Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 7

Stéttabaráttan - 11.07.1975, Blaðsíða 7
STÉTTABARATTAN 11.7. 6. tbl. 1975 Inngangsorð: Höfuðmarkmið KSML í dag er bar- áttan fyrir myndun Kommúnista- flokks á fslandi. Sá klofningur sem er á vinstri kantinum setur okkur það verkefni að sameina alla heiðar- lega kommúnista undir einu merki, en afhjúpa og einangra klofningsöfl. Þetta þýðir að allar umræður um sameiningu marxista-lenínista og einingu í baráttunni verða að fara heiðarlega fram og fyrir opnum tjöldum. Þessar umræður verða að vera skipulegar og miða að því að ná árangri en ekki að því að sundra og rífa niður. Til að vinna að þessu hefur ritstjórn ákveðið að opna síðu f Stéttabarátt- unni sem þjónað geti sem vettvangur fyrir þessar umræður. Hún stendur öllum opin sem vilja tjá sig um þessi vandamál íslenskrar byltingahreyf- ingar. Sökum takmarkaðs rúms í blaðinu eru þeir sem senda inn greinar beðnir um að hafa þær ekki lengri en 2-3 vélritaðar blað- sfður (stærð A4). Það er von rit- stjórnar að sem flestir taki þátt í þessum skoðannaskiptum. Þær greinar sem hér birtast endur- spegla að nokkru þær skoðanir sem fyrirfinnast innan KSML f dag. -/ritstj. Úr Verkalýðsblaðinu: KG svarað í 5. tbl. Stéttabaráttunnar ritar KG grein um EIK(m-l) skv. fyrirsögn. íjallar hún aðallega um KSML, þrátt fyrir nafnið. Nokkrar full- yrðingar KG þarfnast athugasemda, mjög fáorðra. 1. Aðeins lftill hluti félaga EK(m-l) var áður í Fylkingunni, ekki "sem næst öll" samtökin. 2. EIK(m-l) hefir rekið leshringi, átt þátt f að skipyleggja og reka Baráttusamtök á Akureyri, starfað f Vietnam-nefndinni, samstarfsnefnd gegn Union Carbide, haldið opna fundi o.s. frv. Pólitík EK(m-l) eru því ekki "pappírsgögnin ein". 3. Enginn félagi í EK(m-l) hefir haldið því fram á prenti eða annars staðar, að hann áiíti "uppgjör KSML við einangrunarsinna. . . vera fyrir áhrif sín. " Uppgjörið við KSML(b) varð sumarið '?4. 4. Samtök sem telja sig vera marx- lenínísk, kommúnísk o. s. frv. þurfa ekki að vera það, ef pólitík þeirra er röng í höfuðatriðum. KG heldur vonandi ekki, að EK(m-l) telji KSML kommúnísk samtök, þó þau segist vera það, eða gagnkvæmt. Þess vegna getur KG ekki ásakað EK(m-l) fyrir að "afneita KSML og vilja ekki sameinast KSML." Við höfum a. m.k, fjórum sinnum boðið samvinnu og unnið saman a.m.k. tvisvar. Barátta og eining í skoðana- skiptum og starfi auðveldar fram- þróun réttrar stefnu. 5. EK(m-l) hafna ekki byltingar- sinnuðu forystuhlutverki verkalýðsins íbaráttunni. I "Baráttuleið alþýð- unnar" - stefnuplaggi voru - er fjallað um þetta hlutverk á þrem síðum, 41-43. Flestir smáborgarar , millihópar og hálföreigar eru allt bandamenn verkalýðsins. I málum eins og t. d. eyðingu byggðalaga geta einstaka kapítalistar átt þarna hlut að máli. "Stétt gegn stétt" skil- greinir ranglega hverjir eru vinir og hverjir ðvinir verkalýðsins. "Vinnandi alþýða gegn einokunar- auðvaldi" gerir það réttilega. Þetta vfgorð afneitar ekki verkalýðnum sem meginafli byltingarbaráttunnar. Ef KG hefði nennt að birta meira úr ræðu Brésneffs, hefði