Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 18
80
SPEGILUNN
um stolið klárnum, enda þótt Tobba sýndi honum, að taumurinn hefði
fyrst verið nagaður og síðan slitinn.
„Ef klárinn hefur fengið veður af villiketti“, sagði hún, „hafa eng-
in bönd haldið honum. Engir af minni þjóð koma með hesta með sér
ó þessar slóðir“.
Gesturinn yfirgaf okkur innan stundar, illur í skapi og tortrygginn.
Við komum honum á götuna og það síðasta, sem við sáum til hans,
var að hann skálmaði áfram, en leit upp við og við, til þess að gá að
villiköttum.
Þegar hann var vel kominn af stað, kom Percy fram úr runnunum.
Ég hélt, að hann hefði hjálpað Tobbu til að stela hesti gestsins, en svo
virtist ekki hafa verið, og hissa varð hann, þegar Tobba kom fram úr
skóginum og teymdi gæðinginn á slitnum taumum.
„Ég ætla að sleppa honum“, sagði hún við Percy, „og svo skuluð
þér nó í hann aftur. Það verður glæsileg sjón, þegar þér komið úr
skóginum ríðandi, og auk þess hafið þér allt ofmikið að bera, þegar
þér hafið fengið tjaldið, sólskífuna og allt það dót. Þér getið sagt, að
þér hafið fundið hestinn á flækingi í skóginum og náð í hann“.
Percy leit á hana með aðdóun, sem nálgaðist lotningu. „Ungfrú
Tobba“, sagði hann hátíðlega, „ef ekki væri hún Dóróthea litla, skyldi
ég biðja yðar. Að minnsta kosti vildi ég hafa yður í fjölskyldunni".
Sagan mín fer nú að styttast hvað úr hverju.
Allt til síðasta dagsins varð Percy að vinna myrkranna ó milli, þvi
að auðvitað máttum við ekki hjálpa honum. Hann bjó til heilan fatn-
að úr kanínuskinnum, saumuðum með basti, og tilsvarandi húfu og
skó úr marðarskinnum. Skórnir voru gerðir eftir inniskóasniðum, sem
Tobba dró í sandinn við vatnið, og húfan var með arnarfjöður í. Hann
bjó sér til tösku úr birkiberki, til að geyma í reyktan fisk og ket, og
boga og örvar, sem litu vel út, þótt ekki væri hægt að bana neinu kvik-
indi með þeim. Þegar allur þessi reiðingur var tilbúinn, fór hann í
hann, og stakk steinöxinni undir belti úr vínviðarteinungi, tók bogann
og örvarnar um öxl sér og var þá allur hinn vígamannlegasti.
„Nú er spumingin“, sagði hann um leið og hann speglaði sig í vatn-
inu, „hvernig henni Dórótheu lízt ó mig svona. Hún er dálítið vandfýs-
in um klæðaburð. Og, hamingjan góða, hvað henni er illa við skegg!“
„Þér gætuð rakað yður eins og Indiánarnir gera“, sagði Tobba.
„Hvemig er það?“
„Með skel!“
Hann setti upp toi'tryggnissvip, en Tobba fullvissaði hann um, að
þetta væri vel hægt. Hann leitaði því næst uppi tvær skeljar, þvi að
Tobba sagði, að þær yrðu að vera tvær, og kom með þær að tjaldinu.
„Það er víst bezt, að ég geri þetta fyrir yður“, sagði Tobba. „Það
gengur seint, en er öruggt“.
Hann var að horfa á skelina, og varð æ órólegri á svipinn. „Þér ætl-
ið vonandi ekki að skafa það af?“ spurði hann kvíðafullur. „Það væri
miklu betra að nota vikurmola til þess, en ég er bara ekki hrifinn af því
heldur“.
„Alls ekki“, svaraði Tobba. „Tvöföld skel er eins og flísatöng. Ég
ætla að reita skeggið af“.
En það vildi hann ekki heyra nefnt, og sagði sér væri alveg sama,
hvort Indíánamir færu svona að eða ekki — hann vildi ekki láta fara
þannig með sig. Ég held hann hafi séð vonbrigði Tobbu við þessar
undirtektir og óttazt að hún myndi framkvæma verkið meðan hann
væri í svefni, því að hann kastaði skeljunum út í vatnið og gekk til
hennar og kyssti hönd hennar.
„Kæra ungfrú Tobba!“ sagði hann, „enginn gerir sér betur ljósa
yðar meðfæddu göfugmennsku og viljaþrek. Ég dáist að hvorutveggja.
