Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 18

Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 18
*r' J ' '' 4B S PEG I LLI N N raunar stúdent að menntun, alveg nýskriðinn úr egginu, auð- vitað. Kvaðst hann myndi stunda blaðamennsku og síðan stjórnmál, ef sér entist til þess aldur og illt innræti. Hann kvaðst myndi dæma þetta fína fólk eftir því, hversu það reyndist í fjallgöngum og útilegunni yfirleitt, en ekki eftir peningum þess né loðúlpum. -----Frammi í bílnum sungu hinir átta af öðrum heimi — að þernunum meðtöldum — amerískan jazzlagatexta á þessari venjulegu götuíslenzku. Þá gerðist stúdentinn forsöngvari aftur í og sungu liðs- menn hans hærra, sem von var, því að þeir voru fleiri. Lagið bjuggu þeir til jafnóðum, en textinn var þessi: Allt er runninn út í horn áttungur meö hreina vatn . . . Vildu sumir syngja alla vísuna, en forsöngvari bannaði það harðlega. Kvað hann minnst á Drottinn í síðari helm- ingi vísunnar, og enda þótt sig hefði hent það oft að leggja nafn Guðs við hégóma, gæti þó hégóminn verið svo mikill, að jafnvel sér, sem þyrfti að æfa illt innræti til þess að kom- ast áfram sem stjórnmálamaður, hrysi hugur við. Varð svo að vera, því að hann var höfðingi mikill og vildi hver manna hans sitja og standa sem hann vildi. Seint um kvöldið var komið að Hagavatni. Lagði fína fólk- ið undir sig skálann, sem er fremur lítill, en almúginn sló upp tjöldum. Var nú sofið af um nóttina. Morguninn eftir kvaddi fararstjóri menn til gönguferðar upp að Farinu, svo sem siður er á þessum stað. Kváðust allir þess búnir, er þeir hefðu matazt. Var svo kveikt á prímusum og tekið til við matseldun. Engin hljóð heyrðust frá skálanum lengi morguns. Þorði enginn af almúga þar um að forvitnast. En þegar sól var gengin nær hádegisstað sáust þernurnar sækja vatn. Brátt fór að finnast kaffilykt út um dyrnar. Skömmu síðar sáust frúrnar ganga að utandyraþægindum, sem stóðu þar á ár- bakkanum. Þá tók og að berast steikarilmur út úr skálanum. Þar voru þernurnar að matreiða laxinn. Klukkan varð tólf - eitt — tvö. Þá kvaddi stúdentinn lið sitt til ferðar, eftir að hafa ráðg- azt við fararstjórann. — Til hvers er að bíða eftir áttungnum? sagði stúdentinn. — Hafi hann étið yfir sig af laxinum, er ekki til neins fyrir þann fína hóp að leggja upp í þessa gönguferð. Ekki förum við að bera „þægindin" á eftir þeim, en þetta fólk er ekki menn fyrir meiri byrðum en pappírnum. Síðan hélt hann af stað, en nokkrir menn biðu með farar- stjóranum eftir því að áttungurinn kæmi út úr skálanum. Klukkan þrjú komst seinni hópurinn af stað. Áttungurinn hafði borðað vel og lagt sig eftir matinn, sem höfðingja er siður. Var nú gengið upp að Farinu og gekk allt vel. Þar var flokkur stúdentsins fyrir. Hafði hann gengið þar upp að jökulröndinni. Brátt var snúið niður aftur. Vildu þá sumir ganga inn með fjallinu, inn í svonefnd Leynigljúfur. Skipt- ist þá liðið, fór flokkur stúdentsins og ýmsir aðrir í þá för, en fararstjórinn og nokkrir með honum fylgdu áttungnum heim til skála. Var þá þegar tekið til matargerðar.------ Næsta morgun var ekið upp að Hvítárvatni. Þar var kalt veður og fremur hvasst. Þarna var dvalið í tvo daga. Almúg- l^itólfóri : PÁLL SKÚLASON ZJeiínarar: HAILDÓR PÉTURSSON og TRYGGVI MAGNÚSSON l^itilfórn otj tijjrfíiÁsta : Smáragótu 14 RevLjðvík . Simi 2702 (kl 12-13 cldgl.). Árgangurinn er 12 tölublöð • um 240 bls. - Askriítaverð: kr. 42.oo á ári Einstök ibl. kr. 4.00 - Áskriftir greiðist Tyrirlram - Áritun: S P E G I L L I N N Póstbólí 594, Reykjavík - Blaðið er prentað í Isafoldarprentsmiðju h.f. inn gekk um holt og mela, sér til gamans og gagns, en átt- ungurinn hélt kyrru fyrir í skálanum, nema um miðjan dag- inn, þegar sólar naut. Þá skreiddust frúrnar út undir suður- vegg skálans, lögðust þar niður og höfðu mörg teppi undir, yfir og á alla vegu. Herrar þeirra höfðu þann starfa að lag- færa teppin, fækka þeim eða fjölga eftir þörfum. Var það kalt verk og karlmannlegt, en með því að menn voru hraustir og búnir nýjustu sportfötum, vannst þeim karlmennskan til verksins. Á tilsettum tíma var ekið frá Hvítárvatni til Hveravalla. Þótti nú áttungnum heldur vænkast sitt ráð. Á Hveravöllum

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.