orðið augljóst, að kremlverjinn er að tala um frið- samlega, þingræðislega "byltingu" í samvinnu við krata. Varla dugar KG lítil tilvitnun í Brésneff til að "sanna” að EK(m-l) séu "nútíma endurskoðunarsinnasamtök" ? Hins vegar mætti spyrja, hvers vegna samherjar vorir kínverjar, sem eru einarðir andstæðingar kreml verja, hafi bróðurleg samskiptt við þær bræðrahreyfingar EK(m-l) á norðurlöndum, sem hafa sömu kenningar um þjóðfélagsaðstæður í sínum löndum ? Og hvers vegna æskja KSML sam- skipta við sænska kommúnistaflokk- inn, úr því að hann heldur fram sömu "endurskoðunarstefnu" og EK (m-1) ? 6. 1 öllu útgáfuefni EK(m-l) er spjótum beint að auðhyggju Sovét- ríkjanna og heimsvaldastefnu þeirra. KG veit fullvel, að EK(m-l) stóðu fast á þvi, að krafa eins og "Sovét- ríkin burt úr Tékkóslóvakfu" væri höfð með í aðgerðum 1. maí - og fékk þvi framgengt í viðræðum við samtök, sem ekki hafa baráttu gegn sósíalheimsvaldastefnu á stefnuskrá. U því að KG leyfir sér það hetju- bragð að vitna í ummæli "einhvers" í EK(m-l) til stuðnings fullyrðing- unni um, að EK(m-l) vilji ekki berjast gegn kremlverjum - vitnum við í bréf KG til EK(m-l) frá 28. 4 '15: "Alit okkar (miðstjórnar KSML) er, að EK(m-l) séu harðir andstæð- ingar heimsvaldastefnunnar og því bjóðum við ykkur velkomin f Rauð- an framvörð 1975." KG er í miðstjórn KSML og á ekki að brjóta félagsagann. EK(m-l) álítur grein KG ekki vera annað en fljótfærnisbragð manns, sem veit gagnrúni EK(m-l) vera rétta. Við lftum ekki á greinina sem af- stöðu KSML. Skoóanaskipti Skoöanaskipti Skoóanaskipti Fáein orð til áréttingar! B I málgagni EKm-1, Verkalýðs- blaðinu 2. tbl. l.árg. er vikið nokkrum orðum að grein imdirritaðs, sem birtist í síðasta tölublaði Stétta- baráttunnar. Augljóslega er greinar- höfundi í Vbl. mjög umhugað að verja heiður samtaka sinna til síð- asta blóðdropa og lítur vafalftið á skrif mín sem "árás" á EKm-1, Alla vega lítur hann ekki á þau sem framlag til fræðilegra umræðna um rétta stefnu milli samtakanna tveggja, svo mikið er ljóst af ák- efðinni í svari hans, þegar hann ber sem óðast slyðruorðið af EKm-1. Nú er það svo, að það væri barna- leg einfeldni af EKm-1, að ætla að rúmlega 5 mánaða tilvist sam- takanna og útgáfa "Baráttuleiðar alþýðunnar" sé hið eina rétta, lausnin sé fundin á vandamálum ís- lensku verkalýðshreyfingarinnar í fræðum og starfi. Þannig talar aðeins sá, sem snýr sér/að verk- efnum sósfalfsku byltingarinnar af alvöru, heldur skoðar þau frá sjónarhorni bókarinnar. Engin ástæða til hvumpni Greingarhöfundur hagar sér eins og hvumpin jómfrú, sem móðgast af því að henni er ekki sýnd tilhlýðileg virðing. Hann vill ekkert kannast við að EKm-1, hafi gengið "sem næst í heilu lagi úr Fylkingunni". Má kannski minna hann á, að "Baráttuleið alþýðunnar" er upphaf- lega skrifuð sem innanfélagsplagg í Fyikingunni í uppgjörinu við trot- skyismann? Eða að formáli þessa rits fjallar um þróun og framvöxt EKm-1 úr skauti Fylkingarinnar ? Það er engin ástæða til feimni f þessu sambandi, EKm-1 á einmitt hrós skilið fyrir uppgjör sitt við Fylkinguna, eins