Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 17
S PEG I LLI N N
47
Ungi maðurinn virtist ætla að segja eitthvað, en hann
hætti við það, þegar hann sá tvo nýja lúxusa koma brunandi
og nema staðar fyrir aftan hinn fyrsta.
Þarna komu þær, frú Angan og frú Sævar, hvor með sína
þernu og ennfremur var í för með þeim ungur leikari, en þar
eð hann gerir hér eigi annað en fylla töluna — opinber-
lega — skiptir nafn hans engu máli.
Var nú farangurinn drifinn út úr lúxusunum og þeir óku
burt. Bílstjóri rútubílsins klifraði upp á þakið á sínu farar-
tæki og með honum tveir menn til aðstoðar. Síðan gekk al-
menningurinn rösklega að verki við að rétta upp.
Fínu frúrnar tvístigu, jazzmennið fitlaði við sjónaukann,
en þernurnar tóku að rétta upp hina léttari pinkla.
— Farið varlega með þennan pakka, bílstjóri, sagði frú
Sævar, — það er nýr þrjátíu punda lax í honum.
— Ha? Nýr lax? endurtók bílstjórinn, vantrúaður.
— Já, anzaði frúin, — eitthvað verður maður að borða.
Hvatvísi unglingurinn úr almenningnum kallaði upp:
— Þakkaðu fyrir, góði, á meðan þér verður ekki rétt upp
lifandi naut, sem á að slátra í miðdagsmatinn á sunnudag-
inn.
— Ætlið þér að sýna okkur ósvífni? spurði frú Sævar og
sneri sér reiðilega að hinum unga manni.
— Nei, frú mín góð. Ég bið yður afsökunar, sagði hann í
hógværum og kurteisum rómi. — Ég átti auðvitað við fer-
fætt naut.
Allur almenningurinn skellihló. Frúin gaf honum illt auga,
en sneri frá. Að vísu hafði skaparinn gefið henni hraðmælta
tungu, já, og ríkan mann, en svo virtist sem hann hefði gefið
þessum unglingi hraðmælta tungu og vit með.
Brátt var allur farangur kominn upp á bílinn eða inn í
hann. Einn nestiskassi fína fólksins var svo þungur, að sinn
maður lyfti hvorum enda og einn undir miðju, til að koma
honum upp á þakið. Að baki þeim stóð jazzmennið og virtist
mjög búið til stórræða, ef þá þryti afl, hvað þó ekki varð.
— Þarna mun nautsskrokkurinn kominn, tautuðu þeir.
Nú var ekið sem leið lá og ekki staðnæmzt fyrr en við
Gullfoss. Þar hafði verið pantaður matur fyrir mannskap-
inn. Borðuðu menn nægju sína og voru lystugir vel. Frúrnar
átu mat sinn sem aðrir, en þær höfðu orð á því, að allt væri
þetta til skammar landi og lýð. Hingað kæmu margir útlend-
ingar að skoða fossinn, og svo væri hér ekkert hótel, engin
jazzhljómsveit, ekkert, nema ómerkilegur skáli, þar sem ekki
væri vatnsklósett, hvað þá meira.
Fólkið tíndist upp í bílinn og aftur var ekið af stað.
Frúrnar og fylgdarlið þeirra hafði lagt undir sig fremri
hluta bílsins og svo langt aftur sem talan hrökk til að fylla
sætin. Almúgafólkið leit á þær sem verur af öðrum heimi,
sem hefðu villzt innan um annað dauðlegt fólk.
í afturhluta bílsins hafði unglingurinn orðhvati helzt
mannaforráð, einkum meðal yngra fólksins þar. Hann var