Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.10.1982, Blaðsíða 43
Afraksturinn af öllum þessum störfum kemur hvergi fram í hagskýrslum, enda eru heimilisstörfin ólaunuð. Þar sem börn eru á aldrinum 7—18 ára verja heimilismenn samtals um 7'/2 klst. daglega til heimilisstarfa. Börnin sinntu einungis að mjög litlu leyti þess- um störfum, að jafnaði 10—15 mínútum á dag. Um það bil helmingurinn af börnunum tóku aldrei eða sama sem aldrei þátt í heimilisstörfunum. • Eru heimilisstörfin vanmetin? Að sjálfsögðu er ekki unnt að draga víðtækar ályktanir af slíkri könnun en óneitanlega gefur hún tilefni til nýrra spurninga. Hvers virði eru þau störf sem menn nota svo mikinn tíma til að inna af hendi? Á heimilinu fer fram alls konar framleiðsla, og þar að auki er þeim hlutum sem menn eiga haldið við á ýmsan hátt. Ekki síst vinna menn þar að flóknum og mikilvægum félags- heilbrigðis- og uppeldisstörfum sem ekki var minnst á í umræddri könnun. Afraksturinn af öllum þessum störf- um kemur hvergi fram í hagskýrslum enda eru heimilisstörfm ólaunuð. Senni- lega er það ein ástæðan fyrir því, að þau eru oft vanmetin enda þótt flestir séu sammála um að heimilisstörfm ráða miklu um afkomu og vellíðan manna. En hvaða áhrif hafa breytingar og nýjungar í framleiðslunni sem fram fara utan heimilis á þau störf sem unnin eru á heimilunum? Hvað gerist í raun þegar ný framleiðsla er hafrn eða ný þjónustu- grein er í boði á markaðnum? Er kom- inn tími til að huga að nýrri verka- skiptingu í þjóðfélaginu og taka meira tillit til þeirra mismunandi hlutverka sem menn gegna á æviskeiðinu? ♦ Heimildarrit: Svenska folkets tidsanvándning 1981, Sam- mandragaf ien undersökningavtidsátgðngenförolikahemar- betsaktiviteter. (Sv.f tids. 1981 )—Skýrslakvennaársnefndar gefin út af forscetisráðuneytinu 1977. (Sk. kvennaársn. 1977).—Tekiöskalfram, að n okkra r upplýsinga rum heimilis- störf á Islandi er að finna í „Könnun á jafnréttismálum í Garðabœ, Hafnarfirði, Kópavogi og Neskaupstað", sem gerð varafÞorbirniBroddasyniogKristniKarlssyni,ogennfremur í skýrslunni „JaJhréttiskönnun í Reykjavík 1980—1981", sem Kristinn Karlssongerði. Síðari skýrslan hefurnýlega verið Jjölrituð. 3 cr þ; C CC Vi o H o C. c [O f' 3 ~ e O: > * ÍT 7T- C sr 3 r C SP b 3 ' k í' i cc > s W w ’ 3 1 öi 1] 83 v 1 % -■ £■ & s S a s o & s s t

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.