og ég bendi á í fyrri grein minni. Þessu var alls ekki ætlað að koma við nein "kaun", enda vissi ég ekki að slík "kaun" væru til staðar fyrr en nú. Þá er greinarhöfundur kappsfullur í meira lagi, þegar hann vill sanna að EK m-1 sé meira en "pappírsgagn" og lætur sig hafa, að telja upp allt starf EKm-1 til þess^ því til sönnunar. Hér var ekki ætlun mín að sakast við EKm-1 fyrir að hafa ekki verið til nema skamma stund, heldur hitt að benda á, að reynslan af byltingarsinnuðu starfi er af- gerandi, ekki fræðilegar útlistanir. Forvígismönnum EKm-1 er full- kunnugt um að fræðikenning marx- ismans er því aðeins sönn, að hún sýnir það í verki með þvf að breyta heiminum á byltingarsinnaðan hátt. Ég vona að þeir líti ekki svo stórt á sig, að þeir haldi fræði sín undan- þegin þessum sannleika. Þegar ég rasddi um að EKm-1 liti á, "upp- gjör KSML við einangrunarstefnuna vera fyrir sfn áhrif" studdist ég að vísu ekki við tilvitnun, og er skylt að skýra nánar hvað átt er við. Ég átti við umsögn f bréfi frá 20, jan. 1975 frá EKm-1 til KSML, þar sem sagt er að eftir að KSML hafi tekið að gera upp við einangrunarstefnuna, hafi "samtökin tvö málgast". Ég álft ekki að KSML hafi nálgast EK m-1 með uppgjöri sínu við vinstri stefnuna, að öðru leyti en því, að samskonar barátta fór fram innan Fylkingarinnar um svipað leyti. Hins vegar er rétt, að félagar EK m-1 hafa ekki lýst því beinlínis yfir enda væri það fásinna. Það er vel, að greinarhöfundur bendir sjálfur á að "Samtök, sem telja sig vera marx-lenínísk, komm- únísk o. s. frv. , þurfa ekki að vera það, ef pólitík þeirra er röng í höfuðatriðum." Hann væri kannski fús til að skýra líka frá ástæðunni til þess, að núverandi forvígismenn EKm-1 fullyrtu í heil tvö ár, að Fylkingin væri marx-lenínísk sam- tök og meira að segja þau einu hér- lendis: Hvað varðar samstarf EK m-1 og KSML hefur það að mfnu áliti verið of lítið til þessa. Og ég fagna því vissulega ef baráttueining getur tekist með þessum tveimur samtökum. En slík eining hefur alls ekki í för með sér, að gagnrýni eða skoðanabarátta verði látin niður falla og greinarhöfundur getur ekki leyft sér neina hvumpni ef til hennar kemur. Vinir og óvinir Greinarhöfundur kostar kapps að sýna fram á, að taktískt vígorð Kominterns um fjöldaára - "Stétt gegn stétt" - skilgreini ranglega hverjir eru vinir og hverjir eru óvinir verkalýðsins. Hann nefnir ekki í hverju villur Kominterns voru fólgnar að mati EKm-1, en bendir á að kínversku kommúnistarnir hafi samskipti við "þær bræðrahreyfingar EKm-1 á Norðurlöndum, sem hafa sömu kenningar um þjóðfélagsand- ^tæður f sínum löndum." - þ. e. "alþýðan gegn einokunarauðvaldinu". Af einhverjum ástæðum minnist greinarhöfundur ekki á samskipti kínverja við KPDm-1 í ÞýsÉalandi, sem draga taktík sína saman í víg- orðið "stétt gegn stétt", kannski það myndi veikja þess röksemdafærslu hans ? Sannleikurinn er nefnilega sá, að vandamál fslensku verkalýðs- hreyfingarinnar verða ekki leyst með "yfirfærslu" á pólitík kömmún- ista á norðurlöndum eða í þýska- landi, mat á hlutlægum aðstæðum á fslandi hlýtur