drengsins.
Aðrir skírnarvottar áttu að
vera König forstjóri, Halfdan
Christensen og Sigurd Hoel.
Frú Nordal Rolfsen og frú Boj-
er áttu að halda börnunum
undir skírn. Þetta var ekki val-
ið af verri endanum, og þær
kona mín og móðir mín voru
dálítið hátiðlegar, þegar þær
lögðu leið sina til sóknarprests-
ins í Vestre Aker til þess að
biðja hann að skíra börnin.
Þeim var tekið mjög vinsam-
lega, og presturinn brá á gam-
an og spurði, hvort forleggjar-
inn væri nú farinn að gefa út
tvær útgáfur samtímis. Hann
kinkaði kolli, þegar þær
nefndu guðmæðurnar tvær.
Nafn Königs skráði hann líka
viðstöðulaust á kirkjubókina.
En þegar þær nefndu hina
skírnarvottana, tók hann
snöggt viðbragð, ýtti gleraug-
unum upp á ennið og leit allt
annað en blíðlega til þeirra.
Um leið lagði hann frá sér
pennann.
„Þetta er dálaglegur félags-
skapur,“ sagði hann. Og þegar
konan mín spurði hann góð-
látlega, hvað hann ætti við
með þvi, svaraði hann:
„Mér finnst það undarlegt að
velja þessa menn fyrir vernd-
ara ungbarna, þegar þau eru
tekin i kristinna manna tölu.
Ef mér skjátlast ekki, hafa þeir
allir skilið við konur sínar og
einn þeirra meira að segja ver-
ið þrígiftur."
Þegar sóknarpresturinn virt-
ist ekki ætla að taka pennann
upp aftur, kom móðir min til
skjalanna. Hún var dóttir guð-
fræðings og taldi sér þvi skylt
að svara fyrir tengdadóttur
sína, sem var af leikmönnum
komin i báðar ættir.
„Þér hafið engan rétt til að
velja eða hafna skírnarvott-
um, prestur minn,“ sagði hún
með öllum þeim myndugleika,
sem hún hafði tekið að erfð-
um af prestlærðum föður sín-
um.
Nei, það varð presturinn að
játa, og nauðugur viljugur varð
hann að skrá nöfn skírnarvott-
anna þriggja i kirkjubókina.
En til þess að létta á samvizk-
unni sagði hann að lokum:
„Guði sé lof, að það er ekki
ég, sem á að embætta á sunnu-
daginn.“ Það átti að koma í
hlut aðstoðarprestsins.
Á heimleiðinni kom þeim
konum saman um að halda
þessu leyndu fyrir mér. Þær
vissu sem var, að ég var ekki
mjög kirkjulega sinnaður og
þetta atvik gæti haft miður
heppilegar afleiðingar. En ég
sá strax á þeim, að eitthvað
hafði komið fyrir, og áður en
dagurinn var að kvöldi kom-
inn, hafði mér tekizt að veiða
allt upp úr þeim. Og þvi er ekki
að leyna, að ég varð fokvondur.
Morguninn eftir var ég kominn
i skrifstofu prestsins. Ég
kvaðst vera þar kominn til
þess að afturkalla skirnar-
beiðnina og segja mig úr þjóð-
kirkjunni. Ég krafðist þess, að
nafn mitt yrði strikað út þeg-
ar i stað.
Það væri vægilega að orði
komizt að segja, að presturinn
hafi fölnað upp. Mér gat ekki
verið alvara með þetta.
Ég fullvissaði hann um, að
mér væri þetta full alvara og
spurði, hvort það væri ekki
rétt hermt, að hann hefði kall-
að þá menn, sem ég valdi að
skírnarvottum „dálaglegan fél-
agsskap.“
Ekki gat hann neitað þvi, en
það hefði verið sagt í gamni.
Ég sagðist ekki kunna að
meta þá gamansemi og sat
fastur við minn keip.
Ég sagði, að orð hans um,
að hann væri feginn að þurfa
ekki sjálfur að vinna þetta
embættisverk bæri vott um
það, að börn min væru ekki
velkomin i kirkju hans. Sjálf-
ur færi ég aldrei þangað, sem
ég teldi mig óvelkominn. Og
það skyldu börnin mín ekki
heldur gera.
Þannig héldum við áfram að
karpa um hríð. Lengi var ég
staðfastur. En svo lengi bað
hann mig og sárbændi, að ég
lét undan að lokum. En ef ég
á að segja alveg eins og er, þá
verð ég að játa, að undanláts-
semi mín stafaði af dálítið
annarlegum ástæðum. Ég var
búinn að bjóða í skírnarveizl-
una, maturinn var pantaður,
matreiðslukona fengin og
frammistöðustúlkur. Óneitan-
lega var það þægilegt að þurfa
ekki að afturkalla þetta allt.
Áður en ég fór, spurði ég til
vonar og vara, hvort það væri
víst og satt, að tvíburarnir
mínir væru velkomnir í kirkj-
una.
„Það getið þér verið örugg-
lega viss um,“ svaraði sóknar-
presturinn. Og það skal játað,
að það fannst okkur sannast
daginn eftir.
Við vorum mörg saman, og
úti fyrir kirkjudyrum bættust
skírnarvottarnir í hópinn, all-
ir nema Hamsun. Hann hafði
tilkynnt, að hann kæmi ekki
fyrr en í veizluna um kvöldið.
Og þarna við dyrnar beið spari-
búinn maður og tók hátíðlega
á móti okkur. Hann heilsaði
18