Spegillinn - 01.09.1947, Side 4
146
SPEGILLINN
UM 20. ÁGÚST
skeði sú nýlunda i fjármálum vorum, að stykki úr Landsbankanum
hrundi niður á Austurstræti og munaði ekki nema einum, að það ban-
aði manni, sem var á leið í Búnaðarbankann. Jafnskjótt sem vonlaust
var um, að fleiri stykki ætluðu að detta, var gangstéttin umgirt köðl-
um og viðgerðir hafnar. Er þetta fyrsta bankahrun hér á landi eftir
veltiárin, og var vel viðeigandi, að sjálfur þjóðbankinn riði þar á vaðið.
REYKJAVÍKURHÖPN
hefur nú eignazt nýjan dráttarbát, sem getur aðstoðað allt að tíu
þúsund tonna skip við að komast inn á innri höfnina, að þvi er oss er
tjáð. Ekki er þess getið, hvort hann geti hjálpað skipunum út aftur,
en kannske er ætlazt til, að þau fari yfirleitt héðan svo létt, að þau
séu sjálfbjarga. Ekki má rugla þessum bát saman við nýsköpunai'bát-
ana, sem flestir hafa kornið allt of seint og eru þess vegna líka dráttar-
bátar.
SÖKUM ALMENNRA
umkvartana um seinlæti póstgangna vorra, hefur póststjórnin nú
gefið út spánný flugfrímerki, sem hafa þá náttúru, að þau má setja
á hvaða póstsendingar sem vera skal. Viljum vér eindregið mæla með
þessum ágætu frímerkjum á póst þann, sem sendur er með Súðinni.
REKNETJAVEIÐI
hefur undanfarið verið lítilsháttar íæynd hér í Kollafirðinum, en
þar var allt svart af sild síðastliðinn vetur, eins og- menn muna. Árang-
minn varð ein sild, sem við nánari athugun reyndist vera svo draghölt,
að hún haíði sig eklci undan netinu. Ekki er enn afráðið, hvernig síld-
in skuli verkuð, en sennilega verður nefnd skipuð til þess að ákveða
það, og önnur til að reikna út sannvirði síldarinnar, ef útgerðin á að
hafa fyrir kostnaði, og er spá rnanna, að dýrt verði i henni pundið —
auk heldur kílóið.
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefur farið þess á flot við bæjarráð, að það úthluti hæstarétti tveim
byggingarlóðum, en setur það upp, að þær verði við Ægisíðu, svo sem
til að undirstrika hið ægilega vald réttarins. Vér höfum lengi staðið
í þeirri trú, að einkunnarorð Hæstaréttar væru: ,,Með lögum skal land
byggja“, .en hér sýnir það sig að vera „Allt á sama stað“.
FRÁ RÓMU
er oss símað, að hans heilag'leiki, páfinn Píus hinn tólfti með því
nafni, sé nú alveg að forganga af svefnleysi. Þetta gefur i skyn, að
hans heilagleiki sé fasisti, þvi að rneðan Mússi heitinn var og hét, var
þess aldrei getið, að hann (Pius) gæti ekki sofið.
LANDSBANKINN
og Útvegsbankinn hafa nú í ískyg'gilegu bróðerni stofnað gjald-
eyriseftirlitsskrifstofu, sem ku eiga að koma í veg' fyrir, að menn mis-
noti hinn dýrmæta gjaldeyri vorn — alltso munu krónuseðlar ekki
heyra undii' þessa stofnun. Þetta er óneitanlega hið þarfasta uppátæki,
en samt getum vér einhvernveginn ekki varizt þeirri hugsun, að þén-
anlegra hefði verið að koma því á, meðan einhver gjaldeyrir var til að
passa upp á, og eins hefði það getað hlíft prentsvertukvóta vorum er-
lendis að hafa nafnið eitthvað styttra, til dæmis N. M. O., sem mætti
þýða: ,,Nó monní olræt“.
SÍLDVEIÐIN •
gengur enn treglega og hafa vísindamenn nú fundið út aí lærdómi
sínum, að þetta sé að kenna of miklum hita í sjónum, þ. e. ef hann
væii bara kaldari, að þá myndi hún leita til lands, og jafnvel hlaupa
á land upp, ef hann væri nógu kaldur. Vér sjáurn ekki annað fært en
panta dálítið af hafís, sem einskonar dýrtiðaruppbót ofan á tíðarfar-
ið, sem verið hefur í sumar.