Neisti - 01.12.1965, Blaðsíða 21
DÆGURVÍSA
eftir Jakobínu Sigurðardóttur
176 bls. prentuð í Alþýðuprentsm.
CJtvarpið telur íslenzkum húsmæðrum ekki
bjóðandi aðrar bókmenntir, en kjaftasögur
af aumasta tagi. Nú hefur húsmóðir f Mývatns-
sveit sent frá sér skáldsögu, er sannar það, sem
við vissum áður, að mat útvarpsmanna er stór-
undarlegt. Hún Jakobfna Sigurðardóttir er að
vfsu ekki venjuleg húsmóðir né kona yfirleitt.
Hún er kraftaskáldið okkar Hornstrendinga, sú
sem hrakti amerfska flotann burt frá ströndum
þeirrar eyddu byggðar með einu mögnuðu ljóði.
Dægurvfsa gerist á einum degi f einu húsi við
rólega götu f Reykjavík, líklega f Norðurmýr-
inni. Þetta er "kollektfv" saga. Aðalpersóna
er engin sérstök, persónur eru allir íbúar þessa
tveggja hæða húss. Reykvíkingur myndi naum-
ast skrifa svona sögu, og sfzt nú 1965, en sag-
an er reykvfsk að anda.
" Það hafa fallið skúrir meðan bærinn svaf.
Ekki þessar stóru hvolfur, — ofsafengnar eins
og tár ástrfðuheitrar konu, heldur gagnsæjar
skúrir, hlýjar f logninu —. " Þessi upphafsorð
bókarinnar eru að nokkru einkennandi fyrir
söguna. Hún er ekki annáll stórbrotinna átaka,
ekki lýsing á lffi og hugsunum mikilla um-
bótafrömuða, manna híns nýja tfma. Að þvf
leyti er sagan táknræn. Á gruggugum forarpolli
fslenzks þjóðlffs hafa ekki risið neinar haföldur,
aðeins gárar öðru hverju. Það er reyndar trú
mfn, að nú sé hann að hvessa, en tilgangur
þessarar sögu er ekki að boða komandi umbrota-
tfma. Hafi einhver tekið til við að brjótast um
og reyna að skapa merkilega hluti, hefur hann
all staðar runnið á vegg, unz hann gafst upp
eða fylltist neikvæðri fyrirlitningu. Byltingar-
maðurinn f Dægurvfsu, öli, safnar undirskrift-
um undir ávarp friðar og afvopnunar. Viðbrögð
íbúa hússins sýna okkur, að þetta fólk er steinar
f þeim múr, sem hræddum og vesölum ráða-
mönnum þjóðarinnar hefur tekizt að hlaða gegn
skoðanafrelsi. já hugsanafrelsi. óli er á vissan
hátt framandi fheimi bókarinnar, enda kemur
f ljós, að hann gerir ekki byltingu fbráð.
Annars vinn ég suður á Velli á daginn ",
Sagan er þó ekki þjóðfélagsleg f venjulegum
skilningi. Þungamiðja sögunnar er lffið, þar
liggur áherzla höfundar. Lffið, með stórum
staf. Það byltist ekki fram líkt og jökulelfa f
ham, það streymir áfram þungt og óstöðvandi,
breið lygn móða.
'Þetta er það, sem Jakobfna segir okkur, og
hún segir það f nær ótrúlega heilsteyptri og
sterkri frásögn. Lff einstaklingsins.hverfult og
brotgjarnt, þáttur f Lffinu f sinni miklu og
margvfslegu heild. Hún leggur áherzlu á þátt-
töku allra, lifandi vera sem dauðra hluta. Fólk-
ið f húsinu, þessi margliti hópur. Húsið sjálft,
fmynd góðborgarans : " Hvað er varið f að
fljúga ?------Það er grunnurinn, sem gildir ".
Gatan, strætisvagninn: " hann er orðinn þreytt-
ur - - . Hann lætur sér nægja að ræskja sig ör-
Ifrið um leið og hann beygir fyrir hornið — ".
Þrestirnir eru notaðir til undirstrikunar, skamm-
lffir, líkt og ánamaðkarnir, en syngja " þetta
lag, sem er þó varla neitt lag, sömu tónarnir
aftur og aftur : - Lifa - lifa ". Einstaklingurinn
lífnar og deyr, en heildin lifir. " Innan fárra
daga verður lík gamals manns flutt til hinztu
hvflu — . Göngu hans er lokið. Og um sama
leyti mun nýr maður hefja lffsgöngu sfna, —
með gráti og hjartslætti. ”
A innu ieitinu er vamnáttur og skilningsskortur
einstaklinganna gagnvart þessu lffi, sem aldrei
staldrar við, aldrei lftur um öxl. Lfna gerir
uppreisn gegn móður sinni, finnur hvergi til-
gang nema f draumum sfnum, en við kynn-
umst ekki þvf umhverfi, sem veldur, okkur
grunar, en við sjáum ekki Elskendurnir tveir,
sem lýst ér af undraverðu næmi og hlýju, þau
eru " tvö saklaus börn — á óverðskulduðum
flótta. " Og afdrep þeirra á flóttanum " mun
jafnað við jörðu, troðið niður af miskunnar-
lausum fótum." Þetta vitum við að er rétt, en
hverra eru þeir fætur, sem traðka á hamingju
þeirra?
