Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 28.08.2009, Blaðsíða 46
34 28. ágúst 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. merki, 6. gat, 8. yfirbragð, 9. ská- halli, 11. þófi, 12. ásamt, 14. munn- biti, 16. ætíð, 17. drulla, 18. náms- tímabil, 20. tvö þúsund, 21. maður. LÓÐRÉTT 1. hróss, 3. í röð, 4. umhverfis, 5. til sauma, 7. frumefni, 10. tunnu, 13. temja, 15. handa, 16. afbrot, 19. númer. LAUSN LÁRÉTT: 2. tákn, 6. op, 8. brá, 9. flá, 11. il, 12. saman, 14. tugga, 16. sí, 17. aur, 18. önn, 20. mm, 21. karl. LÓÐRÉTT: 1. lofs, 3. áb, 4. kringum, 5. nál, 7. platína, 10. ámu, 13. aga, 15. arma, 16. sök, 19. nr. „Mér finnst veitingastaðurinn Caruso mjög fínn. En annars finnst mér sushi alltaf langbest, ég á þó enn eftir að prófa suma sushi-staðina hér heima þannig ég get ekki mælt með neinum sérstökum eins og er.“ Linda Borg Arnardóttir, fatahönnuður og verslunarstjóri. „Það er komið eitthvað Q4U-költ í Berlín og það veit enginn út af hverju,“ segir Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari pönksveitarinnar Q4U. Nýlega kom hingað til lands Þjóðverji sem keypti upp lagerinn af síðustu plötu Q4U, Q2, sem innihélt um 150 eintök. Síðan þá hefur hann pantað þúsund eintök til viðbótar sem hann vill selja í Berlín. „Ef við ættum að reyna að sinna þessu þyrftum við að búa til fleiri diska,“ segir Gunnþór, sem hefur ákveðnar grunsemdir um vinsældirnar í Þýskalandi. „Þetta er eitthvað út af þessari tengingu sem Q4U hefur við „goth“ þegar það er að byrja. Mér finnst þetta samt skrítið því á disknum eru lög sem eru 40 sekúndur. Það er ekki mikið „goth“ í því. Mottóið okkar er að ef þú getur ekki sagt það sem þú átt að segja á þremur mínútum áttu bara að vinna í bókabúð.“ Gunnþór vill hvorki játa né neita því að tónleikar í Berlín séu í bígerð til að fylgja vinsældum sveitarinnar í Þýskalandi eftir. „Við ætlum að spila eitthvað heima og jafnvel fljótlega en hvar og klukkan hvað verður ekki sagt. Þetta er meira til gamans gert. Bandið er að æfa sig og það er allt í hinu mesta leyndói. Við mætum helst í dulargervi því við erum orðin svo fræg í Berlín,“ segir hann og hlær. - fb Q4U nýtur vinsælda í Berlín Q4U Söngkonan Ellý ásamt félögum sínum í Q4U á tónleikum. Sveitin hefur eignast aðdáendahóp í Berlín. Opið hús verður í Þjóðleikhúsinu á morgun og af því tilefni verða sögufrægir búningar boðnir upp um þrjúleytið. „Þetta verður bara gaman. Þetta eru rosafínir búning- ar og það verður örugglega slegist um þetta,“ segir leikkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir, sem verður upp- boðshaldari. Alls verða fimm búningar boðn- ir upp úr jafnmörgum leikritum og munu þekkt andlit úr Þjóðleikhús- inu klæðast þeim í von um að gera þá enn þá söluvænlegri. Sjálfur þjóðleikhússtjórinn Tinna Gunn- laugsdóttir mun klæðast Smirnoff- kjólnum úr söngleiknum Ástin er diskó – lífið er pönk, Björn Thors verður í kóngabúningnum úr Ham- let, Birgitta Birgisdóttir klæðist búningi Grétu úr leikritinu Hans og Gréta, Friðrik Friðriksson verð- ur í búningi bakaradrengsins úr Dýrunum í Hálsaskógi og Sigríð- ur Þorvaldsdóttir klæðist búningi Soffíu frænku úr Kardemommu- bænum. Ekki hefur verið ákveðið hvert upphafsverð búninganna verður en ljóst er að margir eiga eftir að bera víurnar í þá, enda ekki á hverjum degi sem almenningi gefst kost- ur á að eignast slíka kostagripi. Á opna deginum í fyrra voru til sölu sæti úr Þjóðleikhúsinu og kostaði stykkið sjö þúsund krónur. Runnu þau út eins og heitar lummur og prýða nú heimili íslenskra leik- hússáhugamanna. Ólafía Hrönn á von á skemmti- legum opnum degi bæði í Þjóð- leikhúsinu og Borgarleikhúsinu, þar sem hann verður haldinn sama dag. „Það er um að gera fyrir fólk að fara í bæði húsin og taka pylsurnar hér og fá sér síðan vöfflurnar úr Borgarleikhúsinu,“ segir hún. „Það er mjög sniðugt fyrir fjölskyldur að koma og sjá hvernig veturinn lítur út hérna. Það var ógurlega gaman í fyrra. Þá var fólk að koma með börnin sín og þau sáu leikarana í nálægð. Krökkunum fannst það rosalega gaman.