Fréttablaðið - 28.08.2009, Síða 38
26 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR
Haustið
er komið
folk@frettabladid.is
> VILL BARA FRÆGA
Nýjustu sögusagnir herma að leik-
konan Jennifer Aniston vilji aðeins
fara á stefnumót með frægum
mönnum. „Jennifer vill ekki fara á
stefnumót með venjulegum karl-
mönnum. Hún vill aðeins þá sem
þykja flottastir hverju sinni, ein-
hvern sem hún veit að á eftir að
koma henni í sviðljósið,“ var haft
eftir heimildarmanni. Undanfarið
hefur hún verið bendluð við Ger-
ald Butler, Bradley Cooper,
söngvarann John Mayer, bresku
karlfyrirsætuna Paul Sculfor og
gamanleikarann Vince Vaughn.
„Við vorum með Töðugjöld í fyrsta sinn
í fyrra og þessi keppni er partur af
þeirri dagskrá núna á laugardaginn,“
segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir
leikkona og verkefnastjóri Viðeyjar
um keppnina um Viðeyjarhnossgætið.
Keppnin er ætluð öllum þeim sem hafa
áhuga á að búa til góðgæti úr íslenskri
flóru og eina skilyrðið er að eitt inni-
haldsefni vaxi í Viðey. „Með þessari
keppni erum við að vekja athygli á
ræktuninni í Viðey sem hefur verið
þarna fá því fyrir klausturtímann og
þeirri gríðarlega miklu flóru sem er í
eyjunni. Til dæmis er kúmenið okkar
orðið margfrægt, það drepur ekkert
rabarbarann og ætihvönn er alltaf að
verða vinsælli í matargerð,“ útskýrir
Guðlaug. „Fólk má búa til hvað sem er,
svo sem grænmetisrétt, kartöflumús,
sultu, te, chutney eða djús. Dómnefnd-
in fer svo eftir útliti, hugmyndaauðgi
og að sjálfsögðu hvernig bragðast og
það verða vegleg verðlaun í boði,“
bætir hún við, en dómnefnd skipa Hild-
ur Hákonardóttir, Nanna Rögnvaldar-
dóttir og fulltrúi frá Gestgjafanum.
Aðspurð segist Guðlaug búast við
fjölda manns á hátíðina, „Það komu
í kringum 300 manns í fyrra og við
reiknum með öðru eins núna. Þetta er
haustfagnaður og uppskeruhátíð með
skemmtun fyrir börnin, bænastund í
kirkjunni og þessari keppni. Hátíðin
stendur svo fram á kvöld, en þá verður
varðeldur í fjörunni og slegið upp balli
í skólanum,“ segir hún, en áhugasamir
geta skráð sig í keppnina á videy@
reykjavik.is eða á staðnum fyrir klukk-
an 16. -ag
Keppt um Viðeyjarhnossgætið
TÖÐUGJÖLD Í VIÐEY Keppt verður um Viðeyjar-
hnossgætið á Töðugjöldum á laugardag og
segir Guðlaug keppendur mega búa til hvað
sem er, svo lengi sem staðfest sé að eitt inni-
haldsefni vaxi í Viðey.
Einkaþjálfarinn Raul Rodrigu-
ez, sem var nokkuð áberandi hér
á landi um tíma, hefur fundið ást-
ina að nýju. Sú heppna heitir Jorie
McDonald og er sundfatafyrirsæta
í Los Angeles.
Parið var í viðtali við bandaríska
dagblaðið Daily Herald og sýndi þar
þriggja vikna son sinn, Constantine,
en Raul á tvo syni hér á Íslandi. Í
viðtalinu kemur fram að Raul og
Jorie séu búin að fá nóg af banda-
rískum raunveruleikaþáttum sem
auglýsi meðalmennsku og undir-
málsfólk, þau vilji fá fallega og vel
gefna fólkið til að vera fyrirmynd-
ir fyrir annað fólk. Nóg sé komið af
„lúserum“ eins og þau kalla það.
Mikil umræða hefur spunnist um
raunveruleikaþætti í Ameríku eftir
að sundfatafyrirsæta, sem einnig
var þátttakandi í raunveruleika-
þætti, var myrt á óhugnanlegan
hátt af mótleikara sínum. Sá hengdi
sig skömmu síðar á vegahóteli. Raul
og Jorie vilja með sínum raunveru-
leikaþætti gefa fólki tækifæri til
að sjá hvernig heilbrigt fólk lifir
sínu lífi. „Daglegt líf okkar Jorie er
svona svipað og í sjónvarpsþættin-
um I Love Lucy,“ útskýrir Raul.
Raul og Jorie eru þegar með lík-
amsræktarþátt sem kallast Zero to
Hero TV og er hægt að nálgast á
YouTube-vefsvæðinu en þau binda
vonir við að einhver af hinum stóru
sjónvarpsstöðvum komi auga á ótví-
ræða hæfileika þeirra með vefsjón-
varpsþættinum Models Mayhem 2
Motherhood en þar mun vefmynda-
vél fylgjast með lífi þeirra dags dag-
lega. -fgg
Raul vill komast í raunveruleikasjónvarp
RAUL Í GÓÐUM MÁLUM Raul Rodriguez,
sem eitt sinn var einkaþjálfari í World
Class, er að gera það gott í Bandaríkj-
unum. Hann vill að fallega og vel gefna
fólkið fái raunveruleikaþátt, ekki bara
einhverjir meðaljónar.
Atli Fannar til
Fréttablaðsins
Atli Fannar Bjarkason, fráfar-
andi ritstjóri tímaritsins Moni-
tor, hefur verið ráðinn sem
blaðamaður á dægurmáladeild
Fréttablaðsins. Hann hefur störf
1. september.
Atli Fannar er 25 ára gamall
Sauðkræklingur en bjó á Selfossi
frá fjögurra ára aldri. Hann
hefur starfað sem umbrotsmaður
og blaðamaður á héraðs-
fréttablaðinu Glugg-
anum á Selfossi,
Blaðinu og 24
stundum. Atli hefur
starfað sem ritstjóri
Monitors frá
því í maí árið
2008.
Frétta-
blaðið býður
Atla Fannar
velkominn
til starfa.