Neisti - 01.12.1965, Blaðsíða 23

Neisti - 01.12.1965, Blaðsíða 23
ALYKTDN SAM6ANDSSTJ0RNAR UM ÆSKULYÐSMÁL fslenzkri æsku er enginn akkur að þvf að við- halda ríkjandi þjóðfélagsháttum. Hún hlýtur að vera andstæð þvf þjóðfélagi, sem hefur það markmíð að græða á löngun hennar til starfs og leiks. Hún vill þjóðfélag samvinnu og samstarfs þar sem hver og einn nýtur frum- réttinda til að nýta þann auð, sem hann hefur sjálfur skapað. Vandamál æskunnar eru margvfsleg og flók- in f gróðaþjóðfélaginu en einfaldari og auð- leystari fþjóðfe'lagi samhjálpar. Æskan f dreifbýlinu á við önnur vandamal að etja en æskan f Reykjavík og þéttbýlinu, Þar er æskan hvorki f jafn ríkum mæli leiksoppur þeirra þjóðfélagsafla og einstaklinga, sem glatað hafa trúnni á sjálfstæða tilveru þjóð- arinnar, né þeirrar gróðahyggju sem er að verða eitt höfuðeinkenni okkar tfma. Þar er hernámssjónvarp enn óþekkt og hernámssið- gæðis gætir ekki eins. Þrátt fyrir þetta á æska landsins við mörg sameiginleg vandamál að strfða. Langur vinnu- tfmi sviptir æskuna möguleikum á ástundun heilbrigðrar tómstundastarfsemi. Sfvaxandi dýrtfð torveldar aðstöðu æskunnar til fram- haldsnáms innanlands sem utan. Ungu fólki er gert ókleift að koma þaki yfir höfuðið vegna okurs húsabraskara og vaxandi dýrtfðar. Hér er róttækra úrbóta þörf. Æskan þarf að samstilla krafta sfna til að knýja fram nauð- synlegar endurbætur. Æskulýðsfylkingin er reiðubúin til samstarfs við öll þau félagssam- tök ungs fólks, sem vilja vinna að úrbótum á raunhæfum grundvelli. Sambandsstjórn Æskulýðsíylkingarinnar -Sam- band ungra sósfalista - ályktar á fundi sfnum f september 1965 : l að f stað þess að skemmtanaþörf æsku- lýðsins sé höfð að markaðsvöru verði að skapa skilyrði til ástundunar heilbrigðrar tómstunda- starfsemi. Verði félagsheimilin betur nýtt æsk- unni f vil og brennivfnshofum breytt f æskulýðs- hallir. að skora á þingflokk Alþýðubandalagsins að beita sér fyrir þvf, að sett verði strax á næsta alþingi lög um vinnuvernd barna og ungmenna. Fundurinn vftir það sinnuleysi ríkisstjórnarinnar að láta ofangreint frumvarp ekki ná fram að ganga á alþingi sl. vetur. Fundurinn bendir á, að vaxandi vinnuþrældómur gerir æskunni æ torveldara að njóta sumarleyfa, menntunar og eðlilegra tómstunda. að banna verði þegar f stað rekstur banda- rfsku sjónvarps- og útvarpsstöðvarinnar á Kefla- víkurflugvelli. Hin skaðvænlegu áhrif sjónvarps- giáps koma æ dtýrar f ljós fþjóðlffinu á þétt- býlasta hluta landsins og ekki hvað sfzt á með- al æskunnar. Börnin apa eftir villimennskunni f sjónvarpinu og hinir eldri iðka fjárdrátt og fjársvikastarfsemi að fyrirmynd útvarða auð- valdsins f vestri. Það er eindregin krafa Æsku- lýðsfylkingarinnar að þegar f stað verði komið f veg fyrir þetta ófremdarástand með þvf að vfsa Hérnum úr landi. 4 að fræðslukerfið verði endurskoðað strax frá grunni með tilliti til breyttra þjóðfélags- og atvinnuhátta. Taka verður upp námslaun f öllum framhaldsskólum til að öllum gefist kostur á að stunda það nám, sem hugur stend- ur til. Sjá verður sveitaæskunni fyrir sömu að- stöðu til náms og börnum og unglingum fkaup- stöðum með þvf að veita henni ókeypis vist f barna- og unglingaskólum. Aðeins á þennan ofangreinda máta er unnt að tryggja fullt efnahagslegt jafnrétti æskulýðsins til mennt- unar, ÆF skorar á þingflokk Alþýðubandalags- ins að beita sér fyrir slikum breytingum á fræðslulöggjöfinni hið allra fyrsta. 6 að ÆSf verði að efla starfsemi sfna á innanlandsvettvangi og lýsir ÆF stuðningi sfnum við hvers konar jákvæða hreyfingu f þá átt. ÆF hvetur jafnframt til aukinna samskipta ÆSf við erlend æskulýðssamtök hvar sem er f heiminum og fagnar hinni breiðu samfylkingu allrar félagsbundinnar æsku um herferðina gegn hungri og f mannréttindamálum. Jafnframt beinir sambandsstjórnin þeim tilmælum til fulltrúa Alþýðubandalagsins f sveitastjórnum og á alþingi, að barnaheimili verði reist f stórum stíl svo stúlkur, ekki sfður en piltar, geti lagt stund á hverskyns nám. að hraða beri setningu löggjafar um æsku- lýðsmál þar sem tryggður sé nægur fjárstuðn- ingur ríkis og sveitarfélaga við félagssamtök æskunnar. Skorar fundurinn á fulltrúa Alþýðu- bandalagsins á alþingi að sjá um að lagafrum- varp um þessi mál fái sem skjótasta og vand- aðasta meðferð alþingis. að skora á þingflokk Alþýðubandalags- ins að sjá svo um, að breytingartillögur iðn- nemasambandsþings við frumvarp til laga um iðnfræðslu nái fram að ganga, og beiti sér jafnframt fyrir þvf að frumvarpið fái að öðru loyti sem skjótasta og vandaðasta afgreiðslu. \

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.