Spegillinn - 01.09.1947, Síða 13

Spegillinn - 01.09.1947, Síða 13
SPEGILLINN 155 Sláturstíð Nú er sláturstíðin komin, segir Vísir. En hann er nú heild- salablað, svo að enginn tekur mark á því. Ekki höfum vér ennþá rekizt á angandi blóðmörskeppi og hin gómsætu svið. En það er nú heldur ekki að marka, þar eð vér mötumst á einu fyrsta flokks matsöluhúsinu hér í bænum. Þar eru það rollutetrin frá því í fyrra, sem enn eru lögð undir bitlausan hníf gestanna, en enginn skyldi samt vorkenna rollunum, því að þær eru venjulega hervæddar brynju ellinnar og bera oft- ast nær hærra hlut, hversu vígfimur sem gesturinn kann að vera. Nei, það er ekki sláturstíð í matsöluhúsinu því, þó að máltíðin kunni að kosta tuttugu krónur og fimm aura (desert- inn dregst ekki frá, þó að hann gleýmist, því að það gerir klúður í reikninginn), en þá skjögrar gesturinn líka venju- lega út eins og skorinn kálfur — og þá finnst manni hálfgert eins og komin sé sláturstíð. Oss er aftur á móti tjáð, að nú standi sláturstíð yfir á hærri stöðum. Hefur verið slátrað ráðum tveim, sem kvað þó verið hafa aflóga löngu fyrr. Að minnsta kosti kvartaði Svanbjörn í Landsbankanum yfir því, að Viðskiptaráðið sáluga væri komið með óráð, og taldi eina ráðið að flytja hið aldurhnigna „ráð“ yfir götuna, þar sem traustari væru húsa- kynnin, og þar gæti ,,ráðið“ í rólegheitum barið höfðinu við „Steininn“. Kvað Svanbjörn ,,ráðið“ útbýta leyfum á báðar hendur í eintómri ráðleysu og sú vinstri (komminn og krat- inn) vissi ekkert hvað sú hægri (íhaldið) gerði. Og svo komu veslings innflytjendurnir og annað gjaldeyrisþurfandi fólk niður í Landsbankann með úttroðna vasana af rauðum og grænum leyfum. Þar fengu menn heiðurinn af að útfylla um- sóknareyðublað og sjá leyfin sín hverfa í skajalasafn á stærð við Salmonsens Lexikon. Og síðan ekki söguna meir. Hvað Svanbjörn ætlar sér að gera við hið mikla leyfisskjalasafn sitt, vita menn ekki, en líklegt þykir þó að hann gefi það út á gamals aldri fyrir þann gjaldeyri, sem hann hefur sparað, og þá undir titlinum: „Að sökkva eða synda“, ef h'ann velur þá ekki enn frægari titil eins og „Mein Kampf“. En það var sláturstíðin. Þegar nefnd ráð voru hnigin í valinn fyrir járnhendi Svanbjarnar, reis upp nýtt ráð, Fjár- hagsráð, sem hefur sýnt sig að hafa fjandans mikil ráð. Lítur helzt út fyrir, að það ætli sér að gera Svanbjörn atvinnu- lausan. Er það þegar orðið yfirslátrari þessa lands og er nú hafinn almennur niðurskurður. Svanbjörn kvað ennþá fá að halda fótunum, en Hermann skýtur. En Magnús Jónsson sjálfur rýður blóði á dyrastafi þeirra, sem á að setja á. Laus- leg áætlun eftir fyrstu aðgerðir þessa óhugnanlega yfirráðs er, að menn munu fá sem næst einn matarskammt á mánuði. Kaffi aðeins til stórhátíða og á afmælum. Klæðnað á nokk- urra ára fresti. Búast má við, ef þannig heldur áfram, að þeir, sem næst uppgötvi landið til hernáms, finni hér ein- tóma Bóbinsóna Krúsóa og náttúrlega Róbinsonínur. Ja, þá lízt oss nú ekki á „ástandið“. Vildum vér í allri hæversku leggja til, að hið háa, almátt- uga Fj. (= Fjárhagsráð) færi þegar að flytja inn nægar birgðir af mittisskýlum, áður en síldveiðin bregzt meira. En svo að maður haldi sér við sláturstíðina, þá er það ein- Ötvarpsauglý sing: ”Dýrasýningin í Örfirisey. Dansað í !;völd kl.8-10o Sjómannadansráð" kennilegt, hvað illa gengur að slagta síldinni, jafn litlum fiski, þegar vinir vorir og bræður virðast hlaða í sig eftir þörfum. Fyrst vantaði okkur flotann, nú höfum við hann. Þá vantar okkur móður.skip. Stundum er sjórinn of kaldur. Stundum er hann of heitur. Stundum er ofsarok og þá veið- ist náttúrlega engin síld. Stundum er logn á miðunum og þá veiðist engin síld heldur. Árni Friðriksson heldur nú alltaf við sínar kenningar, hvað sem hver segir, og hjá honum er sjórinn alltaf of heitur. Og svo eru allir farnir að tala um þennan voðalega heita sjó. Vér getum því miður ekki fallizt á þessa kenningu, síðan vér urðum fyrir því óhappi um dag- inn að detta fram af Grandagarðinum í foraðsveðri. Vér ætl- uðum að hyggja að því, hvort það væri satt, að enga bröndu væri að sjá. Þegar vér loksins höfðum bjargað lífi voru af mikilli hreysti og klifruðum upp á garðinn nötrandi af kulda og gegndrepa, ber þar að gamlan þul, sem horfir á oss með athygli og segir: — Er sjórinn alltaf jafn heitur? — Nei! Og eftir það trúum vér ekki á neinar kenningar. En það var sláturstíðin. Vísir kvartar undan því með sinni venjulegu rökfestu, að „vinnufólkseklan tef.ji slátrup hér í Reykjavík" (20. ágúst 1947). í mínu ungdæmi var það nú öfugt, að menn töfðu hver fyrir öðrum, þegar þeir voru of margir. Jæja, skítt með það. Nema Vísir segir, að ekki sé slátrað meiru en fullnægi dag- legri eftirspurn. (Vér héldum nú, að það væri nóg.) Stafi þetta af því, að bæði sé tilfinnanlegur skortur á fólki til að slátra, eins sé tilfinnanlegur skortur á lömbum til að slátra.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.