að liggja þar til grundvallar. Við treystum komm- únistum á norðurlöndum og í Þýska- landi til að ráða fram úr pólitískum Reynsluleysi og fræðilegur ruglingur EIK(m-l) Grein þessa ber að líta á sem fram- hald þeirrar fræðilegu umræðu, sem hafin var f Stéttabaráttunni fyrir nokkru um stefnu Einingarsamtaka kommúnista (m-1). Umræða af slíku tagi er mjög nauðsynleg fyrir okkur marxista-lenínista til að þróa áfram fræðikenninguna við íslenskar að- stæður og mðta afstöðu okkar til annarra flokka og samtaka á vinstri kantinum. NÚ er það álit margra, að ágreining- ur KSML og EK sé persónubundin illska milli viðkomandi. Slíkt er al- rangt. Agreiningurinn byggist fyrst og fremst á pólitískum atriðum, mörgum hverjum sem hafa afgerandi þýðingu fyrir stéttabaráttuna hér. Sameining þessara samtaka kemur því alls ekki til greina fyrr en leyst hefur verið úr þeim atriðum. KSML hafa hingað til getað losað sig við hægrihentistefnuna af sjálfsdáðum og þau munu ekki stökkva út í fenið vit- andi vits. Umræða milli samtakanna er hins vegar mjög jákvæð. Samein- ingu fsl. marxista-lenfnista verður aldrei náð með hrokafullum fullyrð- ingum á þá leið, að þessir séu ekki marxistar-lenfnistar fyrir fimm aura heldur afturhaldsmenn sem ekki sé hasgt að koma tauti við o. s. frv, KSML virða það við EK, að þau af- hjúpuðu trotskýismann í Fyikingunni og að þau hafa f mörgum grundvall- aratriðum tekið upp marxfska-lenín- íska stefnu. En það er oft galli á gjöf Njarðar. EK hafa stuðlað að auknum klofningi meðal kommúnista og þau hafa aðhyllst hasgrisinnaðar kenningar á sviðum, sem varða grundvallarstarf okkar hér á landi. (Ath.: Allar tilvitnanir í skoðanir EK eru teknar úr bæklingi þeirra, Baráttuleið alþýðunnar.) Stéttaskilgreining EK. "Eðli hinna tveggja höfuðstétta breytist ekki með heimsvaldastefn- unni. Birtingarmynd grundvallar- móthverfunnar er sú sama. Eftir sem áður standa verkamenn gegn arðræningjastéttinni f heild, þrátt fyrir að móthverfurnar hafi skerpst innan hennar." (Maó Tse-tung: Um móthverfiirnar). I þessari tilvitnun eftir Maó kemur skýrt fram afstaða marxismans- lenfnismans til stéttaandstæðrianna á tímabili heimsvaldastefnunnar. Af- staða sem allir sannir kommúnista- flokkar í heimsvaldalöndum hafa fylgt hingað til (þ. á. m. Kommún- istaflokkur fslands og Komintern). I auðvaldsþjóðfélagi er grundvallar- móthverfan, sú móthverfa sem er höf- uðorsök allrar þjððfélagslegrar þró- unaj; launavinna og auðmagn. Það er andstæðan sem er á milli einka- eignar auðstéttarinnar á framleiðslu- tækjunum og félagslegrar framleiðslu verkalýðsins. Þess grundvallarmót- hverfu viðurkenna EK. En þá kenn- ingu Maós og allra sannra kommún- ista, að stéttarleg speglun hennar innan þjóðfélagsins hljóti að vera höfuðmóthverfan viðurkenna þeir ekki. Kenning þeirra hljóðar: Borg- arastétt gegn verkalýðsstétt er höf- uðmöthverfan f frumstæðu auðvalds- þjððfélagi, þar sem framleiðslan er ekki komin á hátt stig, en einokunar- stigið flytur með sér höfuðmóthverf- una einokunarauðvald-alþýða (einok- unarvana auðvald-smáborgarar- verkafðlk). Og þeir