Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 4

Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 4
66 SPEBILLINN Lagaxfoss. hemur SONUR EDENS var nýlega á ferð á Keflavíkurflugvellinum. Héldum vér fyrst, að þarna hefði verið annaðhvort Kain eða Abel, og þótti súrt í broti, en svo sýndi það sig, að drengurinn hét Nikulás, er 17 ára gamall og hvergi nefndur í biblíusögunum. Samt hefur þetta vakið oss svo, að vér munum vera á verði á flugvellinum framvegis, ef amma Trumanns eða tanta Molotoffs skyldi rekast þangað, og birta lesendum vorum skýrslu um málið. NAZISTADÓMSTÓLL, þ. e. stóll, sem dæmir nazista, hefur nýlega haft til meðferðar rit- höfund einn af þeirri trúarjátningu, sem hafði kallað Skúrkhill gamla versta glæpamann og farið um hann fleiri óviðeigandi orðum. Fékk höfundurinn 150 daga fangelsi (væntanlega óskilorðsbundið), auk þess sem 10% af eignum hans voru gerðar upptækar (þætti vel sloppið hjá niðurjöfnunarnefndinni hér!), og loks má hann ekki vinna neina andlega vinnu í næstu sex ár, en talið er, að það muni koma létt niður á honum. Hinsvegar hefðu þeir Þorsteinn og Ingimar betur haft vit á að slcella einhverju slíku á Laxness, þegar þeir voru að dæma hann fyrir skömmu. MAÐUR NOKKUR, sem þreytir búskap hér í nágrenni höfuðstaðarins, var nýlega napp- aður fyrir að drepa búpening sinn úr hor og gekk þetta jafnt yfir klauffé sem fiðurfé. Blöð vor hafa farið um þetta hörðum orðum og af miklum alvöruþunga, milli þess, sem þau hvetja landslýð til að varðveita hverskyns þjóðlega menningu. Er von, að lesendur spyrji, eins og maðurinn, sem sá hundinn urra og dingla skottinu í senn: „Hvorum endanum á ég að trúa?“ JÓN AXEL hefur fundið að því á bæjarstjórnarfundi, að höfuðstaðurinn skuli ekki nota hina ágætu hitaveitu sína í sín eigin hús, eins og Bjarnaborg o. fl. Oss finnst þetta einmitt lofsvert, að bærinn taki ekki hitann frá borgurunum og láum borgarstjóra hreint ekki þó að hann tæki þessu hitatali Jóns kuldalega. KNATT SPYRNUKEPPNI var fyrir nokkru háð í Glasgow, milli Englendinga og Skota, og varð útkoman sú — að heimild Morgunblaðsins — að Bretar unnu leikinn með 2 mörkum gegn 0. Þessi árangur gefur oss þá hugmynd, hvort við hérna heima getum ekki unnið kappleik, sem einhverjar þjóðir halda, úti í löndum, án þess að þurfa að koma nokkursstaðar nærri. Slíkt gæti sparað skömm og gjaldeyri. Á NÝAFSTÖÐNUM aðalfundi Póstmannafélagsins voru samþykktir gerðar um að heimta ýmsar endurbætur á veseninu, svo sem nýtt pósthús og fleira smávegis. Sem von er til, er fæst af þessu enn komið í kring, og yfirleitt höfum vér ekki heyrt neina sérstaka nýjung nefnda í póstmálum vorum síðan, nema þá, að skömmu eftir fundinn var póstkassa stolið, sem lengi hefur hangið á verzluninni Vísi, eða nánar tiltekið, svo lengi sem elztu menn inuna. Aðvarast því hérmeð allir, sem setja vilja bréf sín í téðan kassa, að athuga fyrst, hvort nokkur kassi er þar fyrir. NAFNANEFND höfuðborgarinnar hefur ákveðið að taka fyrir tvo kafla af núver- andi Hringbraut og skíra þá upp, og skal annar heita Ánanaust en hinn Snorrabraut, rétt eins og Snorri og ánamaðkarnir hafi verið eitt- hvað merkilegri en Fiskhringurinn sálugi, sem brautin mun heitin eftir. En nefndin telur þörf á þessu, vegna þess, hve löng gatan sé. Já, vér höfum líka þekkt mann, sem átti og notaði tvö fjármörk, vegna þess hvað hann átti margt fé. BÆJARSTJÓRNIN í höfuðstaðnum ætlar, í félag'i við bróður Kveldúlf, að reisa síldar- verksmiðju í Effersey, til að bræða það, sem úr Hvalfirði kynni að koma, næstu árin, en komi ekkert, er meiningin að verksmiðjan taki við af Mjólkurstöðinni, er hún missist úr selskapslífinu. Þarna má sjá, hvort það er vitlaust að kjósa kapítalista í bæjarstjórn, ef þeir fóma sér þannig fyrir borgarana með því að taka á sig áhættu, sem alltaf má búast við að verði talsverð.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.