Neisti - 01.12.1965, Síða 13

Neisti - 01.12.1965, Síða 13
Beljaéf: Aætlunin er líf okkar, og lffið bír eitt og annað 1 skauti sér. Hvað varðar okk- ur sjálfa, þá höldum við.áfram þjálfun, og ef okkur verður falið nýtt verkefni, förum við. Gunnar : Hvað um tengjngu flauga úti f gpþp geimnum; lieljaéf: Það vandamál er raunar leyst, bæði fræðilega og eins tæknilega, en það hefur ekki verið framkvæmt enn. Slík tenging er hins vegar næsta verkefni og verður fram- kvæmd f náinni framtfð. Hún hefur geysi mikla þýðingu, þá verður hægt að senda ein- staka hluti, og tengja sfðan saman úti f geimnum. Eyv.: Hvaða áhrif hefur hraðaukning flaug- arinnar f flugtaki á manninn? Beljaéf: Þegar flauginni er skotið, fer hún örhægt af stað, við finnum aðeins hreyfingu og flaugin vaggar. Sfðan eykst hraðinn ört og sú aukning reynir talsvert á líkamann. Leonof: Eftir mestu hraðaaukninguna er eins og maður sé f þægilegri farþegalest, það vaggar notalega allan tfmann. Beljaéf: Þegar kúplað er frá tekur þyngdar- leysið skyndilega við. Og þá getum við far- ið að njóta útsýnisins, það er mikið og fag- i#t. Við höfum þjálfað með tilliti til þessa, við fundum ekki sérlega fyrir hraðaaukning- unni. Það er öllu verra, þegar geimfarið er aftur á leið til jarðar og kemur inn f þéttari loftlög. Gunnar: Hvernig verkar þyngdarleysið, er það þægilegt? Beljaéf: Það atriði er raunar ekki fullrann- sakað enn. Sumir þola þyngdarleysi mjög vel, verða léttir f skapi og hressir, öðrum lfður illa, verða niðurdregnir og þunglyndir. Leonof: Við höfðum búið okkur mjög vel und- ir bæði þessi atriði. Við æfingar verður álagið á líkamann slíkt, að það samsvarar þvf, að maður, sem er 70 kg, verði 840 kgá þyngd. Við æfðum ýmis störf þegar hraðaaukningin var mest, og það gekk vel. Það sannar, að maðurinn er sjálfbjarga f geimferðum sfnum, er alltaf herra farartækis sfns og það hefur auðvitað mikla þýðingu. Helena: Er fallegt úti f geimnum? Beljaéf: Ég vil ekki segja að sjálfur himin- geimurinn sé fallegur, en Jörðin okkar er fögur utan úr geimnum að sjá. Eyv.: Mig langar að snúa að öðru. Taka sovézkir vfsindamenn tillit til geimferða Ameríkumanna f sfnum áætlunum? Getur velheppnuð bandarfsk geimferð orðið til þess, að þið breytið ykkar áætlun, takið t. d. næsta skref fyrr en ráðgert var? Beljaéf: Öllum er ljóst, að það erum ekki við, sem fylgjum Bandarikjamönnum eftir, þeir feta f fótspor okkar. Flug okkar gerði þeim tvfmælalaust fært að hraða sinni vel- heppnuðu ferð. Flug hinna amerfsku starfs- bræðra okkar var mikið afrek, og það mun líka koma okkur til góða. Leonof: já, sérstaklega ef þeir vildu hafa samband við okkur. - Þeir voru fyrr á ferð- inni en áætlað var, þeir ætluðu ekki að stfga út úr geimfarinu á þessu ári, geimfarinn átti aðeins að stinga út annari hendinni. Þeir höfðu fram að þessu ekki viljað nota sér reynzlu okkar, og héldu lengi vel áfram með þessi geimhopp sfn, sem voru algerlega einskis virði. Við urðum undrandi nú sfðast yfir, að þeir skyldu hafa dregið lærdóm af okkar ferð. Eyv.: Vesturlandapressan lagði á það mikla áherzlu, að amrfski geimfarinn, White, hefði notað svokallaðar gaspfstólur til að stýra sér með. Það var talið mikið vfsindaafrek, að White hefði getað stýrt sér, en Leonof hefði flotið stjórnlaust f geimnum. Hvað segið þið um það. Beljaéf: Það er ekkert vandamál að stýra sér. Við höfum líka þessar gaspfstólur, þetta er mjög einfalt verkfæri. Astæðan til þess, ‘að við notuðum það ekki, var fyrst og fremst- sú, að okkar ferð var sú fyrsta sinnar tegund- ar, og annað sem skifti máli. Leonof: Við höfum notað þessar pfstólur f sambandi við þjálfun okkar. Okkar tilgangur var að koma manni út úr farinu, rannsaka áhrif þyngdarleysis á hann, o. fl. Beljaéf: Þetta er mjög frumstætt tæki, það hefur verið þekkt lengi. Eyv.: Er þá ykkar skoðun, að þetta sé áróð- ursbragð hjá Amríkumönnum, þeir hafi not- að tækið fyrst og fremst f pólitfzkum tilgangi? Beljaéf: Eins og ég sagði áðan, þá er þetta mjög einfalt tæki. Afrek Amríkumannanna er fólgið f þvf, að maður steig út, og að stýra geimskipinu. Notkun pfstólunnar er hvorki þýðingarmikið né " interessant" . Leonof: Það var margt líkt með flugi Banda- ríkjamannanna og okkar ferð. Hins vegar var margt ólíkt. Okkar geimskip hafði loku- kerfi, þ. e. sérstakan útgönguklefa, sem ég notaði til að fara út, en þeir af-hermetiser- uðu sitt geimfar, opnuðu sjálft geimfarið. Lokan er mjög flókið tæki og mikið vfsinda- afrek. f framtfðinni munu menn oft stfga út úr förum sfnum, ef opna á farið sjálft f hvert skipti, mun það reynast varasamt fyrir tæki geimfarsins. Þegar þeir ætluðu að opna farið f annað skipti, var það ekki hægt. Beljaéf: Við vorum f 500 km hæð þegar 13

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.