Spegillinn - 01.09.1947, Síða 5

Spegillinn - 01.09.1947, Síða 5
SPEGILLINN 147 Hóflaus stofnkostnaðuc, hrunin mjölskemraa, siginn lýsisgeymir og ónýtt síldarmjöl vitna þar um stjórnarhætti seinustu ára Fjórð ung slund ar agsrá I hugsunarleysi vai'ð mér reikað niður í Tjarnargötu hérna um daginn. Dettur mér þá ekki í hug, að hér haldi einmitt til húsa hið almáttuga Fjárhagsráð, sem nú ræður yfir lífi og velferð (eða dauða og helferð) þegnanna í landinu. Og efst- ur þar á þróninum gnæfi guðfræðiprófessor, dósent, alþing- ismaður og bankaráðsformaður Magnús Jónsson, candidatus theólógie og e. t. v. m. m. — Leyfist kettinum að líta á kónginn, hugsa ég. — 0, skítt, allir erum vér mórauðir hundar fyrir guði, svarhugsa ég aftur. Hleyp svo upp stigana og styn upp þessu fífldjarfa erindi mínu. — Jú, við skulum sjá, það skal verða athugað. Gera svo vel og bíða, setjast hérna á stólinn. (Því ekki í kjöltuna á > skrifstofustúlkunni? Ja, ég barasta spyr.) — Nú, þessi er þá einn af þeim alstórustu, hugsa ég, — með píslarbiðir og allar tilheyrandi græjur til að gera mann meyran. Skyldi hann gruna þetta um jeppann? Bið. Bið. Bið. Þegar ég loksins kemst inn i það allra helgasta, sé ég allt í móðu af bið-óstyrk. Þessir vita, hvernig þeir eiga að fara með mann. En sem ég er lifandi, er ég allt í einu setztur ofan á stól og farinn að reykja og sé ekkert annað en mildina og vingjarnlegheitin út úr hinu stórfræga andliti þarna á móti mér, „grafinn lifandi" í skjalabunka með áletruðu „Nei“ yfir þverar blaðsíðurnar. — Þetta er mikið ráð, þetta Fjárhagsráð, segi ég, svona til að segja eitthvað. — 0, alveg hreint óskaplegt, segiv prófessorinn. — Sa, sem hefur verið trúr yfir litiu, mun efnnig veröa settur yíir mikið. — Já, ég skil, þér eigið þar við guðsfræðsluna, segi ég. — Þetta Viðskiptaráð, var það ekki annars hálfgert óráð? — 0, alveg óskaplegt, biddu fyrir þér. „Þeir þóttust vera vitrir, en urðu heimskingjar“, eins og postulinn segir í Róm- verjabréfinu, fyrsta kapítula, 22. versi. — Aðkoman var altsvo ekki góð? — Eiginlega alveg óskapleg. Þegar ég hafði kynnt mér ástandið til hlítar, gat ég tekið undir með Prédikaranum: „Þá hvarf ég að því að láta hjarta mitt örvænta yfir allri þeirri mæðu“. — Fjárhagsráð hefur nú eiginlega öll ráð í hendi sér, eða þér öllu heldur, sem formaður þessa valdamikla ráðs? — Það er nú svo, segir prófessorinn hugsi. „Og ég varð mikill og meiri öllum þeim, er verið höfðu í Jerúsalem á und- an mér“, segir Prédikarinn einhvers staðar. — Hvað var nú fyrsta verk yðar sem formanns Fjár- hagsráðs? — Ég sneri mér að því, eins og Prédikarinn segir, að virða fyrir mér speki, flónsku og heimsku, því hvað mun sá maður gera, sem kemur eftir konunginn.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.