viðurkenna ekki að verkamenn verði að standa gegn auðstéttinni f heild, þrátt fyrir að andstæðurnar hafi skerpst innan hennar. "Höfuðmóthverfan fellur ekki lengur saman við grundvallarmóthverfuna, heldur er mjög mótuð af aðstæðum innan auðvaldsins sjálfs." Dálagleg endurskoðunarstefna þetta. í fyrsta lagi er sú kenning, að höfuð- móthverfan samræmist aðeins grund- vallarmóthverfunni í frumstæðu auð- valdsþjóðfélagi hreinn þvættingur. Vfst er það satt, að hagsmunaárekst- rar innan borgarastéttarinnar stór- jukust með tilkomu heimsvaldastefn- unnar, að höfuðmóthverfan innan auðstéttarinnar varð á milli einokun- arauðvalds og einokunarlauss auð- valds. En þar fyrir er ekki hægt að gera þá móthverfu að höfuðmóthverfu sem meginþungi baráttunnar snýst um innan þjóðfélagsins sjálfs. Slfkt er úrtínslustefna. ' Mað tætir þessa kenningu í sig í ritgerð sinni Um móthverfurnar. Hann segir: "Þegar t.d. auðvaldsskipulagið þróast frá stigi hinnar frjálsu sam- keppni að hæsta stigi sínu, heims- valdastefnunni, verða engar breyt- ingar á stéttareðli þeirra tveggja stétta, sem standa í grundvallar- andstöðu hvor gegn annarri, þ. e. öreiganna og borgaranna, eða á eðli auðvaldsskipulagsins." Það er ljóst öllum hugsandi verka- mönnum, að þrátt fyrir efnahagslega árekstra milli atvinnurekenda, þá standajjeir allir sem ein heild gegn verkalyðsstéttinni. Við þurfum að- eins að lfta á Vinnuveitendasamband íslands og kjaradeilur til að komast að raun um það. Að skipta borgara- stéttinni eins og Eik gerir, þ. e. að gera suma auðmenn að vinum vegna þess að þeir eru veikari efnahagslegJ en aðrir auðmenn er rakalaust með öllu og stórhættulegt fyrir stéttar- baráttu verkafólks. Þróunarstig fslenska auðvaldsþjóð- félagsins. íbaaklingi sfnum, Baráttuleið alþýð- unnar, komast EK að þeirri niður- stöðu, að íslenska auðvaldsþjóðfélag- ið sé á sínu efsta stigi, þróunarstigi einokunarauðvalds og heimsvalda- stefnu. Þessi grundvallarniðurstaða er rétt og f samræmi við fræðikenn- ingu marxismans-lenínismans. En ef við könnum nánar rökfærslu þeirra og útleggingu á þessari kenn- ingu kemur annað í ljós. Þá fær fræðilegur ruglingur yfirhöndina, ruglingur, sem sýnir greinilega fram á, að EK hafa ekki enn getað losað sig undan borgaralegum arfi hentistefnu-sósfalismans. Lítum nánar á kenningu þeirra: FRH. á bls. 6 vandamálum verkalýðshreyfingarinn- ar þessara landa og vitum fullvel að þeir starfa ekki eftir neinni töfraformúlu, heldur eftir þjóðfélags- legum raunveruleika og samkvæmt byltingarsinnuðum hefðum heims- hreyfingar kommúnista. Þess vegna er röksemdarfærsla að þessu tagi varla gagnrýnisverð , en hitt skiptir meiru að íslenskir kommú- nistar skilji stéttaandstæður hér- lendis og dragi þær saman í baráttu- vígorð á réttan hátt. Leyfist mér að vitna f "Baráttuleið alþýðunnar" - stefnugrundvöll EKm-1 - máli mínu til stuðnings ? Eftir allnokkrar vífillengjur um lágframleiðni komast höfundar hennar að þeirri niðurstöðu að vígorðið "stétt gegn stétt" sé rangt. Skömmu sfðar, ábls. 49, vitna þeir sfðan í 9. flokksþing KFK þar sem segir: um megin- mðthverfur