Neisti - 23.04.1978, Blaðsíða 8

Neisti - 23.04.1978, Blaðsíða 8
NEISTI -i.tbl 1978 ■' 8 verkalýðsmál VERKALÝDSPÚLITÍK FYLKINGARINNAR POLITISK VERKEFNI VERKALYÐSHREYFINGARINNAR Fyrir utan A 1 þ i n g i s h ú s i ð í B S R B - v e r kf a 11 i n u f haust. r dag 1. mai - alþjóðlegan baráttudag verkalýðsins - leyf- um við okkur þann munað að hífa okkur örlitið upp á hærra "plan" og taka til umfjöllunar verkalýðsmálapólitik Fylking- arinnar 1 viðu pólitisku sam- hengi. Hve.rt er raunverulegt pólitiskt viðmið þeirra krafna sem við höfum sifellt verið að hamra á hér á síðum Neista og innan verkalýðs- hreyfingarinnar? Hvernig tengjast þær stjórnlistarlegu markmiði okkar - hinni sós- íalisku byltingu og uppbygg- ingu sósí'alisks þjóðfélags? Og hver eru pólitisk verkefni verkalýðshreyfingarinnar nú í ljósi þess ? LÝÐRÆÐISKRÖFUR FBK OG SÖSfALISMINN Sá sósíalismi sem við stefn- um að grundvallast í stórum dráttum á því að verkalýðs- stéttin sjálf stjórni efnahags- lifinu ot* framvindu þjoðfel- a^sins í gegnum smar eigin lyðræðislegu valdastofnanir. M. o. ö. verkalyðsstettin byggir upp eigin skipulags- tæki, sem eru samræmd og miðstýrð og ná til þjoðfél- agsins alls, og á þeirri sjálf- skipulagningu stéttarinnar hvila hornsteinar þess verka- lýðsríkis sem við stefnum að. Þessar valdastofnanir eru lýðræðislega uppbyggðar-; þar geta hin pólitísku samtök verkalýðsstéttarinnar lagt stefnu sina undir dóm stéttar- innar og barist á lýðræðisleg- an hátt fyrir henni. Það eru umrædd skipulagstæki sem eru handhafar hins stéttar lega og pólitfska valds, en ekki ákveðnir flokkar, einn eða fleiri. Slíkt virkt lýðræði köllum við öreigalýðræði. -Að slíku lýðræði stefnumvið, enda er það grundvöllur þess sós- íalisma er við stefnum að. Hér viljum við taka undir orð Lenins, að markmið okkar er að "sérhver eldabuska þurfi að vera fær um að taka þátt í stjórnun ríkisins." Ef við nú tökum verkalýðs- málastefnu Fylkingarinnar eins og hun kemur fyrir, hvernig tengist hún þessu markmiði? Er þetta ekki bara innantóm slagorð í til— efni 1. mai? T stórum dráttum gengur verkalýðsmálastefna FBK út frá þeirri meginforsendu, að auka virkni og sjálfstætt frumkvæði stéttarinnar f þeirri dægurbaráttu sem fram fer hverju sinni. í þessu samhengi höfum við stöðugt hamrað á margvis- legum kröfum um aukið lýð - ræði innan verkalýðshreyf- ingarinnar - aukna upplýsinga- miðlun og innsýn stéttarinnar í eigin hagsmunamál. Við höf*- um stöðugt hamrað á því og krafist að leyndin yfir samn- ingsgerð verkalýðshreyfing- arinnar verði afnumin og sett fram kröfuna um opna samn- ingafundi. Við höfum si og æ ítrekað kröfur um að hafið verði öflugt uppfræðslustarf innan verkalýðshreyfingarinn- ar, aukinn blaðakost á vegum verkalýðsfélaganna, aukna fundastarfsemi, tiðari félags- fundi o. sv. fr. Siðast en ekki sist, höfum við krafist þess að hinir pólitfsku straumar meðal verkalýðs stéttarinnar seu jafn réttháir bæði f stofn- unum hreyfingarinnar, blaða- kosti og á fundum. Eins og ástandið er í dag þá miðast þessar kröfur við það að fóstra upp þann kjarna verkafolks sem í dag kemur á einhvern hátt nálægt verkalýðs- félögunum og starfi þeirra. Hér er um að ræða trúnaðar- menn á vinnustöðum, stjórn- arfólk úr hinum ýmsu verka- lýðsfélögum og það verkafólk sem tekur virkan þátt í verkfallsrekstri hverju sinni. Þessum kjarna þarf að skapa fyllstu möguleika til að skóla sjálfan sig, svo hann geti breitt út virkni sina, þekkingu og barattuanda meðal breiðari hóps stéttarinnar, eflt sam- kennd þessa fólks og stéttar- vitund. Þessi kjarni sem er tiltölulega áhugasamt fólk, nýtur lítillar almennrar upp- fræðslu hva ð varðar bráðnauð- synlega