Spegillinn - 01.09.1947, Page 17

Spegillinn - 01.09.1947, Page 17
SPEGILLINN 15') /7tU&ry Prh. Það kom sýnilega á Tobbu, þótt hún reyndi að leyna því. Senni- lega hefur það verið salatið, sem gerði þetta að verkum. Hún sagði ekki orð, en leit kring um sig á herbergið, þar sem allt vai' á rúi og stúi, en allt var þakið með knipplingadúkum, sem allir voru óhreinir og krumpaðir. Hún horfði á Túfik renna teppakústinum á fæturna á húsgögnunum, svo að small í og er hún hugsaði um salat Hönnu, barst að nösum hennar ilmur úr eldhúsinu, sem gaf til kynna frekari sýrlenzkar tilraunir með meltingu hennar. Tobba gafst upp og sama moigun skrifaði hún Hönnu, að Túfik væri að fara til Sýrlands, og bað hana koma aftur og hafa með sér salatuppskriftina. Þetta var, minnir mig, á mánudeg'i. Skip Túfiks átti að fara á mið- vikudag. Á þriðjudaginn fórum við Agga í búðir, og í einhverju iðr- unarkasti — því að okkur fannst ekki málið fullleyst með því að reka drenginn burt — keyptum við nýjan alklæðnað á hann. Hann var næstum búinn að koma okkur í skömm með því að kyssa á hendur okkar inni í íbúðinni, og meðan við vorum að kaupa honum ný háls- bindi, hvarf hann — og kom aftur rauðeygður af gráti. Hin viðkvæma sál hans var snortin þakklátssemi. Agga vcrð að segja honum einbeitt- lega, að ef hann gerði þetta aftur, fengi hann einn á hann! Búðarmennirnir horfðu á okkur með mikilli eftirtekt og tveir drengir eltu okkur um allt og störðu á okkur með galopna munna. Hvorug okkar Öggu þekkti neitt inn á karlmannafatnað, og það sem Túfik vildi, var föt, án allra nærfata, en með skyrtubrjósti og gúmmiflibba og tilbúnu grænu hálsbindi, sem hægt væri að krækja á flibbahnapp- inn. Hann varð alveg agndofa, þegar við keyptum honum ferðakofoi't og teppi, og hvarf þá aftur, en kom til baka að vörmu spori með fullan brjóstsykurpoka. Við urðum m.jög hrærðar. Þetta var á þriðjudag, eins og þegar hefur verið sagt. Túfik hafði sofið í gestaherberginu h.já Tobbu síðan honum mistókst að frem.ja sjálfsmorðið, svo að við sendum dótið heim til Tobbu. Þetta kvöld bað hann um leyfi til að heimsæk.ja vin sinn frá Damaskus, sem var eitt- hvað við veitingastarfsemi. Tobba lofaði honum að fara, þvert ofan í ráðleggingar okkar hinna. „Hann etur bara einhverja glás af þessum sýrlenzka mat“, sagði ég, „og svo verður hann veikur og missir af skipinu og svo endurtekur sagan sig“. En Tobba var ósveigjanleg. „Þetta er síðasta kvöldið hans“, sagði hún, „og hann hefur lofað að reyk.ja engar sígarettur, og ég hef gefið honum tvær magatöflur. Við lifum í frjálsu landi, Lísa mín“. Við áttum að hitta Túfik á stöðinni morguninn eftir og höfðum útvegað honum mat til að borða í lestinni. Agga hafði komið með steiktan kjúkling, en ég með brauð og kökur. Þar sem Tobba hafði engin tök á matartilbúningi, kom hún aðallega með fíkjur og döðlur, sem áttu að minna Túfik á heimkynni hans. Lestin fór snemma af stað og engin okkai' var neitt hrifin af að fara á fætur fyrir allar aldir. Agga sat inni í stöðinni og hnerraði, Tobba hafði einhvern verk fyrir ofan annað augað og settist við ofn- inn. Við höfðum matinn í stórum skókassa, sem var vafinn vaxpappír, til þess að hann skyldi ekki þorna. Sá sem ekki kom, var Túfik. Lestin kom að pallinum, fylltist og fór! Pólk