Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 4

Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 4
34 SPEGI LLI N N NOKKRAR RADDIR hafa heyrzt um það, að flytja beri Leifsstyttuna þaðan sem hún nú er og eitthvert annað. Ástæður hafa þó ekki verið hafðar í frammi, en grunur vor er sá, að sökum söguhelgi þeirrar, er staðurinn hefur áunnið sér á síðari árum, sé meiningin að reisa þar ferlíki af Hermanni í staðinn. í AUCKLAND, sem fræðibækur tjá oss, að sé i Nýja-Sjálandi, var haldið alþjóða- þing hafrannsóknarmanna, og var þar m. a. lagður fram stálþráður, sem sýnir, að fiskarnir eru ekki eins þöglir og þeir hafa hingað til feng- ið orð fyrir, sbr. „margur fær af litlu lof, en last fyrir ekki parið“. Kom það í ljós þarna, að þeir geta auk heldur sungið, einkum blágóm- an, en marsvínið aftur á móti flautar, enda er það ekki alvörufiskur. Verst af öllu var, að Árni Friðriksson skyldi ekki sjá sér fært að sækja ' etta músíkmót, þá hefði hann kannske getað haft með sér til baka eitt ■svin og eina blágómu til að skemmta á næsta Þjóðvarnarfundi. í AKUREYRARKIRKJU var nýlega haldin guðjónusta, hin fyrsta eftir að samkomubanninu var aflétt, og um leið vígðir tveir höklar, sem kirkjunni höfðu borizt að gjöf meðan á banninu stóð. Kom sér þá betur, að prestarnir voru orðnir tveir; annars hefði orðið að messa tvisvar til að vígja höklana. Oss finnst þessi skrúðaeign kirkjunnar næstum ofrausn, er þess er gætt, að þegar Hallgrímskirkja var vígð, var enginn hökull viðstaddur, að því er óljúgfróðir menn fortelja oss. Sannast hér hið fornkveðna: „Ýmist í (h)ökla eða eyra“. LÁVARÐADEILDIN brezka (svarar til Bernhardsdeildarinnar hér) var fyrir nokkru að rabba um nýju heilbrigðislöggjöfina, og kom þá í ljós, að erlendir sjó- menn gera mikið að því að koma tannlausir til Bretlands, fá þar falsk- ar tennur ókeypis og selja þær síðan á svörtum markaði, þegar þeir koma heim til sín. Vér segjum ekki annað en, að það er gott, að Sjúkra- samlagið hér nær ekki til tannanna. í HANNOVER hafa tíu þýzkir lögregluþjónar verið handteknir fyrir að gera sér það til dundurs að brjótast inn hjá ástandsoffíserum og fá þannig nokkra uppbót á laun sín. Missa þeir sennilega allir stöður sínar, enda ekki von, að menn, sem eru þeir glópar að láta nappa sig, geti verið lögregluþj ónar. MORGUNBLAÐIÐ .getur þess með fögnuði, eftir afstaðið viðtal við fulltrúa sinn í Eyj- um, að úrsögn Einars Sigurðssonar úr íhaldinu geri engan þverbrest í flokkinn. Nei, það mun, hátt reiknað, bara verða hrossabrestur. FISKIÐJUVER Rikisins á Grandagarði vestur er orðið æði þungur baggi á þjóðfé- lagi voru, hafandi þegar gleypt 6 milljónir, komma 8 þó, í stofnkostn- að, en gefandi ekki ábata sem því svarar í 2. hönd. Vill Jóhann Þorkell gjarna losa rikið við þessar drápsklyfjar, enda var verið byggt i tíð Áka, og því án nægilegrar lagaheimildar, en slikt er að vonum- eitur í beinum ráðherrans og nægileg höfuðsök, eitt saman. Oss dettur i hug, hvort ekki mætti rutta gömlu þunnildunum út úr verinu og gera úr því frægustu æskulýðshöll. FRUMVARP um öryggisráðstafanir á vinnustöðvum hefur verið lagt fyrir Al- þingi, og kom í ljós, að samning þess hafði kostað 57.432 krónur og 30 aura betur þó, þar af aðeins 38.401,00 til fimm nefndarmanna, en 19.031,30 í annað — líklega „ýmislegt". Oss fyndist reynandi að draga svona kostnað frá kaupi þingmanna, sem vitanlega eiga sjálfir að semja svona frumvörp. Þau yrðu varla vitlausari fyrir það, eða réttara sagt alveg jafnvitlaus í báðum tilfellum. SKOÐANAKÖNNUN ein, sem Visir kollega getur um í fréttum sínum, gaf þann árangur, að „af þeim, sem spurðir voru, svöruðu 87% játandi, aðeins 13% neit- andi, en þeir, sem afgangs urðu, höfðu enga skoðun". Oss finnst af- gangsmennirnir löglega afsakaðir.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.