Neisti - 01.12.1965, Blaðsíða 15

Neisti - 01.12.1965, Blaðsíða 15
BÆKUR Nú í sumar og haust eru ýmis teikn á lofti í bókmenntum a voru landi. Menn beina augum aftur að skáldsögunni. Og ekki bara skáld- sögu, heldur þjóðfélagslegri skáldsögu. Marga er farið að óra fyrir því, að gera þurfi mönnum ljós þau sannindi, að til _.é nokkuð, sem heitir mannleg veröld, mannleg barátta, að listir eigi skylt við fleira en skýjaheima og þrugl vun mannúðarstefnu. Að ekki séu afgreidd mannleg vandamál þó ungur maður komist á navígasjónsskóla í hen í Amríku. I myndlist standa vonir til, að menn taki senn að gefast up á að punta veggi góðborgara og sjái, að í heiminum býr mannesv’ Nú er einnig gullvægt tækifæri fyrir músikanta íslenzka að fleygja !e c- araskapnum og fiffinu, verða stórir af sjálfum sér og íslenzku^ cón. Leikrit Magnúsar Jónssonar vakti verðskuldaða athyrHi, þó broddar íslenzkra menntamála og útvarps höfnuðu því í Þjoðieikhúsið. Leikritinu "Minkarnir"eftir Erling Halldórsson hæla þeir, sem lesið hafa, þó Leikfélag Reykjavíkur hafnaði því til flutnings. Jón frá Pálm- holti sendir frá sér róttæka bók, Jakobína Sigurðardóttir skrifar góða skáldsögu, Ingimar Erlendur Sigurðsson gefur út sína ádeilusögu. Dagur Sigurðarson reisir Níðstöng hina meiri. Og ekki er allt talið. Einnig er skylt að geta bókar Baldurs Ragnari sonar, "Mál og málnot- kun", sem íslenzkumenn lofa mjög, enda ótvírætt tímamótaverk, þó á öðru sviði sé. Okkur grunar komandi eldsumbrot, þó enn sjáist vart nema reykurinn. Neisti vill hér kynna lesendum sínum nokkuð af‘því, sem út hefur komið. Því miður vannst ekki tími til að rita umsögn um "Borgarlíf" Ingimars Erlendar, en úr því ætlum við að bæta þó síðar verði. Sama gildir um merkar þýðingar Geirs Kristjánssonar á ljóð- um hins mikla byltingarskálds Majakovskís, "Ský í buxum. " Við höf- um hug á að kynna Majakovskí hér í blaðinu í náinni framtíð, enda kominn tími til. E.P.E. ORGELSMIÐJAN eftir Jón frá Pálmholti. 160 bls. Helgafell gaf út. jón frá Pálmholti er þegar þekkt ljóðskáld. Hann hefur alltaf verið heill f sfnum skáld- skap og 1 sfnum skoðunum, og hann gengur einnig heill til verks f þessari fyrstu skáld- sögu sinni. Um eiginlega sögu er f rauninni ekki að ræða, öllu heldur meira eða minna sjálfstæða þætti, er vfða bera þvf vitni, að hér hefur ljóðskáld um vélt. Ungt skáld, Hann, er tekið fast fyrir að ganga illa til fara á almannafæri, auk þess er hann svangur. Það er ljótt að vera svangur og ljótt að vera skáld. "Það þarf að binda hendur manna, segja yfirvöldin. - Og reyra raddbönd þeirra." Feiti maðurinn með rottuandlitið yfirheyrir hann á stöðinni. "Af hverju er gat á buxunum yðar ?”Það" getur falizt fþessu beinmóðgun við þjóðskipulagið". Þarna stakk Jón á stóru kýli. Peningaþjóðfélagið, sem þykist vera einhverskonar "velferðarrfki" neit- ar tilveru fátæktar og erfiðleika hjá sér. fsl- enzk ríkisstjórn neitar líka, að A-Þýzkaland sé til, að Kfna sé til. "Af hverju getið þið ekki ort eitthvað fallegt, eitthvað hugljúft og þægilegt”. Þannig á •það að vera, hugljúft, það má ekki ýta við ífólki, það færi kannski að hugsa. En menn leiga ekki að hugsa á fslandi f dag, þeir eiga að taka sljóir við tuggunni, sem að þeim er rétt og láta mjólka sig morgun, kvölds og miðjan dag. Skáldið með gatið á hnénu er sett f pfningar- klefann, pfningarklefa þessa spillta þjóðfél- ags, sem við umberum f dag. Samlíkingin hittir. Við erum öll pfnd, við engjumst og afskræmumst, unz við verðum andlegir og jafnvel líkamlegir öryrkjar. Flestum er kennt að sætta sig við klefann, það er ennþá verra f Rússlandi eða f Kfna. f öngviti pyntinganna reikar hugur Hans vfða um heim. Allsstaðar mundar höfundur mál- ina og stingur f pestarkýlin, ósmeykur. Ég hefði að vfsu kosið, að þessi bók væri beitt- ari, ekki hefði veitt af biturlegri skálm, sem ristir gullbronsað skinnið ofan af svo ó- þverrinn lægi ber fyrir *lla að skoða. Hann hittir marga, þar á meðal Krist og Andskotann. Ævisaga Krists er hér sögð frá nýju sjónarmiði. ”Ég hataði vinnuna á verk- stæðinu og þráði skáldskapinn. - Þá var það, sem ég fór út á Eyðimörkina. f minni eigin þjáningu skynjaði ég þjáningaralls mannkyns- , ins". Djöfullinn hefur einnig verið saklaus og ást- fanginn ungur maður. Hann fer líka út á Eyði- mörkina og strfðir við sömu hugmyndir og Kristur, en : ”Ég kaus að hugsa aðeins fyrir sjálfan mig. - Ber ég einhverja ábyrgð á öðr- um?" Nú ræður hann yfir hálfum heiminum, hann er auðvaldið. "Ég hef mikið hlakkað yfir sjónvarpinu. Með þvf er auðvelt að gera heilar þjóðir að algerum hálfvitum. Sjónvarp- ið og vetnissprengjan eru mfn eftirlætisleik- föng. " Þessi samanburður Krists og Andskot- ails er skemmtilega útfærður og um margt snjall. Eitt tema fbókinni er það haf, sem skilur nána fortfð og nútfð Islands. " Nútfðareldinn, 15

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.