öli er sá eini, sem ekki bregzt þegjandi við
þvf, sem gerist, en hans mið er of langt utan
hins þrönga heims fólksins f húsinu, hann
verður f raun jafn vanmegna og hin.
En Jakobfna setur sér ekki það mark, að leysa
úr spurningu um tilgang eða tilveru mannsins.
Og hún leitar hreint ekki til þess blessaða
guðs almáttugs, sem við höfum dregist með
f bak og fyrir nú um sinn. Einhvern tfma hefði
hún verið kölluð panteisti. Hennar verkefni er
tilveran eins og hún kemur fyrir á ákveðnum
tfma, sem reyndar er að nokkru orðin fortfð,
á ákveðnum stað, en þó f tengslum við heild-
ina, það lff, sem er f raun. " Nei, Kiljan
hefir sagt eitt satt orð, þó hann sé kommún-
isti, sannleikurinn er ekki f bókum. Ekki
nema fyrir þá, sem ekki nenna að lifa " segir
séra Björnólfur. (Reyndar stendur :" sem nenna
að lifa. " en getur naumast átt að vera þannig.)
Kennslukonan, öfundar það lff sem hún ekki
áttaði sig á að lifa meðan tfmi var til, hún er
lesin. " Hún hefir lesið margt og hugsað mik-
ið, hún veit miklu meira um bókmenntir en
margir, sem teljast ffnt fólk — . " Þannig
vefur Jakobfna sinn marglita vef, sem er, en
ekki leitar uppruna sfns.
Kynslóðir bókarinnar eru þrjár. Sú elzta, Ingi-
mundur, heiðarleg og ber virðingu fyrir öllu
lffi, reynd á umbrotasamri æfi, en skilur ekki
samhengi þess, sem yfir hana hefur dunið.
Miðkynslóðin, Svava, grunn og innantóm,
hugsar fbflum og mublum, og elur af sér
ómerkilega listamenn eins og Hidda. Og sú
yngsta, það er hún, sem ber von. Þá von gefur
NHSIT
Ingi, það er ekki tilviljun sú áherzla, sem
höfundur leggur á hann vfða f bókinni. Ég
sakna eldri fulltrúa hans kynslóðar, þeir eru
vissulega til.
Bókin er skrifuð af mikilli kunnáttu, varla
brestur á. Það er þá helzt á bls. 109, móðir
Svövu talar of lengi um eitt og annað áður
en hún segir dóttur sinni frá veikindum og
fyrirsjáanlegum dauða tengdaföður hennar.
Persónulýsingar eru skýrar og óvenjulega
næmar. Jakobfnu lætur jafn vel að sýna
gelgjuóra telpunnar Lfnu og hugarástand verð-
andi föður, og er þó hreint útilokað, að höf-
undur hafi nokkurn tfma staðið f sporum hans.
Svava, frúin f húsinu, er á margan hátt erf-
iðust viðureignar, sakir þess tómahljóðs, sem
bergmálar hvar sem við hana er komið, en
höfundi bregzt ekki.
" Já, maður ætti að hafa frið, frið til að lifa,
frið til að elska, frið til að heyra og sjá og
finna til. Og frið til að deyja.---Það er
gott, að til eru vitrir menn, — sem vilja
láta hana og alla hina mörgu og smáu rfsa
gegn þeim, sem lfta á aðra menn eins og
orma, sem einskisvert sé að traðka f sundur.
— Þegar nógu margir rfsa upp til að eyði-
leggja vopnin, verður það gert. Og þegar það
hefir verið gert, þegar ótti og tortryggni vofa
ekki lengur yfir, þá - þá hljóta menn að hætta
að horfa hver á annan eins og orma, fædda og
ófædda."
Þannig hugsar Asa, móðir litla föðurlausa
Ogga, sfðast fbókinni. Og þetta eiru lokaorð
Jakobfnu til okkar.
Dægurvfsa er ein af beztu skáldsögum, sem
fram hafa komið f mörg ár, og þarf ég þá
ekki að miða við " kellingabækur". Jakobfna
Sigurðardóttir á margan óð f sfnum seið. Hún
er mikil galdrakona.
Eyvindur Eiríksson.
PÆ6IIRVISA
DÆ6URVÍSA
_ *
21