Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 15
SPEGI LLI N N 45 80 ára óslitinn pólitískan íeril að baki, séu öðrum fremur í vali við forsetakjör. Forsætiss stendur upp og hneigir sig: — Fyrri fyrirspurn háttvirts fyrirspyrjanda ríkisins get ég svarað á þá leið fyrir mig og mína stjórn, að enn hafa eigi verið gerðar ráðstaf- anir um eftirlaun stjórnarskrárnefndar af þeim ástæðum, sem nú skal greina: I fyrsta lagi er hér ekki um sérfróða menn að ræða, sem sitja í stjórnarskrárnefnd vegna sérþekk- ingar, og heyra því laun og eftirlaun ekki til starfa slíkra manna. En menn með sérþekkingu álitum vér ótæka í slíka nefnd, þar eð búast mætti við að stjórnarskráin mundi verða þá svo fullkomin, að hún bryti hvergi í bág við íslenzk lög né íslenzk lög bryti í bág við hana. En við það mundi aukast at- vinnuleysið í landinu meðal dómara stéttarinnar, ef ekki væri hægt að hnekkja dómum undirrétta fyrir það, að þeir væru eða lögin, sem þeir styddust við, aldrei brot á stjórnarskrá. I öðru lagi hefur stjórnarskrárnefndin allt annan starfa yfir- leitt en að semja stjórnarskrá og má finna nefndarmennina í ólíklegustu stöðum. Að vísu er þeim haldið öllum í Reykja- vík, ef vera kynni, að þeir brytu húsaleigulögin eða önnur lög, sem eru í samræmi við stjórnarskrána, en með því móti fá þeir mesta reynslu, ef þeim eða þeirra niðjum skyldi tak- ast að ganga einhvern tíma endanlega frá stjórnarskránni. — Fyrirspurn hv. fyrirspyrjanda ríkisins viðvíkjandi skeggi forsetans get ég svarað með því, að málið verður sett í nefnd til athugunar með sinn fulltrúann úr hverjum flokki og odda- manni úr yfirdóminum. Forsætiss hneigir sig fyrir Lögréttu og gengur til for- sætis. Forseti Sameinaðrar Lögréttu stendur upp og tekur málið af dagskrá. Allir fylgjast með af athygli, hvernig hann fer að því að taka ráðsmann ríkisins og setja hann á dagskrá í staðinn. — Nú tekur hv. fyrsti uppbótarþingmaður X-mýl- inga til máls. 1. X ræskir sig, gleymir að standa upp fyrr en í miðri ræðu: — Háttvirta Lögréttusamkoma, heiðraði forseti. (For- seti stendur upp og lyftir glasi.) Ég mæli með því fyrir eigin munn og míns flokks, að þessu ráðsmennskustarfi verði bætt við önnur störf ríkisins. Eins og öllum er kunnugt hófst hin stórfelldasta nýsköpun, sem um getur í veraldarsögunni, í ráðherratíð fyrrverandi stjórnar undir glæsilegri forystu Sjálfstæðismanna. Stofnun nýs embættis er í beinu áfram- haldi af þeirri nýsköpun. Ráðsmanni ríkisins skal falið á hendur að hafa eftirlit með öllum opinberum stofnunum og starfsliði þeirra. Hann á að sjá um að starfsfólkinu á skrif- stofunum geti liðið eins vel og kostur er á. Öll smámunasemi stjórnenda fyrirtækjanna á ekki að líðast, þó að starfsfólkið komi ekki til vinnu sinnar á einhverri tiltekinni mínútu eða klukkustund eða degi. Eins á hann að sjá um, að skrifstofu- fólkið sæti ekki ómannúðlegri meðferð, þannig að þeir fái nægan kaffitíma, t. d. 1-2 stundir, eftir því er þurfa þykir. Mánudagar séu fastir forfalladagar til hvíldar eftir vikulok- in og aðrir forfalladagar eftir