var farið að glápa á okkur, þar sem við sátum þarna eins og illa gerðir lilutir. Agga hne? i'áði og Tobba hélt um augað sitt Enginn Túfik! Svangar, vandræðaíegur og vondar, tókum við leigubi og fórum heim til Tobbu. Engin okkar sagði neitt, en allar voru hugs andi. Við vorum glorhungraðar, svo að við breitídum matinn úr skókass anum á einn knipplingádúkinn og átum hann — þöglar að mestu Ferðakofortið og teppið var farið. Við skiptum okkur ekkert af því, Það dót mætti fara alla leið til Jerúsalem fyrir okkur! Þegar við höfðum lokið máltíðinni — klukkan eitthvað um ellefu — stóð Tobba upp og leit yfir íbúðina sína. Með morð í áugnaráðinu hrifsaði hún alla skrautdúkana af húsgögnunum og fleygði þeim . hrúgu á gólfið. Við Agga horfðum á hana, mállausar. Hún sagði ekki orð, en sparkaði öllu draslinu inn í skáp. Þegar hún hafði skellt hurðinni aftur, sneri hún sór við og leit á okkur með ægisvip. „Þetta skítaleppasafn hefur kostað mig um 500 dali“, sagði hún. „Þó hefði það verið tilvinnandi, ef það gæti kennt mér, að ég er ekki annað en gamall bjáni og þið tveir af sama tagi. Ef drengurinn sá arna sýnir á sér smettið hér, læt ég lögregluna taka hann!“ Samt fór það nú svo, að Tobba gerði ekkert þvílíkt. Klukkan fjögur um daginn var dyrabjöllunni hringt feimnislega, og ég fór til dyra. Uti fyrir stóð Túfik, kengboginn og vesældarlegur, studdur af stórum, dökkleitum manni með ferlegt yfirskegg. „Eg koma með drenginn yðar“, sagði só skeggjaði og brosti. „Hann mikil vandræði — sorg — hann dauður úr sorg“. Ég- leit gaumgæíilega á Túfik. Hann var fölur og skjálfandi og nýju fötin gáfu helzt til kynna, að hann hefði sofið í þeim. Flibbinn hans var beyglaður og' snúinn, en græna hálsbindið var horfið og annað svart og ræfilslegt komið í staðinn. „Fröken Lísa!“ sagði hann rámur. ,,Ég deyja! Hjartað farið. Faðir minn . . .“. Hann féll nú saman aftur, hallaði sér upp að dyrastaínum og huldi andlitið í vasaklút, sem ég átti bágt með að trúa, að væri einn þeirra, sem við höfðum keypt daginn óður. Ég vissi ekkert, hvað ég átti til bragðs að taka. Tobba hafði sagt, að hún væri orðin biluð á drengnum. Ég ákvað því að loka gangdyrunum, þangað til við hefðum haldið fund um málið, en fóturinn á Túfik var á milli og þvi meir, sem ég bað hann að færa hann til, því ákafar grét hann. Skeggjaði maðurinn sagði, að þetta væri allt satt. Faðir Túfiks hefði dáið úr pestinni — bréfið hafði komið snemma þá um morgun- inn. Beirútborg var öll smituð af plágunni. Hann veifaði bréfinu framan i mig, en ég skipaði honum að brenna það tafarlaust — vegna sóttkveikjanna. Ég kom meira að segja með skóflu handa honum að brenna það á, en þegar því verki var lokið, sá ég að Túfik hafði sjálf- ur tryg-g't hjálpræði sitt. Hann stóð við dyrnar á stofu Tobbu, og lét dæluna ganga um sorg sina og sýndi svarta hálsbindið sem sönnunar- gagn. Jæja, þarna stóðum við þá á sama stað og áður, nema hvað við vor- um 120 dölum fátækari — því að eftir að sá skeggjaði var farinn — þegar honum hafði mistekizt að selja Tobbu eina silkitreyju i við- bót — heimtaði ég farseðil Túfiks, til þess að geta skilað honum aft- ur, en fékk ekki annað svar en tvær tómar hendur, sem hann rétti fram.

x

Spegillinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.