Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 17

Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 17
8PEQILLI NN 79 'TíU&ry Pramhald. Tobba hljóp til hans með eina tjaldsúluna. Þetta er mikill galli á Indíánatjöldum: í hvert skipti sem einhver þarf veiðistöng eða bar- efli, missir tjaldið úr beinagrind sinni og' hangir þá skakkt eins og and- lit á feitum kvennmanni, sem hefur verið að megra sig. Og það kom i ljós, að Percy hafði króað inni heilan mörð, og hrakið hann upp í tré. Hann klifraði nú á eftir honum og reyndi að hrekja hann burt með tjaldsúlunni, en rétt í því bili kom maður ríðandi inn í rjóðrið og sama sem datt af hestinum, er hann stanzaði. Hann var óhreinn og klórað- ur, og reiðfötin hans, sem einusinni höfðu verið fín, voru öll rifin. Hann ætlaði að fara að taka af sér hattinn, þegar hann kom auga á okkur og hætti þá við það. „Hafið þið nokkuð að éta?“ spurði hann. „Ég' er búinn að vera að villast síðan um hádegi í gær og er kominn að niðurlotum“. I þessu bili kviknaði í laufinu á eldinum svo að hann lýsti upp tréð, sem Percy var í. Ég gleymi aldrei skelfingarsvipnum á Tobbu, þegar hún kastaði blautu laufi á eldinn í mesta snatri. „Því miður erum við búnar að borða“, svaraði hún. „Já, en þegar maður er að deyja úr hungri . . .“ „Þér ættuð alltaf að þola vikuna“, hvæsti Tobba. „Annars eruð þér meira en nógu feitur fyrir heilan mánuð“. Hann starði á Tobbu, eins og hann tryði ekki sínum eigin eyrum. „Já, en góða kona“, sagði hann. „Ég get borgað það, sem ég fæ. Jafnvel farandfólk eins og þið þarfnist peninga öðru hvoru, ekki satt? Nú ættuð þér að sjóða fisk handa mér, — ég skal borga hann vel. Nafn mitt er Willow — J. K. Willow. Þér hafið kannske heyrt mig nefndan?" Tobba leit snöggvast upp í tréð. Það var enn í gkugga og hún dró andann djúpt. Siðar sagði hún, að hún hefði fengið innblásturinn þá um leið. „Við getum gefið yður mat“, sagði hún. „Við höfum kanínukássu, ef þér kærið yður um hana“. Nú heyrðust brak og brestir uppi í trénu og við héldum, að úti væri um allt. Við heyrðum síðar, að Percy hefði verið að reyna að klifra út úr ljósbjarmanum, en þá hefði mörðurinn orðið svo hræddur, að hann hefði næstum verið dottinn. En í stað að líta þangað til þess að athuga nánar, hörfaði komumaðurinn að eldinum. „Þetta er bara villiköttur“, sagði Tobba. „Það er engin hætta á, að þeii' komi nærri eldinum“. „Nærri!“ æpti hr. Willow. „Ef þeir kæmu nær, yrðu þeir að fara inn í eldinn!“ „Ég held“, sagði Tobba, „að ef þér eruð hræddur við þá — enda þótt þér séuð annars öruggur, ef þér farið ekki inn undir trén, því að þeii' geta stokkið niður — ættuð þér heldur að vera við eldinn í nótt. í fyrramálið skulum við svo fylgja yður á veginn“. Svo að Percy átti að vera uppi í trénu alla nóttina! Ég' sendi Tobbu grimmdar-augnaráð, en hún lézt ekki sjá það. Willow leit upp og í hring' og auðvitað voru trén þar, hvar' sem lit- ið var. „Ætli ég' verði ekki kyrr“, sagði hann. „Hvernig var það með kaninukássuna?“ Ég vissi ekki þá, hvað Tobba var að fara, og meðan Agga var að fóðra gestinn og hann að nöldra yfir matnum, dró ég Tobbu afsíðis. „Ex-tu orðin alveg bandvitlaus?" spurði ég. „Fyrir þenixan bjána- hátt þinn verður Percy að vera uppi í trénu alla nóttina, og' sennilega sofnar hann og dettur þá til jarðar!