í heiminum: "Megin- móthverfur f heiminum: " Móthverf- an milli undirókuðu þjóðanna annars- vegar og heimsvaldastefnu og sósíalheimsvaldastefnu hins vegar; móthverfan borgarar - öreigar í auðvalds og endurskoðunarlöndunum; tl Þarf að draga það í efa , að mikil- vægasta móthverfan í heimsvalda- löndunum er á milli borgara og öreiga ? En hvers vegna hamast þá EKm-1 gegn vfgorði sem gengur út frá þessari mikilvægustu mót- hverfu á Islandi og var þar að auki baráttuvígorð Kominterns um lang- an aldur ? Er hér um einstrengings- lega þröngsýni að ræða , eða fylgja EK m-1 virkilega áliti nútfma endurskoðunarstefnunnar ? Ég skal ekki dæma um það, en hlutlægt þjónar barátta EKm-1 gegn vfgorð- inu "Stétt gegn stétt" taumdrögum nútíma endurskoðunarstefnu, í hvoru tilfellinu sem er. Það er nefnilega ekki til nein allsherjar formúla fyrir stéttarbaráttunni, hún ræðst af sérkennum hvers lands fyrir sig. Þá hefur greinarhöfundur misskilið mig hrapalega er hann álítur að mismunurinn á Brésneff og EKm-1 sé samkvæmt mínu mati, sá að báðir hafi sömu og væntanlega "réttu" skilgreiningu á ástandinu, en EKm-1 berjist fyrir vopnaðri framkvæmd hennar, en Brésneff-klíkan þing- ræðislegri. Það sem fyrir mér vakti, er ég tók tilvitnun í ræðu Brésneffs var að sýna fram á, að endurskoðunai sinnar álíta að markmiðin með samfylkingu verkalýðsins og meginþorri bænda og menntamanna sé andeinokunar- fylking cn ekki barátta fyrir alræði öreiganna. I þessu liggur stórkost- leg fölsun á marxismanum-lenín- ismanum þar sem byltingarbrodd- arnir eru dregnir úr honum og hann gerður að aumlegri skopmynd. Sömu sögu er að segja um "riki alþýðunnar" sem Kremlverjar halda mjög á lofti, í "Baráttuleið alþýðunnar" er talað um "alræði alþýðunnar" á bls. 30. Slíkt alræði er ekki til í framþróuðu heimsvaldaríki eins og Islandi það á sér aðeins stað þar sem markmið byltingarinnar er ný- lýðræði. Þá er líka broslegt að greinarhöfunduy fullyrðir að ég hafi ætlað mér að "sanna" að EK m-1 séu "nútíma endurskoðunar- sinna samtök". Þessi orð eru ekki mfn, heldur tilbúningur greinarhöfundar. Ég benti aðeins á , að hafi EK m-1 hugmyndirnar um "alræði alþýðunnar" að leiðarljósi, draga þau taum nútíma endurskoðunarstefnu. Það er mér ekkert feimnismál að viðurkenna, að ég álít EKm-1 marx-lenínfsk samtök, þó svo ég hafi margt og mikið við stefnu þeirra að athuga. Ég verð líka að viðurkenna að ég hef ekki sagt að sænski kommún- istaflokkurinn haldi fram sömu "endurskoðunarstefnu" og EKm-1. Það er ekki verkefni mitt að segja sænska kommúnistaflokknum fyrir verkum, en EKm-1 virðist halda að þau séu á grænni grein, svo lengi sem þau halda sér við skil- greiningar erlendra kommúnista- flokka, þvf að öll fræðileg gagn- rýni á EKm-1 er samstundis sögð vera árás á "bræðrasamtök" þeirra á norðurlöndum. Þetta er bros legt og kemur málinu ekkert við. Hér eru verkefni íslensku byltingarinnar til umræðu og EK m-1 ætti að mínu áliti að ræða þau af fullri hreinskilni og einurð í stað þess að gera tilraunir til að FRH. ábls. 6

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.