Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 21
Á hrímguðum og svölum haustum gullu skot rjúpnaskyttnanna um hálsa og heiðar daginn út og inn — með tilheyrandi bergmáli íjalla á milli. ;inu, hvar ðll illspáandi óhljóð liættu að ná eyrum hennar. „Þeir fara villir vegar, þeir liafa misst af mér“, tautaði sálin í gleði sinni, og fleygði sér flatri á gryfjubotninn, í stundarhvíld. Fætur hennar skulfu sem strá í vindi, öll dtraði hún frá hvirfli til ilja eins og þaninn strengur, snertur Injúfum fingrum. Hún var örþreytt og ákaflega móð, en blóðlituð froða sat í vitunum. „Nú gel ég ekki meira“, muldr- aði hin magnþrota sál, lokaði augunúm og vonaði það yrði í hinzta sinn. I sama bili kvað við hundgá og hlakkandi sigur- óp, um holt og hæðir. Þá var sem hin örþreytta sál væri slegin rokna löðrungi. Hræðsla hennar og dauðans ótti blossaði upp á ný, með margföldu afli, og blés glæður síðustu kraftanna í ljósan loga. „Þeir hafa fundið mig, þeir hafa fundið mig aftur“, stamaði hún í hálfum hljóð- um, og staulaðist enn á stað úr fylgsni stnu. Brátt kom hún að stóru stöðuvatni eða breiðu fljóti. „Eg fleygi mér í vatn- ið“, liugsaði hún, „þó að vondur sé valnsdauði, er belra að drukkna en láta pynta sig til bana“. Þá þrumdi við byssuskot og kvað hátt við, en sálin fann sig særða holundarsári og sundurskotnum fótum, um leið og hún skall magnlaus til jarðar á vatns- og fljótsbakkanum. I fyrstu var þessi upp- ákoma ekki eins sársaukafull og hún hafði búizt við, en er frá leið hófust hræðilegar kvalir. Þá æpli sálin hátt af sársauka, og hana hryllti við blóðpollin- um, sem hún lá í. Hún sá óljóst eitthverl stórt dýr, er stóð vfir henni og nasaði út í loftið. Dýr, með hvítar, hvassar tennur og lifrauða lafandi tungu, úr opnum og másandi hvofti. Hjá því stóð ennþá stærra dýr, sem hló í sólskininu og strauk gljáfægt byssuhlaup, meðan það masaði við hundinn sinn og sagði, að þetta hefði verið sannur dýrðardagur, enda veiðar göfugust íþrótta. Sál gamla kramarans átti sem sé ekki að eignast frið og ró í dánarheimi, fyrr en hún hefði heyrt af annarra vörum þau orð, sem hún hafði mælt yfir fórnardýrum sínum og kannski einnig fengið nokkra hlutdeild í þjáningum þeirra. Þegar veiðimaðurinn dró hníf sinn úr skeiðum og sálin skalf af geig, þá sýndist henni úllit hans ntjög ómannlegt, enda var þá allt í einu kominn þar gríðarstór rauð- brúnn refur, sveiflandi hnífnum með skjálgum augnagotum, sem virtust hóta illum og bráðum bana. Sálin gat ekki öðlast sælu annars heims nenta komast að raun um, að líð- an hennar í nýrri tilveru var bein af- leiðing alls lífs hennar í mennskum heimi. Sálir allra þeirra mörgu og ólíku dýra, sem faktorinn á sínum jarðvistar- dögum hafði sært og drepið að gamni sínu, söfnuðust saman frammi fyrir há- sæti dómarans mikla, herra lífs og dauða, og kröfðu hann um réttlæti og refsingu til handa hinni nýkomnu sál, vegna fyrra misferlis í garð saklausra málleysingja. Hinn mikli dómari laut höfði hugsandi og benti á, að viðkom- andi sál hefði þegar hlotið umtals- verðar „kárinur" sakir gamallar harðýðgi og jarðlífssynda. Þá upphófu ótal dýrasálir mikinn og margraddaðan talkór. Kváðu þær enn alit of lítið að gert, í því efni aðjafna metin. Jafnframt kröfunni um réttlátt endurgjald, lýstu þær með mörgum átakanlegum orðum þjáningum sínum, langvinnu og hörðu dauðastríði af völdurn gantla „gnýar- ans“, eins og þær í skaphita sínum og hefndarhug kölluðu sál gamla faktorsins, samkvæmt fornri átlhagamállýzku á þeirra jarðlífsárum. Það voru feikna margar ákærur frá margs konar dýrasál- um, sem dómarinn mikli fékk til meðferð- ar. Ætti hann að gæta fyllsta réttlætis og óhlutdrægni, hvað