“ Tobba sendi mér ískalt augnaráð. „Þú ert náttúi’lega bezta sál, Lísa mín“, sagði hún, „en þú mátt ekki reyna ofmikið á gáfui-nar í þér. Parðu nú og dundaðu eitthvað, sem er fyrirhafnarlítið — láttu Willow-herrann leggja silfur í lófa þinn og spáðu svo fyrir honum. Ef hann spyr einhvei’s, þá er ég Tataradrottn- ing, og þú skalt gefa honum í skyn, að við séurn í bili að fela okkur fyrir í-éttvísinni. Því verra sem hann trúir um okkur, því betra. En rnundu, að við höfurn ekki séð Percy“. „Ég ætla mér ekki að fara að ljúga neinu“, svaraði ég, virðulega. „O, svei!“ frussaði Tobba. „Þessi fantur kom hingað út í skóginn til þess að ögra keppinaut sínum í eymd hans. Nei, sannleikui'inn er ofgóður fyrir svona skepnu!“ Ég gerði mitt bezta, og ég á ennþá silfurdalinn, sem hann gaf mér fyrir spádóminn. Ég sagði honum, að ég sæi litla stúlku, sem elskaði hann, en gerði sér það enn ekki ljóst — og svo væri annar íxiaðui'. „Hanxingjan góða!“ sagði ég, „það hlýtur að vera eitthvað bogið við lófann á yður. Ég sé hinn manninn, en hann virðist vera í ein- hverjum vandi'æðum. Fötunuixx hans hefur vei'ið stolið, því að hann er bei', og hann er hungraður — íxijög hungraður“. „Ha!“ sagði hr. Willow og það var eins og kæmi á hann. „Þið Tatar- arnir eruð eins og fjandinn sjálfur! Hungraðui', ha? Er það allt og sumt?“ Eldurinn blossaði upp í þessu bili, svo að ég gat vel séð ljósan blett uppi í trénu — Pei’cy. En augu gestsins voi'u á hans eigin lófa. „Hann er rétt í þann veg’inn að hætta við eitthvað“, hélt ég áfram, „en ég sé ekki, hvað það er“, sagði ég hátt. „Hann virðist vei'a uppi í loftinu — ef til vill uppi í tré. Ef hann vill vera önxggur, ætti hann að fai’a hæi’ra". Percy skildi, hvað ég átti við og flutti sig hærra, og þá sagði ég, að ég gæti ekki lesið fleira í lófanum. Skömnxu síðar teygði hr. Willow úr sér á jörðinni við eldinn, og brátt var hann sofnaðui'. Einhverntima um nóttina heyi'ði ég Tobbu vera á ferli í tjaldinu og lxún steig á öklann á mér um leið og hún fór út. Ég sofnaði aftur undir eins og verkurinn var liðinn hjá. Rétt í dögun kom hún aftur og snerti við öxlinni á mér. „Hvar er krækiberjavínið ?“ hvíslaði hún. Ég' settist upp samstundis. „Hefur Percy dottið niður úr trénu?“ „Nei. Engar spui'ningar, Lísa! Ég þarfnast þess sjálf. Þessi bölvaður jálkur datt ofan á mig“. Meii'a vildi hún ekki segja mér, en lagðist íxiður stynjandi. En ég var of ói'óleg til þess að sofna aftui’. Unx morguninn var Percy horfinn úr trénu. Hr Willow fékk meira af kanínulcássu og bjóst til brottfarar úr skóginum. Hann bauð Tobbu einn dal fyrir matinn og gistinguna, en hún sneri uppá sig og lét þess getið, að hennar fólk væri ekki vant að selja gestrisni sína. Eitt væri að spá fyrir fólki — brauð og salt væri annað. Hún var hi'okafull á svipinn, svo að manngarmurinn beiddist afsökunar og fór svo að nálg- ast hestinn sinn. En hesturinn var horfinn! Þetta leit ekki sem bezt út í bili. Hann hélt auðvitað, að við hefð-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.