hluti. Við getum tekið dæmi eins og nauðsyn þess að hafa sæmilegt inngrip í frum- skóg gildandi kjarasamninga, stjórnunarstörf og rekstur verkalýðsfélaganna, störf trún- aðarmanna, skipulagslega upp- byggingu heildarsamtakanna, sögu verkalýðshreyfingarinnar o. fl. o. fl. Þetta verður auðvitað enn nauðsynlegra ef vandamálið er skoðað í viðara pólitisku ljósi. Hvernig getur stéttin notað þá dægur baráttu sem háð er til a ð skóla sig og undir- búa fyrir sköpun þess sósialiska s amféjag s sem hún ein getur 1 e i 11 ? Það er í þessu samhengi, sem við leggjum svo mikla áherslu á, að verkalýðsstétt- in fái reynslu f þeim lýðræðis legu starfsháttum sem hun þarf að beita við uppbyggingu hins sósialiska samfelags, en þá reynslu þarf hún að öðlast við núverandi aðstæður i dæg- urbaráttunni. An slíkrar reynslu og skólunar eru tvær hættur fyrir hendi: A nnars vegar að stéttin verði hrein- lega brotin á bak aftur, þeg- ar valdataka stendur fyrir dyrum. Um það höfum við gnótt: dæma úr sögunni. Hins vegar að það verkalýðs riki sem upp ris verði meira og minna afbakað og ummyndað skrifstofuveldi, eins og öll verkalyðsríki nútfmans. Við fullyrðum þvi blákalt, að pólitisk viðmið þeirra krafna sem hér hafa veriö raktar, er að þroska meðal ísl. verkalýðsstéttar þær eigindir og baráttuhæfni.,sem þurfa til að vera aðalsmerki þeirrar verkalýðsstéttar, sem brjóta mun niður völd auðvaldsins og byggja upp sósialismann á á fslandi. STETTARLEGT OG POLI- TfSKT sjalfstæði VERKALtÐSHREYFING- ARINNAR Þegar við ræðum og metum brýnustu pólitisku verkefni verkalýðshreyfinga'rinnar, þá er eitt grundvailaratriði, sem við verðum að hafa í huga, enþað er algert og óskorað stéttarlegt o g pólitiskt sjálfstæði verkalýðshreyfingar- innar gagnvart auð- valdinu. Þetta er frum- skilyrði allrar raunhæfrar verkalýðspólitíkur. Þetta lykilatr'iði felur í sér baráttu gegn stéttasamvinnustefnunni f öllum hennar birtingarmynd um. Þetta þýðir t.d. þegar verkalýðshreyfingin mótar kjarakröfur sinar, að hún gangi ekki út frá greiðslu- þoli atvinnuveganna, eða skiptingu launakökunnar, heldur út frá raunsæju mati á eij;in baráttustyrk. Stéttarlegt sjálfstæði felur enn fremur í sér hatramma baráttu gegn öllum tilraunum í þá átt að klafbinda verka- lýðshreyfinguna og draga hana til ábyrgðar fyrir ákveðnum lausnum á kreppu auðvaldsins, sem fela í sér að byrðunum er velt yfir á herðar verkafólksins. Baráttan fyrir pólitisku sjálfstæði verkalýðshreyfing- arinnar þýðir enn fremur harða og miskunnarlausa baráttu gegn hinum pólitisku birtingarmyndum stéttasam- vinnustefnunnar, en þar er mikilvægust andstaðan við að verkalýðsflokkarnir fari f samsteypustjórnir með borg- araflokkunum. Slfkar stjórnir koma óhjákvæmilega til með að skerða sjálfstæði verka- lýðshreyfingarinnar. f slík- um samsteypustjórnum verð- ur það hlutverk verkalýðs- flokkanna að tjoðra samtök verkalýðsins, - tryggja að verkalýðshreyfingin sitji með hendur i skauti, en að öðru leytiverða þeir aldrei nema gislar auðvaldsins. Þaðeruað verða viðurkennd- ar leikreglur af hálfu auð- valdsins að hafa samráð við skrifræði verkalýðshreyfing arinnar varðandi hinar ý: nsu lausnir á þeim vandamálum sem hrjá efnahagslif auð- valdsins, gegn þvi að skrif- ræðið sýni auðvaldinu fyllsta 'trúnaðartraust. Hingað til hefur auðvaldið ekki þurft að óttast, að skrifræðið beri bær vefrettir á torg. En þessu þarf einmitt að berjast gegn og krefjast þess að leyndin og þagnarskyldan verði brotin niður. Leyndin og þagnar skyldan þjóna auðvaldinu fyrst og fremst, en veikir verka- lýðshreyfinguna. f stað þess þarf verkalýðsforystan að temja sér þær hefðir, að auð- valdið geti alls