“ Á opna deginum, sem stend- ur yfir frá 13 til 16, verður jafn- framt skráning í áheyrnarpruf- ur fyrir söngleikinn Oliver! sem verður frumsýndur í febrúar. Leit- að er að 20 til 30 drengjum á aldr- inum 8 til 13 ára sem munu fara með hlutverk Olivers, Hrapps og drengjanna í þjófaflokknum og á munaðarleysingjahælinu. freyr@frettabladid.is ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR: ÖRUGGLEGA SLEGIST UM BÚNINGANA Sögufrægir búningar boðnir upp í Þjóðleikhúsinu TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Þjóðleikhússtjórinn ætlar að klæðast Smirnoff-kjólnum úr Ástin er diskó – lífið er pönk á uppboðinu á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Enn ein rósin hefur bæst í hnappagat Ólafs Jóhannesson- ar og heimildarmyndar hans um drottn- inguna Raquelu. Myndin hlaut, eins og frægt er orðið, Teddy-verðlaunin á kvikmyndahátíð- inni í Berlín og í gær var tilkynnt að hún yrði framlag Íslendinga til kvik- myndaverðlauna Norðurlandaráðs. Ólafur er nýbúinn að ljúka tökum á kvikmyndinni Laxdælu Lárusar Skjaldarsonar og því er í nægu að snúast fyrir leikstjórann. Íslensk landslið geta vart farið á stórmót í sinni íþróttagrein án þess að þurfa að taka á móti sjónvarps- kálfunum Auðunni Blöndal og Sverri Þór. Íslensku stelpurnar eru þar engin undantekning en þeir félagar halda til Finnlands á morg- un og ætla að taka hús á Margréti Láru og félögum. Þetta verður í fyrsta skipti sem Auddi og Sveppi taka íslenskar íþróttakonur tali en þeir hafa hingað til aðallega hangið utan í íslensku karlalandsliðunum í fótbolta og handbolta. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Eysteinn Guðni Gunnarsson hygðist endurtaka leik Friðriks Þórs Friðrikssonar og gera kvikmynd um hringveginn með því að keyra hann á tveimur bílum; annars vegar á rafknúnum bíl og hins vegar á Porche. Og hefur myndinni verið gefið vinnuheitið Hringurinn 2. Nú virðist sem svo að til sé önnur slík mynd, sem var gerð fyrir tveimur árum en frum- sýnd á Menningarnótt. Hún er eftir bræðurna Jónas og Böðvar Þór Unnarssyni og hefur nú verið kölluð Hringurinn 3. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI „Við réðum sérstaka PR-mann- eskju fyrir ferð okkar út og hún sendi út litla fréttatilkynningu um að Kate talaði inn á myndina. Hún sagðist aldrei á ævinni hafa feng- ið önnur eins viðbrögð,“ segir Mar- grét Dagmar Ericsdóttir, móðir Kela, sólskinsdrengsins, og fram- leiðandi heimildarmyndarinnar um hann, Sólskinsdrengurinn. Flestir af helstu netmiðlum heims hafa flutt fréttir af því að Óskarsverðlaunaleikkonan Kate Winslet sé sögumaður í myndinni og tali inn á hana fyrir Margréti Dagmar. Reuters-fréttastofan reið á vaðið í fyrrakvöld og fréttavefur BBC hafði síðan eftir Margréti að nærvera Winslet yrði til þess fall- in að einhverfa myndi fá enn meiri athygli en áður „Hún er í mikil- vægu hlutverki hvað það varðar,“ hefur BBC eftir framleiðandan- um Margréti. Í fréttunum af mál- inu er greint frá því að Winslet sé í góðum hópi listamanna enda eigi bæði Björk og Sigur Rós lög í myndinni. Margrét bætir því við að þau hafi sent eintak af myndinni á allar stærstu fréttastofurnar, þar á meðal bandarísku fréttastofuna CNN sem hafi strax sett sig í sam- band við Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóra myndarinnar. Í fram- haldinu er ráðgert að taka upp hálftíma viðtal við hann. Margrét reiknaði með að vera nánast ein- göngu í viðtölum þegar nær drægi frumsýningu sem verður í Toronto þann 12. septem- ber. Þá hafa stórir dreifingaraðilar sett sig í samband við Margréti og á borði hennar eru nokkur tilboð um dreifingu sem verður lagst yfir á næstu dögum. - fgg WINSLET HEFUR AÐDRÁTTARAFL Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um aðkomu Kate Winslet að kvikmyndinni Sól- skinsdrengurinn sem fjallar um hinn einhverfa Kela og baráttu fjölskyldu hans við einhverfu. Kate Winslet kemur Kela í heimsfréttirnar VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Edward Kennedy. 2. Eysteinn Guðni Guðnason. 3. Ingólfur Sigurðsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.