hentugleikum. Ráðsmaðurinn skal hafa eigin skrifstofu og séu laun og leiga samboðin manni í hans stöðu. Hann skal hafa ríkulegan skrifstofuafla, enda finni hann út ásamt föstum lögfræðilegum ráðunaut- um sínum starf fyrir nýja nefnd eða komi á fót nýrri opin- berri skrifstofu á eigi minna en þriggja mánaða fresti. Að öðrum kosti skal honum vikið frá stai’fa sínum og nýr og hæfari ráðsmaður settur í staðinn. Forseii stendur upp og leitar í vösum sínum, hefur gleymt, hver næstur vildi taka til máls: Annar hv. wppbótarþingmaður Y-mýlinga: — Það voru sósíalistar, sem fundu upp nýsköpunina, enda viðurkennt af sjálfum Stalín. Þar af leiðandi er þessi nýsköpunarhugmynd með ráðsmanninn eingöngu þeim að þakka, eins og allar aðr- ar nýsköpunarhugmyndir, enda þótt aðrir kunni í einstök- um tilfellum að hafa orðið fyrstir til að bera þær fram. Það eitt nægir til að sýna heilindi íhaldsmanna í þessu máli, að þeir hafa svikið íslenzka málstaðinn með því að ganga í hern- aðarbandalag við eitt hið illræmdasta kjarnorkustórveldi ver- aldarinnar, enda þótt þeir séu ekki búnir að lýsa því yfir enn á opinberum vettvangi. Þeir hafa því alls ekki getað átt upp- ástunguna um ráðsmann ríkisins. Forseti er nú búinn að finna miðann í vasa sínum og gríp- ur fram í: Annar hv. uppbótarþingmaður X-mýlinga hefur orðið: — Vér Alþýðuflokksmenn lítum svo á, að enn sé ekkert fram komið í málinu, sem réttlæti það, að tekin sé ákveðin afstaða til væntanlegs hernaðarbandalags. Vér lítum hins vegar svo á, að hlutleysi íslands frá 1918 sé úr sögunni og komi því eigi annað til greina en hernaðarbandalag við vina- þjóð okkar Bandaríkjamenn. Fyrsti uppbótarþingmaður Y-mýlinga stendur upp: — Hæstvirta ríkisstjórn, herra forseti, má ég fá orðið? Þegar hrunstjórnin frá 1946 hrökklaðist frá völdum, var f jár- hagur ríkisins kominn í það öngþveiti, að fá munu dæmi til. 600 milljóna króna inneign sóað út í veður og vind. Annað eins falið af undanstolnum gjaldeyri af heildsölum og brösk- urum í erlendum bönkum. (Athugasemd þingskrifarans: Orðalagi er allsstaðar haldið óbreyttu.) Og yfir það lögðu sósíalistarnir blessun sína, ég veit ekki betur. Eða voru þeir kannske ekki í ríkisstjórn? Eini flokkurinn, sem sat hjá og horfði á, var Framsóknarflokkurinn. Ef Framsóknarmenn hefðu farið þá með völd, hefðu þeir ekki aðeins átt enn þess- ar 600 milljónir, heldur aðrar 600 milljónir í sjóði í viðbót — og hefði þó áreiðanlega gert meira fyrir landbúnaðinn en allar hrunstjórnirnar til samans og það þótt þær sætu í þús- und ár. Og Framsóknarvist hafa þeir komið sér upp. En hvað hafa hinir gert? Forseti (situr) : — Þá hefur málið, sem verður þingskjal nr. 777, ráðsmaður ríkisins, hafið fyrstu hringferð sína í Lögréttu og tökum vér því fyrir næsta mál á dagskrá. um kvenfélagsmál Njar'Svíkur. Nú lítur engin lengur við Keflavíkur-Köllum — kvikféð leitar þangað, sem lostugust er beit, en aðsóknin fer vaxandi að amerískum böllum, og opið stendur daga og nætur tollfrjálst „Woman’s Gate“. SVB.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.