ekki treyst henni. Siðast en ekki sist þýðir pólitiskt og stéttarlegt sjálf- stæði verkalýðshreyfingarinn ar kerfisbundna pólitfska bar- áttu gegn erindrekum Sjálf- stæðisflokksins innan verka- lyðshreyfingarinnar. GEGN "AGENTUM" IHALDS- INS INNAN VERKALÝÐS- HREYFINGARINNAR Hvað merkir þessi krafa? Þýðir hún það, að við ætlum að hreinsa út úr verkalýðs- hreyfingunni alla þá sem styðja Sjálfstæðisflokkinn á einn eða annan hátt ? Nei, alls ekki. Heldur er það markmið okkar að grafa und- an völdum hinna raunverulegu fulltrúa íhaldsins, þeirra full- trúa þess sem við vitum að eru ekki annað en beinir og milliliðalausir erindrekar auðvaldsins i samtökum verka fólks . 1 þessu samhengi get- um við tekið forystuna úr sam tökum verslunarmanna og Sjómannafélagi Rvíkur, sem skýrt dæmi um þessa "agenta' auðvaldsins. En þessi krafa býðir ekki að við vinnum bug á þessum fulltrúum íhaldsins með einhverjum skipulagsleg- um aðgerðum, með þvi t. d. að gera " kúpp" við kjör í tilteknar stofnanir innan ve rkalyðshreyfingarinnar. Hin verkalýðssinnuðu öfl, verkalýðsflokkarnir og bylt- ingarsamtökin verða að sam- einast um það verkefni að taka upp opna pólitíska bar- áttu gegn íhaldinu innan verka lýðsíélaganna, sérstaklega í þeim félögum sem íhaldið hef ur hvað mest ítök. Þetta má gera t. d. á þann hátt að stilla upp listum til stjórnarkjörs í viðkomandi félögum á grund- velli ákveðinnar baráttustefnu sem stillir íhaldinu upp við vegg og afhjúpar það sem erindreka borgarastéttarinn- ar. Slík pólitisk barátta gegn íhaldinuinnan verkalýðshreyf- ingarinnar sem væri kerfis- bundin yrði til þess að veikja ítök þess innan verkalýðs- samtakanna, ásamt þeirri staðreynd hve mikið fylgi Sjálfstæðisflokkurinn á með- al stéttarinnar, hefur mjög veikt verkalýðshreyfinguna bæði pólitiskt og faglega. En fást verkalýðsflokkarn- ir til slíkrar pólitiskrar bar- áttu gegn íhaldinu? Lætur Alþýðubandalagið sér það ekki vel líka að vera í helm- ingaskiptastjórn með íhald- inu ílðju? Hvers vegna bjóða ekki vinstrimenn fram innan VR? Staðreyndin er sú að verkalýðsflokkarnir munu ekki fást til þess nema til neyddir. GEGN SAMSTEYPU- STJORNUM Við höfum rætt hér hvernig samsteypu.stjórnir verkalýðs- flokka og borgaraflokka skerða óhjákvæmilega sjálf- stæði verkalýðshreyfingar- innar. Verkalýðsflokkarnir geta vegna áhrifa sinna inn- an verkalýðssamtakanna hald- ið þeim niðri vegna "mikil- vægis stjórnarsamstarfsins". Reynslan sýnir okkur hvernig auðvaldinu hefur tekist með samsteypustjórnumi, að gera verkalýðsflokkana og verka- lýðshreyfinguna að ósjálf- bjarga gislum sinum. Ut frá hagsmunum verkalýðsstéttar- innar er það þvi glæpsam- legt athæfi af hálfu verka- lýðsflokkanna að ganga inn í slikar stjórnir. En glæpurinn er ekki minni ef við skoðum þetta út frá öðru sjónarhorni. Samsteypu- stjórnirnar, t. d. siðustu tvær vinstri stjórnir, fela ætfð 1 sér vanrækslu á þvi höfuð- verkefni að byggja upp verka- lýðshreyfinguna sjálfa til sjálfstæðra átaka, einmitt þegar mest riður á. Hér er ekki um það að ræða að byggja hana upp, bara til sóknar í kjarabaráttunni, heldur einnig og ekki siður að byggja hana upp sem valdatæki, sem staðið gæti undir pólitískum völdum. rstað þess að láta sig dreyma um stjórnarþátttöku með borgaraflokkum bæri verkalýðsflokkunum að ein- beita sér að þessu uppbygg- ingarverkefni verkalýðshreyf- ingarinnar, þ. e. byrgja hana upp sem virka og lifandi fj öldahreyfingu og tengja þá uppbygg- ingu s tj ó r na r a n d s t ö ð u starfi á þingi. Þannig mun slagorðið samfelld , stjórnarandstaða öðlast raun- hæft inntak. Framhalc á bls. 11.

x

Neisti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.