Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 8

Spegillinn - 01.05.1948, Blaðsíða 8
70 SPEGILLINN Faraó dreymdi urdarleftan draum, sem olli honu n mifcillí áhysRju: magrar kýr, sem átu upp þær feitu os urðu [m> ekki feitari. Bjarna Beiu siktsson virðist hafa dreymt enuhá und- arlesri draum, meira nA se^ja, óskadraum, um feita Kú, ser» tekur upp á því að rri ;:ra sig. — til þess að veré,. hinunj , mögru lík. ~(wöév.) c M.P Spurníngar og svttr um íslenzkt mál Ég er nú búinn að bera upp fyrir ýkkur margar spurningar um íslenzkt mál, sem þið getið ekki svarað, sem ekki er heldur von, þegar ég spyr sjálfur, sem allra manna bezta þekkingu hef á rmílinu að fornu og nýju. Allt frá þrælum Hjörleifs nið- ur til Halldórs Kiljans eða Dóra á Kirkjubóli. Jahá! Ég róta ekki arfi forfeðranna og umturna móðurmálinu, eins og sum- ir, og varlega skyldu fíflin fara að því, að henda hin þungu orð tungu minnar á spjótsoddum sínum. Nú ætla ég að skýra fyrir ykkur nokkra torskilda talshætti, sem enginn skilur nú rétt, nema ég sjálfur. Þá er það fyrst orðið „ífellt“, sem ég er oft búinn að spyrja að, en enginn getur svarað. Það er kallað að „fella í“, þegar látið er t. d. spons í tunnu, tappi í flösku, eða yfirleitt sett í gat. Þannig að það sem í er látið falli í en taki ekki út fyrir brúnir, því það heitir að bæta og er þá sagt að gatið sé bætt, en annars ,,ífellt“, ef fellt er í það. Þá er „brotsjór", sjór, sem brotnar. Nú er sjórinn fljótandi og brotnar ekki nema hann frjósi og verði að ís. Én ís getur brotnað, og það svo að menn og skepnur detta stundum niður í gegn um hann, þess vegna stíg ég aldrei nema varlega á ís. „Brotsjór“ þýðir þess vegna frosinn sjór eöa hafís. I einhverri lygisögu, sem ég leyfði að lesa í útvarpið, er talað um Ætternisstapa. Stapar eru hólar, klettar og fell, sem sumir hafa sérstök nöfn, kennd við menn eða staði. Nú mun þessi stapi hafa verið kenndur við merka ætt, sem þar hefur búið lengi. Og það hef ég fyrir satt, að þar „undir Stapa“ hafi mínir forfeður búið. Tals- hátturinn „að hafa í fullu tré“ er frá þeim tíma þegar öll ílát voru gerð úr tré, svo sem næturgögn, askar, biður o. s. frv. Þá var sagt að sá sem hafði fullt ílát, t. d. ask eða næt- urgagn, „hefði í fullu tré“, en ef ílátið var ekki fullt, þá var sagt að „hefði ekki í fullu tré“. Einhver sagði um síldina í vetur: „Þú komst þegar Fróni reið allra mest á“. Jahá, þetta finnst mér nú vera hégómi, að spandera skáldskap upp á síldina, sem alls ekki er læs. Einhversstaðar las ég í mjög góðu blaði, að hafrakorn hefði fest rætur í nefinu á manni í Ameríku (sem er stórt land fyrir westan), og hefur fréttamaðurinn að fyrirsögn Hveitikorn þekktu þitt, en þar átti auðvitað að standa Hafra- korn þekktu þitt, því hér er um tvær ólíkar tegundir að ræða, og óvíst að hveitikorn festi rætur í nokkurs manns nefi. Þá eru það nýyrðin um freyjur: flugfreyja, skipsfreyja o. s. frv. Þessi orð eru leidd af nafni Freyju, sem ég hef lesið um í fornritum, og var talin heldur laus á kostum, sbr. söguna um Brísingamen, sem ég hef lesið. En mér f innst að með þessu Freyju-heiti sé verið að gefa það sama í skyn um þessa aum- ingja stúlku, kannske að óreyndu. Mér finnst nú bara þernu- nafnið fullgott og enginn skömm að þjónustu, ef hún er kost- gæfile£a af hendi leyst og ekki þætti mér miður að vera kall- aður þarfasti þjónninn, í þágu útvarps og alþjóðar. Verið þið sæl. Yfirhjörvar.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.