Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 12

Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 12
42 SPEGILLINN Kæra Gudda mín! Ég sá í einhverju blaði að það var skrevað Gudda en ekki Gödda og ég ætla að gera það líka en ég veit samt ekki hvort það er neitt réttara. Nú er pabbi búinn að fá hrútinn að austan hann sótti hann um helgina og var tvo daga og hann er svo ansi mannborleg- ur og ég hlakka mikið til að sjá lömbin undan honum í vor ég meina sko hrútinn en ekki pabba. Pabbi var heldur en ekki súr á svipinn um daginn af því hann fékk bara Tímann en ekki ísafold en mömmu var alveg sama. Svo fór mamma að tala um yfirganginn í Hollending- unum þarna austur frá og sagði að það væri nú meiri grimmd- in og villimennskan og ekkert betra en hjá Hitler heitnum og þá gat pabbi sama sem ekkert sagt af því hann var ekki bú- inn að fá ísafold og þorði ekki að láta mömmu vita að hann hefði lært Tímann utan að heldur en ekki neitt. Svo keypti pabbi líka miða í béhappdrættinu hans Ríkis- sjóðs en mamma hélt það væri fjandans nóg að vera í ahapp- drættinu og fá aldrei neinn vinning en pabbi sagði þá að það væri helzt von ef maður væri með í öllum dráttum en svo bara fresta þeir alltaf dráttunum og maður fær aldrei neinn aurinn. Þá erum við nú búin að fá lækni hingað í sveitina en eng- an prestinn og það er bara verra að fá lækni ef enginn prest- ur er því áður fóru alltaf allir suður til læknanna og dóu þar en nú deyja allir heima og við verðum alltaf að vera að fá lánaðan prest í næstu sveit til að jarða og svoleiðis. Pabbi og mamma eru stundum að tala um þetta Atlants- hafsbandalag og pabbi segir að austrið sé okkur hættulegast og það er sama og ísafold segir en mamma hefur ótrú á þessu bandalagi eins og öllum bandalögum síðan sjúkrasamlagið kom hér og segir það sé víst bezt að bjarga sér sjálfur en stóla ekki á aðra. Prestarnir ykkar þarna fyrir sunnan eru líka með þetta bandalagsmál og pabbi segir að prestar ættu ekki að skipta sér af svoleiðis og hann séra Jakob ætti nú bara að missa hempuna fyrir vikið og ég held að þetta sé bara úr ísafold en ekki Tímanum en mamma segir það sé jafngott þótt fleiri prédiki en Pétur og þá veit pabbi ekki hvað hann á að segja því þeir í ísafold hafa víst ekki sagt neitt um Pétur svo pabbi veit ekki hvað óhætt er að segja. Hérna kom aldeilis gestur um daginn það var hreppstjór- inn úr næstu sveit. Pabbi snéri svolítið upp á sig og sagði að þetta væri fram- sóknarmaður en hann sagði það bara við okkur mömmu. Svo fóru pabbi og hreppstjórinn úr næstu sveit að tala saman og ég sá að hreppstjórinn kunni Tímann nærri eins vel og pabbi kann ísafold. Það var ansi gaman að hlusta á þá því hreppstjórinn úr næstu sveit skammaðist eins og þeir gera í Tímanum en pabbi þybbaðist eins og þeir í ísafold. Svo fór hreppstjórinn úr næstu sveit að skamma kommúnist- ana og þá voru hann og pabbi alveg sammála því pabbi sagði að kommúnistar sæju bara austrið og vildu koma öllu undir austrið alveg eins og þeir segja í ísafold og hreppstjórinn úr næstu sveit sagði Stalin er þeirra guð alveg það sama og ég sá í Tímanum, sem mamma kveikti upp með um daginn. Svo dró hreppstjórinn úr næstu sveit blað upp úr vasa sín- um og það var þá áramótatíminn með myndinni af Hermanni og því öllu saman. Þá kom nú svipur á suma. Svo fór hrepp- stjórinn úr næstu sveit að fletta áramótatímanum og sýna pabba hvað Hermann segði hérna og þarna en pabbi þóttist ekkert sjá af því hann hafði ekki gleraugun og auðvitað fundust ekki gleraugun en mamma þóttist lesa svolítið og sagði að Hermann væri nú oft ansi sanngjarn og tillögu- góður og þá glotti pabbi og tautaði í hálsmálið sitt og þóttist nú svo sem þekkia tillögurnar í Tímanum og það væri lítil kúnst að vera vitur eftir á. Svo fór pabbi að gjóa augunum inn í höfðalagið sitt þar sem hann geymir áramótaísafoldina sína og gleraugun en hann sótti það samt ekki enda kann hann áramótaísafoldina utan að. Svo fór hreppstjórinn úr næstu sveit og pabbi sagði við okkur mömmu að framsókn ætlaði víst að bjóða karlgreyið fram við næstu kosningar og hann væri nú svona að kynna sér statusinn, ha, ha sagði pabbi og hló svolítið. Pabbi og mamma voru um daginn að tala um Guðvors- lands og pabbi sagði það væri andskoti hart* að þurfa að kaupa sinn eiginn Guðvorslands af Baunanum fyrir okur- verð en ég held þeir í ísafold minnist aldrei á Guðvorslands. Þeir eru allir í pólitíkinni svo pabbi hefur víst fundið þetta út sjálfur því ekki er það úr Tímanum. En mamma sagði bara að það tæki því nú varla að vera að fárast um einar 2000 krónur jafnvel þótt þær væru danskar úr því Guðvors- lands væri nú orðinn okkar eign með húð og hári eða eitt- hvað svoleiðis sagði mamma. Ég held líka að körlunum hérna megi standa á sama því

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.