Neisti - 01.12.1965, Blaðsíða 11

Neisti - 01.12.1965, Blaðsíða 11
arheildarinnar verður reynt að tryggja með þvi að sjá svo um, að hvert einstakt fyrirtæki hafi sjálft hag af að virða þá. Innan þessa ákveðna ramma ( hversu breiður hann verður, er enn ekki fullljóst) verða þvi áhrif ríkis— valdsins á efnahagslffið fyrst og ffemst óbein, reynt verður að nota efnalega hagsmuni hverr- ar framleiðslueiningar sem millilið. f sem stytztu máli sagt, „ ökonomiskur " áætlunar- búskapur kemur f stað " administratff ". ' Hvað snertir einstakar ráðstafanir, sem gerðar verða f sambandi við framkvæmd hins nýja kerfis, ber fyrst að geta þess, að eftirleiðis mun sú fjárupphæð, sem hvert einstakt fyrir— tæki getur varið til fjárfestingar og launa- . greiðslu, ekki verða komin undir þvf, hversu vel það uppfyllir kröfur áætlunarinnar, heldur undxr brúttótekjum fyrirtækisins sjálfs. Þetta á að tryggja það, að ekki einungis stjórn fyrirtækisins, heldur og verkamenn, hafi hag af áþreifanlegum framförum og ekki aðeins formlegri uppfyllingu áætlunarinnar, þannig að fyrirtækin leitist nú ekki lengur við að setja markið sem lægst, eins og hingað til. f öðru lagi hljóta lögmál markaðsins, sam- spil framboðs og eftirspurnar, að öðlast miklu meira svigrúm en áður, og verður nú reynt að hagnýta þau f þágu áætlunarbúskaparins, f stað þess að takmarka verkanir þeirra eftir fremsta megni, eins og hingað til. f þessum tilgangi verður afnumið fast verðlag á mörg- um vörutegundum ( hversu vfðtæk sú ráðstöf- un verður er erfitt að segja : þó er ljóst, að hún mun t.d. ekki ná til mikilvægustu hráefna, ennfremur verður ákveðið hámarksverð á mörgum vörum ), þannig að markaðsverðið getur lagað sig eftir framboði og eftirspurn og hvert fyrirtæki hafi beinan hag af að laga framleiðslu sfna að þörfum þjóðfélagsins. Þetta felur auðvitað f sér afneitun þeirrar kreddu, að áætlunarbúskapur og lögmál markaðsins séu ósættanlegar andstæður, svo og annarrar nátengdrar, sem sé að vörufram- leiðslaá núverandi þróunarstigi sósíalismans byggist eingöngu á þvf, að ekki hafa enn verið þjóðnýttar allar greinar þjóðarbúskapar- ins. Augljóst er, að hið nýja kerfi mun f mikilvæg- um atriðum líkjast þvf, sem verið hefur rikjandi f Júgóslávfu f meira en áratug og reyndar virðist svo, sem samskonar breytinga sé að vænta f öðrum Austur-Evrópulöndum ; auk Sovét- ríkjanna er þar fyrst og fremst um þýzka alþýðulýðveldið og Búlgarfu að ræða. 1 Póllandi voru ráðstafanir í svipaða átt gerð- ar fyrir alllöngu sfðan. Það orkar varla tvfmælis, að hér er um skref f rétta átt að ræða, og önnur leið var varla fær. Hins vegar væri rangt að gera sér of miklar vonir um skjótar framfarir, og ber margt til þess. Skal hér reynt að benda á hið helzta. f fyrsta lagi koma umbæturnar allt of seint. Kerfið, sem mótað var f Sovétríkjunum á millistríðsárunum og tekið gagnrýnilaust upp af öllum alþýðulýðveldunum eftir strfðið, átti tæplega nokkurn rétt á sér f Tékkósló- vakfu. Það var miðað við aðstæður vanþró- aðs lands, sem þurfti að einbeita