En ef þér reynið á mér þennan Indíánarakstur, eða þá að svíða mig
eins og kjúkling, meðan ég er sofandi, verð ég — þér afsakið, en þér
þekkið, hvað ég er uppstökkur — verð ég virkilega reiður við yðux-“.
Þegar draga tók að lokum, urðum við hræddar um, að öll þessi strit-
vinna væri farin að setja sín mei’ki á hann, líkamlega. Hann var vanur
að sitja á jörðunni með krosslagða fætur, sauma allt hvað af tók og
syngja „Skyrtusönginn“ dapurlegri raust.
„Þér skiljið", sagði hann einusinni, „að stundum hefur það hvarfl-
að að mér að gera eitthvað — hafa einhvei’ja atvinnu eins og aðrir
menn. En einhvernveginn datt mér aldi’ei í hug klæðskerastarfsemi.
Hvemig finnst ykkur þessar buxur ætla að verða?“
Bamvizkubit þjódarinnar.'
l*^ititjóri :
PÁIL SKÚLASON
Oeil narar :
HALLDÓR PÉTURSSON og TRYGGVI MAGNÚSSON
l^ititjórn ocj af jrciÁiía:
Smáragötu 14 . Reykjavík . Simi 2702 (kl 12-13 dagl.)*
Árgangurinn er 12 tölublöð • um 240 bls. - Álkritíavorð: kr. 30,00 á Óri.
Einsfölt tbl. Itr. 4,00 . Ásltritíir greidisl lypríram. - Árilun: SPEGILLINN,
Póslbólí 594. Reyltjavílt - Blaðið er prcnlað í ísaloldarprenlsmiðju ll.l.
Eftir að við gerðum þessa uppgötvun, fékk Tobba hann til að synda
í vatninu á hverjum degi, sér til heilsubótar. Um það leyti, sem hann
átti að leggja af stað aftur heim til siðmenningarinnar, var hann prýði-
lega hress og jafnvel hesturinn var orðinn sléttur og fallegur, enda
höfðum við kembt honurn ó hverjum degi með þurru grasi.
Sjálf kveðjuathöfnin var heldur dapui'leg. Okkur var farið að líka
vel við drenginn og ég held, að hans tilfinningar til okkar hafi verið
eitthvað svipaðar. Hann kyssti hvei-ja okkar tvisvar — einu sinni fyrir
sjálfan sig og einu sinni fyrir Dórótheu, og roðnaði ofui'lítið um leið,
en augun í Öggu voru full af tárum.
Hann reið síðan niður eftir götunni, eins og- kynblendingur af Ro-
binson Krúsó og Indíána, en eldfærin, sólskífan, boginn og örvarnar
dingluðu við hestinn og fjöðrin í húfunni hans flaksaðist í vindinum.
Við vorunx sárhryggar. Tobba horfði ó eftir honurn þangað til hann
var hoi'finn, hörð á svipinn, en Agga sat snöktandi ó vatnsbakkanum.
„Tobba!“ sagði hún vesældai'leg. „Minnir hann þig ó nokkuð?“
„Ekki annað en það, hvað ég er orðin gömul“, svai'aði Tobba
þreytulega, „og að ég sé gömul pipax-kelling að kenna börnum að
standa uppi í hárinu á foreldrum sínum og fremja glæpi til þess að
hjálpa þeim til þess“.
„Mig minnir hann á ástina ungu, leitandi að maka sínum“, sagði
Agga lágt. „Ó, Tobba, manstu hvei'nig hann Wiggins sálugi var vanur
að taka vinnuhestana sína og ríða þeim til hestajárnai-ans?“
Við fórum heinxleiðis næsta dag, en þá höfðum við samið við öku-
manninn að hitta okkur á sama stað og hann skildi við okkui'. Við
lögðum snemma af stað og vorum því komnar í almennileg föt og með
hatta, þegar hann kom. Ökumaðurinn var ekkert að flýta sér og hoi'fði
gaumgæfilega á okkur unx leið og hann stanzaði.
„Jæja, mínar dömur!“ sagði hann. „Ég sé, að þið hafið sloppið lif-
andi og óskemmdar fró þessu“.
„Já, þakka yður fyrir, okkur hefur liðið ágætlega", sagði Tobba og
dró á sig hanzkana. „Náttúi'lega hefur það vei'ið dálítið einmanalegt".
Ökumaðui'inn sagði ekkert fyrr en hann var kominn út á aðalveg-
inn. Þá leit hann um öxl.
„Það var gott þetta með hestinn", sagði hann. „Þið hefðuð átt að
sjá mannskapinn, þegar hann kom í-íðandi út úr skóginum. Hissa er nú
ekkert orð yfir það. Mér fannst fólkið ætla að rifna!“
Framhald.