enginn efaðist um, varð hann að laka þær allar til álits og at- hugunar, jafnt frá hinu smæsta dýri sem hinu stærsta, frá hinu aumasla sem hinu mest virta. Það var þó einkum ein ásökun sem hrærði hana djúpt. Það var sál ungrar grænhöfðaandar, sem faktorinn hafði skotið meðan hún átli örlitla og ósjálf- bjarga unga í hreiðri, í sefi á tjarn- arbakka. Hún lýsti því nákvæmlega með hjartnæmum orðum, hvernig hún væng- brotin og af veikum kröftum dróst heim á leið, þegar veiðihundurimm þefaði hana uppi. Sál andarinnar hélt því fram af miklum ákafa og tilfmningahita, að í hundskjaftinum hefði það lífaldað kvöl sína að hugsa um litlu vesalingana bjargarlausa og vannærða í hreiðrinu, og heyra í þeim mömmuköllin álengdar. Að síðustu kvaðst hún hafa mænl á skotmanninn tárvotum augum í skelt- ingu og bæn unt miskunn í þeirri von, að hann skildi án orða hvað í því augna- tilliti væri fólgið. En hjarla hans var hart sem steinn og viknaði ekki. Þá spurði dómarinn mikli hinn ákærða:„Vissir þú eigi að þetta var móðir, hverra korna- börn áttu sitt líf undir hennar lífi?“ Titrandi af ólta og þó án sýnilegrar iðr- unar svaraði hin hrellda sál: „Mikli herra, þá hugleiddi ég ekki þvílíka hluti. Veiðar voru skemmtun mín og tóm- stundagaman". Herra iífsins ákvað þá, að sál gamla kvalarans skyldi enn úm óákveðinn tíma líða andlátspínslir sinna mörgu veiðidýra. Dag eftir dag urðu dýrasálir himn- anna vitni að því, að enn var gamli Sult- ur á veiðum. Þær sáu hann þjóta um alll eins og byssubrenndan, lafmóðan og helsærðan, og sögðu sín á milli: „Belra er seinl en aldrei. Nú er hann ekki lengur sá sem eltir heldur sá sem eltur er“. I hvert einasta skipti, er sál gamla gnýarans örmagnaðist á sinni píslargöngu og var að niðurlotum komin, þá laut jafnan yfir hana, með vopn á lofti, eitthvert dýr sem söng og galaði hástöfum um göfuga íþrótt og glaða veiðidaga. Æi, já, hún minntist alls þessa með hryllingi og fann, að ætti hún kost á nýju jarðlífi myndi hún breyta öðruvísi. I ríki sálnanna, þar sem einn dagur er sem þúsund ár og þúsund ár sem einn dagur, er það eins og hér á jörðu, að sínum augum lítur hver á silfrið. Bljúg og feimin sál líiils þrastar, þokaði sér auðmjúk en ákveðin upp að fótskör hins mikla dómara og hafði þetta að segja: „Þá er ég var ungur og ósjálfbjarga áltu foreldrar mínir hreiður sitt undir þak- skeggi einhvers húss á heimili faktors- ins, sem þá var þokkafullur og lokka- bjartur lílill drengur. Einhverja regnvota og nístingskalda vornótt vall ég út úr hlýrri hreiðurkörfunni hátl fall, niður á forna molnandi múr- steinahrúgu. Þar fann faktorinn mig að dauða kominn morguninn eflir. Hann tók mig varlega upp í lófa sinn og vermdi við silt eigið bert brjóst. Ó1 önn fyrir mér unz ég varð fleygur og fær og náði að lifa hamingjusama ævi á bernsku- slóðum". „Kallið faktorinn hingað í flýti“, mælti dómarinn mikli. Að stutLri stundu liðinni stóð sál fakt- orsins þar, Hakandi í sárum eftir örvar, sem hann eitl sinn hafði skotið að tömd- um dúfum að gamni sínu. „Er það rétt og satt, að þú á ungum aldri hafir bjarg- að jarðlífi þessa þrastar?" „O, mikli herra, ég man það ekki frekar en bernskubrekin". „En ég man það, og fleiri hafa sömu sögu að segja“, sagði sál þrastarins mjög ákveðnum og fullum rómi. „O, ég þakka þér af öllu hjarta", mælti hin marghrjáða faktorssál, sam- tímis því sem hún þrýsti heitum kossi á koll litla þrastarins. I lerra lífs og dauða klökknaði við þá sjón og lét hegning- artíma faktorsins þar með vera lokið. Af sögukorni þessu máttu læra“, tuld- raði gamalmennið tinandi, „að eins og þú sáir, svo munt þú uppskera". ♦ 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.