Fréttablaðið - 28.08.2009, Page 39
FÖSTUDAGUR 28. ágúst 2009 27
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Kringlunni · 551 3200
Frankenstein er kominn í kilju!
Sígild saga sem allir kannast við en
fáir þekkja – menntamaðurinn skapar
skrímsli en afneitar síðan listaverki
sínu með hryllilegum afleiðingum.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Föstudagur 28. ágúst 2009
➜ Tónleikar
19.30 Á Hótel Geysi í Haukadal mun
Xsander Fuchs leika á alpahorn. Einnig
munu Pálmi Sigurhjartarsson og Mr.
Kattner flytja nokkur lög.
22.00 Bryndís Ásmundsdóttir og
Janis Joplin Tribute verða á Græna Hatt-
inum við Hafnarstræti á Akureyri. Húsið
verður opnað kl. 21.
➜ Leiklist
20.00 Sérstök styrktarsýning verður á
„Fúlar á móti“ í Loftkastal-
anum við Seljaveg þar sem
allur ágóði sýningarinnar
rennur til Grensássöfnunar-
innar. Edda Heiðrún Back-
mann, leikkona verður
sérstakur hátíðargestur
sýningarinnar.
➜ Jazzhátíð
Jazzhátíð í Reykjavík stendur yfir til 1.
september. Nánari upplýsingar á jazz.is.
20.00 Árni Heiðar Karlsson píanóleik-
ari og tríóið Helbock-Dietrich-Vogel
koma fram á tónleikum í Norræna hús-
inu við Sturlugötu.
22.00 Í Iðnó við Vonarstræti verður
Tropicalia, Bossa Nova og Salsaball í
stóra salnum og Tangóball á efri hæð-
inni.
➜ Tónlistarhátíð
Tónlistarhátíðin Melodica Austic
Festival. Fjöldi listamanna kemur fram
á tónleikum sem haldnir verða í dag
og á morgun í Nýlenduvöruverzlun
Hemma og Valda og á Kaffi Hljómalind
við Laugaveg og á Café Rosenberg við
Klapparstíg. Aðgangur er ókeypis.
➜ Dans
21.00 Í Leikhús Batteríinu við Hafnar-
stræti 1, verður flutt dansskotna leik-
húsverkið „Lady‘s Choice“ eftir Sigríði
Soffíu Nielsdóttur. Þessi viðburður er
í tengslum við artFart hátíðina. Nánari
upplýsingar á www.artfart.is.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Daniel Craig og Hugh Jackman
leika löggur frá Chicago í nýju
Broadway-leikriti, A Steady Rain,
sem verður frumsýnt í New York
29. september. Þetta verður í
fyrsta sinn sem Craig stígur á
svið á Broadway en hann er þaul-
vanur því að leika á sviði í Lond-
on. Jackman er vanari Broadway
því hann vann Tony-verðlaunin
árið 2004 fyrir hlutverk tónlistar-
mannsins Peter Allen í The Boy
From Oz. Í leikritinu A Steady
Rain leikur Jackman skapstirðu
lögguna Denny en Craig leikur
hinn rólega Joey sem er óvirkur
alkóhólisti. Áætlað er að leikritið
ljúki göngu sinni 6. desember.
Leika löggur
á Broadway
DANIEL CRAIG Bond-leikarinn vinsæli
leikur í fyrsta sinn á Broadway.
Tori Amos spáir því að ferill
Lady Gaga verði ekki langur og
aðdáendur hennar muni fljótt fá
leið á henni. „Lady Gaga er söng-
kona sem skemmtir fólki í ákveð-
inn tíma og það er ekkert að því.
Heimurinn þarf á því að halda
akkúrat núna. En svo eru lista-
menn eins og Neil Young sem
troða upp á Glastonbury eftir 40
ára feril. Það er mjög frábrugðin
tegund af listamanni.“
Spáir Gaga
stuttum ferli