öllum sfnum kröftum að skjótri lausn fárra megin- verkefna og gat hagnýtt til þess f stórum stíl ónotaðar auðlindir og vinnuafl. Sterkt miðstjórnarvald var þvf bæði brýn nauðsyn og auðvelt f framkvæmd. - Aðstæður f Tékkóslóvakfu voru gerólíkar og hefði þvf frá upphafi verið þörf sveigjanlegra kerfis. Tjónið, sem hlotizt hefur af seinlæti stjórn- arvaldanna til umbóta, er umfangsmeira en svo, að nýja kerfið ráði bót á þvf á skömmum ti'ma. - Af umræddri töf má enn- fremur draga þá ályktun, að sterk öfl standi gegn öllum róttækum breytingum, og svo lengi sem ekki verða meiri háttar breyting- ar á viðkomandi stöðum, er hætt við að sú mótspyrna haldi áfram. f öðru lagi : Auk þeirra erfiðleika, sem nú hafa verið taldir og snerta einkum framkvæmdaratriði, fær það ekki dulizt, að sjálft hið nýja kerfi fel- ur f sér alvarlega veikleika. f stuttu máli virðast þeir fólgnir f þvf, að ekki hafa verið dregnir af reynslu Júgoslava allir þeir lær- dómar, sem hún gefur tilefni til. Tekin hefur verið upp að nokkru leyti samþætting áætlunar og markaðs, sem Júgóslavar gerðu fyrstir tilraunir með, en hin hliðin á júgó- slavneska kerfinu, sem bezt hefur komið fram f verkamannaráðunum, var vanrækt. Og enda þótt fjarri sanni væri, að Júgóslav- ar hafi fundið endanlega lausn á vandamál- um sósfalfsks áætlunarbúskapar, ber að við- urkenna, að þeir hafa að minnsta kosti gert sér fyllri grein fyrir þeim en aðrir. Einmitt alhliða skilningur á viðkomandi vandamál- um er það, sem virðist vanta f umbótatil- raunirnar bæði f Tékkóslóvaki'u og annars staðar. Akvörðun launa f samræmi við brúttótekjur hvers fyrirtaekis á að tryggja það, að verkamenn hafi hag af sem beztum framleiðsluárangri. Hins vegar hefur ekki verið minnzt á að skapa þyrfti félagsleg og pólftfsk skilyrði til að þeir geti haft raun- veruleg áhrif á stjórn fyrirtækjanna, þ.e. að þörf væri hér á einhverju f líkingu við júgó- NBSIT slavnesku verkamannaráðin ; né heldur, að eigi ráðstafanir f þá átt að bera einhvern árangur, er þörf vfðtækra breytinga á öll- um sviðum þjóðfélagsins - meira lýðræðis f flokknum o. s. frv. Vandamál þau, - fyrst og fremst efna- hagsleg - sem flestöll ríkin f Austur- Evrópu eiga nú við að strfða ( hvað snertir alþýðulýðveldin f Asfu, eru aðstæður þar allt aðrar og annars konar vandamál efst á baugi) virðast alls staðar sama eðlis og tvenns konar lausn á þeim möguleg : ann- ars vegar hin teknokratíska, þ.e. reynt er að leysa vandamálin ofan frá, án virkrar þátttöku alþýðunnar, innan ramma hag- kerfisina eins og án grundvallarbreytinga á þjóðfélaginu sem heild ; hins vegar hin demókratfska, sem mundi krefjast stór- aukins áhrifavalds vinnandi stétta og rót- tækra breytinga f lýðræðisátt. Enda þótt fyrri lausnin muni vfðast hvar meira að skapi stjórnarvalda og geti sennilega fyrst f stað borið áþreifanlegri árangur, er það, þegar til lengdar lætur, aðeins hin sfðari, sem er fær um að tryggja varanlegar fram- farir f sósfalfskum anda. ★ ★ ★ 11

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.