Spegillinn - 01.09.1947, Qupperneq 8

Spegillinn - 01.09.1947, Qupperneq 8
15D SPEGILLINN EFSTÁ BAUGI Innan um hryðjuverkafregnirnar frá Púnjöbu og Súru- bæju kemur sú fregn eins og blessaður sólargeisli i rosanum, að Bretakóngur hafi nú samþykkt væntanlegt hjónaband dóttur sinnar og Filpusar, og var ekki trútt um, að eldri kon- um og öðrum konungssinnurn félli steinn frá hjarta, því að þess hafði verið beðið með spenningi, hvort kóngur myndi nú makka rétt og ekki fara að koma með eitthvað rövl um, að Filpus væri ekki nógu loðinn um lófana o. s. frv., þið vit- ið, allt þetta, sem hægt er að finna .iðlum til foráttu. En svo blessanlega rættist úr þessu, að jöfurr ákvað auk heldur strax brúðkaupsdaginn sjálfur — hann verður 20. nóvem- ber nk., því að alvaldur mun hafa hugsað sem svo, að ekki veitti af einhverjum hátíðabrigðum, þegar Lundúnaþokan er upp á sitt versta, og matarskammturinn hefur enn verið minnkaður, svo að líklega verður þetta bara kaffiveizla. Vér getum hér um afmælisdaginn, ef einhver vildi senda skeyti; um brúðargjafir getur víst ekki orðið að ræða, þar sem búið er að stoppa alla gjafaböggla, nema ef Fjárhagsráð vildi láta eitthvað af hendi rakna — sem þó varla verður, því að ráðið er afskaplega strangt með allan gjaldeyri, sbr. utanfara- hömlurnar, sem það hefur nýlega sett á, með þeim árangri, að aldrei hefur verið meira um utanfarir en síðan. Já, manni veitir ekki af einhverri harmabót í rosanum, ekki sízt þegar það bætist nú ofan á, að Jói Daníels kemur ekki til landsins með his big boys. Er það löng harmsaga, sem hefur verið lakin í öðrum blöðum. Á Suður- og Vesturlandi hefur ros- inn leikið bændur svo grátt, að til vandræða horfir. Eru því miklar vonir tengdar við nýju störina, sem tveir grasafræð- ingar hafa fundið norður í Strandasýslu, hvort sem vinnsla hennar kann að svara kostnaði. Svo að haldið sé áfram í jurtafræðinni, hefur öðrum tveim grasafræðingum verið falið að semja Flóru Reykjavíkur, þótt sumum finnist víð hafa nóg af slíku fyrir, og einfaldara væri að sérprenta eða skera nokkuð blöð — hæfilega mörg — úr Flóru íslands og láta það duga í pappírsskortinum, sem allir líða nú undir, nema Fjárhagsráð og Irgun Zvai Leumi, sem úthlutaði Re- naultbílunum og gaf út tvö upplög af umsóknaeyðublöðum, sem aldrei áttu að hafa neina þýðingu. Landkynningarmennirnir, sem hafa verið að skjóta upp kollunum á nokkurra ára fresti og vilja kalla fósturjörðina ckkar Scley, gæti séð sér leik á borði nú, og skírt höfuðborg- ina Hamsterdam. Hafði sá orðrómur breiðzt út fyrir nokkru, að nú ætti að fara að skammta vefnaðarvöru, og varð til i

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.