Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 8
^Samvinnan heimsækir Kaupfélag Hafnfirðinga Aðilar innan samvinnuhreyfingar- innar bundust samtökum og hjálpuðu okkur að reisa þetta stóra hús... Þokast jafnt og þétt í rétta átt Flestum sem ég ráðfærði mig við leist lteldur illa á þetta nýja starf sem ég var beðinn um að takast á hendur. Og ég vissi vel, að það yrði erfitt. Samt langaði mig til að spreyta mig á því. Og ég sé ekki eftir að hafa látið tilleiðast. Starfið hefur þegar borið meiri árangur en ég þorði að vona í upphafi, og jafnt og þétt hefur tekist að þoka málum Kaupfélags Hafnfirðinga í rétta átt. . . Þannig fórust Erni Ingólfssyni kaupfélagsstjóra orð, þegar Samvinnan heimsótti hann á skrifstofu hans að Strandgðtu 28 og spjallaði við hann stundarkorn. Það var á októberdegi, þegar vetur var enn ekki genginn í garð og haustið skartaði fögru litskrúði í Hafnarfirði. Kaupfélag Hafnfirðinga hefur átt vel- gengni að fagna undanfarin ár, en áður en vikið var að málefnum þess, var Örn beðinn um að segja svolítið frá sjálfum sér: • Verslunarstjóri hjá KRON Eg er fæddur í Reykjavík hinn 30. ágúst árið 1940. Foreldrar mínir eru Ingólfur Guðmundsson bakarameistari og Þórey Sigurðardóttir. Eg lauk prófi frá Samvinnuskólanum að Bifröst 1959 og hóf síðan starf hjá KRON, en kaupfélagsstjóri þess var þá Kjartan heitinn Sæmundsson. Eg var fyrst versl- unarstjóri í matvörubúð KRON við Dunhaga, en sumarið 1960 brá ég mér til Kaupmannahafnar og var þar við nám og starf hjá dönskum samvinnu- mönnum. Frá hausti 1961 sá ég um matvöruverslun KRON við Skólavörðu- stíg, en tók við stjórn verslunarinnar Liv- erpool í nóvember 1963. Við opnun vöruhússins DOMUS við Laugaveg í des- ember 1970 varð ég verslunarstjóri þar og gegndi því starfi þar til ég tók við kaupfélagsstjórastarfinu hér í apríl 1978. Kona mín er Gerður Baldursdótt- ir og við eigum fjögur börn. Hve gamalt er Kaupfélag Hafnfirðinga? Það er farið að nálgasl fertugsaldur- inn. Það var stofnað 11. október 1945 og var áður deild í KRON. Fyrstu stjórnina skipuðu Ólafur Þ. Kristjánsson formaður, Óskar Jónsson, Guðjón Gunnarsson, Þórður Þórðarson og Guðjón Guðjónsson. Fyrsti kaupfélags- stjóri var Guðmundur Sveinsson, en hann lést árið 1947. Þá tók við kaupfé- lagsstjórninni Ragnar Pétursson, sem gegndi því starfi síðan samfleytt í tæpa þrjá áratugi við góðan orðstír. Ragnar lét af störfum 31. mars 1976, og síðan gegndi Bogi Þórðarson kaupfélags- stjórastarfmu skamman tíma, þar til ég tók við því. Núverandi stjórn kaupfélagsins skipa Hörður Zóphaníasson formaður, Hörð- ur Vilhjálmsson, Yngvi Rafn Baldvins- son, Kristinn Guðnason og Sigurður Sigurjónsson. • Verslunarmiðstöð í Miðvangi Þegar árið 1978 var hafist handa um byggingu nýs 1400 fermetra verslunar- húss í Miðvangi, á lóð sem kaupfélagið átti. Þetta var fjárfrekt verkefni, og okk- ur hefði ekki tekist að leysa það, ef sam- vinnuhreyfingin hefði ekki stutt okkur dyggilega. Húseignin var byggð í sam- einingu af Kaupfélagi Hafnfirðinga, Sambandinu, Samvinnutryggingum, Olíufélaginu og Regin. Þessir aðilar bundust samtökum og stofnuðu Mið- vang sf. til þess að byggja þetta myndar- lega hús. Verslunina sem slíka rekur hins vegar Kaupfélag Hafnfirðinga eingöngu og greiðir húsaleigu til þessa félags, Miðvangs sf. Byggingarsaga Miðvangs er ekki löng. Hún hefst 1978, þegar undirstöður eru steyptar; það er byrjað að slá upp fyrir húsinu í júní 1979 — og verslunin er síðan opnuð 31. júlí 1980. Það tók því ekki nema rúmt ár að byggja húsið og koma stórmarkaðnum á laggirnar, sent telst ekki langur tími á íslenskan mælikvarða. Eg fór utan til Svíþjóðar og Danmerk- ur ásamt ntönnum frá Teiknistofu og Skipulagsdeild Sambandsins. Við skoð- uðum þar sambærilegar verslanir með Aðalsetur Kaupfélags Hafnfirðinga er að Strandgötu 28. 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.