Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 33
Frœðslunefndir í öll kaupfélög Þátttakendur á fundi félagsmálafulltrúa og fulltrúa fræðslunefnda kaupfélaganna. Fremri röð frá vinstri: Valgeir Vilhjálms- son, Kaupfélagi Berufjarðar á Djúpavogi, Sigfús Kristjánsson. Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík, Ann Mari Hansen, Kaupfé- lagi Hafnfirðinga, Skúli Ingvarsson, Kaupfélagi Borgfirðinga, Isólfur Gylfi Pálmason, kennari í Samvinnuskólanum, Magnús Finnbogason, Kaupfélagi Rangæinga. Aftari röð frá vinstri: Viðar Oddgeirsson, Kaupfélagi Suðurnesja, Eiríkur Pálsson, Kaupfélagi Hafnfirðinga, Jóhann Björnsson, Kaupfélagi Vestmannaeyja, Asgerður Pálsdóttir, Samvinnufélögunum í Austur- Húnavatnssýslu, Erla Einarsdóttir, Kaupfélagi Skagfirðinga, Rebekka Þráinsdóttir, Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis, Jón Kristjánsson, Kaupfélagi Héraðsbúa, Gylfi Gröndal, ritstjóri Samvinnunnar, Sólveig Ebba Olafsdóttir, Kaupfélagi Skag- firðinga, Guðbjartur Össurarson, Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga, Guðmundur Guðmundsson, fræðslufulltrúi Sambandsins og Kjartan Reynisson, Kaupfélagi Fáskrúðsfirðinga. A myndina vantar: Eystein Sigurðsson, ritstjóra Sambandsfrétta, Gunn- laug P. Kristinsson, Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri, Pétur Bjarnason, Kaupfélagi Kjalarnesþings og Þóri Pál Guðjónsson, kennara í Samvinnuskólanum. og um hugsanleg námskeið fyrir félagsmálafulltrúa og fulltrúa í fræðslunefndum. Framsðgumenn á fundinum voru þau Asgerður Páls- dóttir, Guðmundur Guðmundsson, Gunnlaugur P. Kristinsson, Jón Kristjánsson og Rebekka Þráinsdóttir. Undirbúning og skipulag fundarins annaðist Guð- mundur Guðmundsson fræðslufulltrúi Sambandsins. Nokkur árangur hefur náðst í fræðsiumálum kaupfé- laganna undanfarin ár. Sérstakir félagsmálafulltrúar hafa verið ráðnir hjá nokkrum félögum, og frétta- bréfum hefur fjöigað stórlega, en góðar upplýsingar eru undirstaða þess, að félagsmenn geti lekið þátt í samvinnustarfinu. Sérstakar fræðslunefndir starfa einnig í sumum kaupfélögum - og á næstunni verður reynt að koma á fól slíkum nefndum í öllum kaupfélögum lands- ins. ♦ Hinn 11. október síðastliðinn var haldinn í Reykja- vík fundur félagsmálafulllrúa og fulltrúa fræðslunefnda kaupfélaganna. Fundinn sóttu rúmlega tuttugu manns hvaðanæva af landinu, þar á nteðal starfandi félagsmálafulltrúar hjá kaupfélögunum, fulltrúar frá fræðslunefndum allmargra kaupfélaga, og nokkrir af starfsmönnum Skipulags- og fræðsludeildar Sambandsins. Umræðuefni á fundinum voru mörg, en m.a. var fjallað þar um hlutverk og starf fræðslunefnda, starfs- lýsingar og starfsreglur fyrir félagsmálafulltrúa og fræðslunefndir, um fyrifliggjandi fræðsluefni um sam- vinnumál. og líka var rætt sérstaklega um hlutverk hinnar nýju stefnuskrár samvinnuhreyfingarinnar í fræðslustarfínu. Þá var einnig fjallað um sameiginleg höfuðviðfangsefni í fræðslumálum hjá kaupfélögunum, 33

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.