Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 6

Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 6
BPEGILLINN NEÐRI DEILD brezka þingsins hefur samþykkt að afnenia dauðarefsingu í næstu fimm ár, svo sem til reynslu, en þá á auðvitað að hengja delínkvant- ana, ef þeir hafa hagað sér illa. Ekki er því spáð, að lordarnir fallist á svona experíment, þó ekki væri nema vegna matarskammtsins. BRIDGESAMBAND hafa spilafuglar þjóðarinnar stofnað með sér, en ekki er kunnugt, hvort það hefur þegar gengið í Alþýðusambandið. Er það orðið títt, að menn stofna sambönd um alla skapaða hluti, hér á landi; þannig höfum vér hlerað, að jarðeigendur landsins ætli bráðum að stofna jarðsamband. SKÆMEISRAINN Hekla, sem undanfarið hefur veiúð mikill blaðamatur með kíló- metratölu sinni og flutt mörg hundruð dagóa til Suður-Ameríku, hef- ur nú tekið upp bananaflutning til landsins, og hafa ávextir þessir þá náttúru, að þeir sjást ekki á markaðnum. Nú hefur ein bifreiðastöð borgarinnar gert samning við oss að birta jafnan kílómetratölu þá, er hún ekur á mánuði hverjum, og treystum vér því, að þetta muni mæl- ast vel fyrir hjá lesendum vorum. ■Jœtijsh •'V { . BJÖRGUNARSKIPIÐ Sæbjörg, sem var svo efnileg i æsku, að hún byrjaði að hneyksla þjóðina löngu áður en hún hljóp af stokkunum, hefur nú fengið í sig viðbætur og íauka, og var talin „öll hin vandaðasta“, áður en hún kom á sjóinn aftur, en þá brá svo við, að hún fór að leka, svo að vart getur sjófær talizt, og megnar sjálf Landssmiðjan ekki að kítta í hol- urnar. Vér sjáum ekki annað fært en leggja til, að hún verði þegar í stað seld Færeyingum. Fer að sneiðast frelsi manns: FariS í hirzlur borgarans, vasapelinn borinn brott, bannað að veita nokkrum gott. Hrikta lásar Hreyfli á, hristir löggan hverja skrá, rekur nef í þunnt og þykkt, þeir eru að reyna að finna lykt. Flestir gerast þunnir þá, þetta kom, er verst stóð á, snauta bræður Bakkusar bónleiðir til hvílunnar. Varð á öllu slangri slútt, slakna taugar, hvergi sprútt, lokað allt hjá Ólafi, engin von á Borginni. Þegar morgunglætan grá gægðist höfuðstaðinn á, þunnan bæ og þyrstan sá, þungan haus og yglda brá. Lœt ég falla Ijó'Saspjall, læt ég gjalla neySarkall: Veltifi helsi af vínsölum! Veitifi frelsi sprúttsölum. Líknarstarfifi leyfiS þeim, lyfin þarf aS keyra heim handa öllum hálf-þunnum, handa föllnum templurum. Styttist ríma. — Rökkva fer. Rónar híma skelþunner. Galtóm bokkan blessuS er, bœtir nokkur í lijá mér?

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.