Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 5

Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 5
SPEGILLINN 35 Útvarpsraddir : Er stundum göfugt útvarpsráð með efni í mesta fári, reynir því stundum að rifja upp raddir frá liðnu ári, uppgötvun sú er lofsamleg að leika plötuna aftur, hlustar þá glaður á sjálfan sig sérhver þess fastakjaftur. Margt er stritið og þung mörg þraut, sem þulirnir fá að reyna, endast því varla allt sitt líf (ofraun reyndist það Steina). Torráðin er sú orðsins list, sem eys úr sér fréttastofa, hitt hljóta þulir að þrá oft meir: að þegja — og fara að sofa. Einn ber af flestum þulum þó, það er auðvitað Pétur, í þessu starfi, sem þungbært er, þraukar hann flestum betur; auglýsir böll með unaðshreim, sem öllum í ballhug kemur, um dauðsföll getur með grafarraust, gráthljóðið þá sér temur. Af öllum lians fréttum ein var mest, alla þá setti liljóða. — í Bergen var „Hjörvars-hátíð“ sett af höfðingjum tveggja þjóða. — Já, það er ein hélzta happafregn, sem heyrðist á þessum vetri. Á nýársdag birtist fréttin fyrst, — fjandi sniðugt hjá Pétri. Sjá má hér upphefð útvarpsins og Islandi fremd til handa, er helztu skrif-stofu-stjórunum stefnt er til fínna landa og hátíð dýrðleg er haldin þeim með húrra-ópum og spjalli, en forsetar þingsins fylgja þeim og frugta hjá þeirra palli. Nú fannst þeim, eflaust, Norðmönnum, nýstárleg svona hylling. frá liðnu ári Menn eru aftur á íslandi alvanir svona snilling, ein samfelld Hjörvars-hátíð finnst hlustendum alla daga, hvort Norðmenn kjósa og þiggja það — það er nú önnur saga. Röð af minningum rifjast upp við raddir frá liðnu ári, ylja þær sjálfsagt öllum bezt í allsleysi og síldarfári, hlustum á enn hvað liafa sagt við liátíðleg tækifæri Benni Waage og Villi Þ. vinurinn okkar kæri. Að lieyra Jein Eyre sögu enn sálu hlýjaði og lyfti, fá þó e. t. v. flestir nóg í 50-—60 skipti. Reynist huggun — þótt rætt sé ei hvort Ragnar sé Bárði fremri: að Bárður Kielland þó bragðlaus sé er bókin um Jakob skemmri. Á músikölsk andlit kemst unaðsbros, andagt og himnafriður, er syngur Abrahams útvarpskór — þessi ódýri dagskrárliður. Sönglistarmenningin eflist og eykst, nú er Eggert líklega liættur, Guðmundur sigldi að sækja sér rödd, og Skagfield er endurbættur. Loksins er Þjóðkórinn þegjandi hás, þreyttur er kórinn og stjórinn. Hvort er kórinn að drepa hann doktor Pál eða doktor að fordjarfa kórinn? En hitt er þó verra og hlustendum raun, ef hættir ’ann Páll þar að tala. Hans brandara mundum við þiggja, þótt Þjóðkórinn liætti að gala. Mér kært er að rifja upp kvenna-dagskrá, því konur ég elska og þekki, um dagskrá kvenna er sorglegt en satt: — að sjálfar lilusta þær ekki,

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.