Spegillinn - 01.09.1947, Side 7

Spegillinn - 01.09.1947, Side 7
SPEGILLINN 149 Fékk 1 — eina — síld í Kollaíirði. Bátar liafa undanfarið ieitað síldar hér á Faxaflóa, en orðið lítið varir, utan einu sinni, svo sem gelið var i Vísi þá. Á þriðjudag fór vb. Ægir frá Akranesi upp i Kolia,- fjörð með reknet og rcyndl þar. Bar förin þann árang- ur, að ein síld fékkst í netin! Þót’t aflinn liafi ekki orðið meiri, telja menn þó, að sild muni vera að ganga hér í ftóann og firði inn af hon- um. VANDAMÁL DAGSINS „Vorsins friður vorsins þrá“ vakti fyr í sálu minni, hlustaði þó einatt á allt er stjórnin birta kynni sendimönnum sínum frá, sumum austur í Rússíá, aðrir voru Attlee hjá einfaldir í þjónkun sinni. Afrek þeirra ansi klén okkur hérna heima virtist, en allt í einu í útvarp birtist Bjarni Ben. Þó þeir svelti liti um álfur eigi varla spón á disk engir éta íslands fisk ekki jafnvel Stalín sjálfur. Áki þessum einkavin ætlað hafði þunnildin og öreigunum í hans ríki á þeim skyldi vömbin kýld. nú æpa þeir og enskir lordar íslands síld. Hlustaði ég hljóður á hundurinn hvar grafinn lá. Ó kei sagði ég allt í lagi eins og jafnan fyr hagfræðingar hafa sagt liöfuð sitt að veði lagt útflutningur okkar verður áttahundruð milljónir. Undir niðri uggur bærðist, eins og kannske er von, í angist minni upp ég hringdi Árna Friðriksson. En Árni varðist allra frétta, aflagt kvaðst hann hafa að spá, úr háum söðli ei hafði að detta hugsaði ég, en sagði ei þá. Las ég um í öllum hlöðum er nii síld í stóruin vöðum. fullar eru allar þrær eitthvað 100 skip í gær, nú skal lifað hæ og hó og hjartað örar sló. Enginn friður engin hvíld allir fiska síld. „Dimmt er á dökkumiðum djúpur er úfinn sær“, kuldahrolls ég kenni, kaffi skammtað var í gær, tómar eru allar þrær, ömurlegt á flestum sviðum. Hark er nóg í heimsins glaumi hrekk ég upp af ljúfum draumi. Nú á að fara að skammta skó, skrattinn hafi það þó. Konan orðin örg og fýld. Bræla yfir öllum sjó og engin síld. Skjálfandi ég allur eigra eins og strá í landnyrðing, nefndin á ennþá eftir eina tilkynning. Kveða skyldi ég napurt níð, nú er hún öll í töluliðum, upptrekkjandi á öllum sviðum er það taugastríð. Greini ég hvergi gæðavottinn, í gremju sagði ég við drottinn: ..Þarna sérðu kannske livað J>að kostar að skammta síld“. Grímur.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.