Neisti - 01.12.1965, Qupperneq 12

Neisti - 01.12.1965, Qupperneq 12
Nú er blaðið okkar orðið svo virðulegt, að ritstjóra þess, alls óverðugum sem einstaklingi, er boðið 1 aðrar heimsálfur. Téður ritstjóri var sem sé á mánaðarferðalagi sl. sumar um Sovétríkin, m.a. til Síberiu. Þetta ferðalag var allt mikið ævintýri, og vil ég hér færa Komsomol beztu þakkir frá mér og Neista. f Érevan 1 Armeniu vorum við á fundi, þar sem hin heimsfrægu hjón Nikolajéf og Tere- skova sögðu frá geimferðum síhum. Ég vil skjóta inn i, að Tereskova er bráðlaglegur kvenmaður og hin eigulegasta f alla staði. Við fórum þess þá á leit við "our great and belovéd leader", þ.e.a.s. farastjórann okk- ar, að Komsomol kæmi einhverjum geim- fara á okkar fund f Moskvu. Þeir urðu við beiðni okkar, og völdu ekki menn af verri tdanum: Aleksei Leonof, þann er fyrstur ^Krapp f spássertúr f geimnum, og Pavel Beljaéf, stjórnanda geimfarsins, Voskhod 2. Viðtalið átti sér stað f Hótel Júnost, stóð f tvo tfma og frá þvf var sjónvarpað f frétta- tfma Moskvu-sjónvarpsins. Geimfararnir eru báðir frekar lágvaxnir og þéttir á velli. Beljaéf er alvörugefinn og dökkhærður, Leonof ljóshærður, léttlyndur og grunnt á brosinu. Spyrjendur: Helena Hólta frá Finnlandi, Ingr- id Negárd Andersen frá Noregi, Gunnar Kanstr- up frá Danmörku og Eyvindur Eiríksson frá fslandi. Viðtalið er hér talsvert stytt. Beljaéf: Rannsóknir á himingeimnum með geimferðum manna eru ekki nema 5 ára gaml- ar. A und3n okkur Leonof höfðu margir farið út f geiminn, eins og þið vitið. Okkur var falið það ákveðna verkefni að fara geimferð, þar sem maður stigi f fyrsta skifti út úr geim- fari sfnu út f tómið. Þetta var alveg nýtt f sögunni, og það var margt, sem við vissum ekki fyrír vfst. A afmæli Lenfns, 22. apríl 1964, hófum við undirbúning að flugi okkar. Við vorum f mjög strangri þjálfun f eitt ár. Við æfðum á jörðu niðri allt það, sem fyrir gæti komið og við þyrftum að vera viðbúnir úti f geimnum. f þjálfuninni eru nokkrar deild- ir, þær helztu eru: 1. Læknisfræði- og lffeðlisfræðideild 2. Fræðileg deild 3. Líkamleg þjálfun 4. Sérþjálfun, á þvf sem við áttum að vinna úti f geimnum. Auk þess unnum við með að útbúnaði geimskipsins og prófun á tækjum. 12 Eyv.: Voru einhverjir sérstakir erfiðleikar eða sératriði f sambandi við þjálfun ykkar ? Béljaéf: Nú átti mennskur maður f fyrsta skipti.að reyna algjört þyngdarleysi við raun- verulegar aðstæður, fara út f "opinn geiminn". Geimförum hefur ekki öllum liðið jafn vel f þyngdarleysi, þess vegna var auðvitað sérstök áherzla - lögð á að kanna viðbrögð f þvf ást- andi. Leonof: Við vorum nokkuð undirbúnir, við erum báðir orustuflugmenn og fallhlffarstökks- menn með meira en 100 stökk að baki. Við vissum að ferðin yrði erfið og æfðum sam- kvæmt þvf. Ég skal nefna tölur, ef þið hafið áhuga fyrir tölum. Við höfum hlaupið yfir 25 km og gengið annað eins á skfðum, hjól- að 1500 km. Gunnar : Hvernig eru menn valdir til þjálf- unar ? Béljaéf: Það eru gerðar miklar kröfur til heilsu manna, einnig verður geimfarinn að hafa æðri tæknimenntun. Svo þarf auðvitað að koma til "ást á málefninu". Leonof: Sá, sem uppfyllir þessi skilyrði er f mánaðarskoðun hjá læknum, athugað lík- amlegt og einnig andlegt ástand, að sjálf- sögðu. Ef hann stenzt þessar raunir, kemst hann f hópinn. Eftir það sker þjálfunin úr, og sfðan er það ríkisskipuð nefnd, sem felur einstökum mönnum ákveðin verkeÉni. Helena: Hvað er framundan f geimferðum? Beljaéf: Það er mikið starf framundan. Næstu verkefni eru að tengja saman för úti f geimn- um, sfðan að byggja geimstöðvar. Svo kem- ur röðin að Mánanum, fyrst verður flogið f kringum hann, sfðan lent. Eyv.: Þá kemur sú mikla spurning, hvenær fer fyrsti maðurinn til Mánans? Beljaéf: Það er ekki gott að segja, hvenær fyrsti maðurinn fer til Mánans, en við verð- um áreiðanlega öll vitni að þvf. Eyv.: Þið hljótið að starfa samkvæmt áætlun.

x

Neisti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.