Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 10

Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 10
4D SPEGILLINN verkfall að ræða, heldur verkbann, þar sem ríkisstjórnin þyrfti ekki annað en ganga að kröfum sjómanna til þess að jafna deiluna. Annað mál er það, að það væri mjög varhuga- verð stefna vegna lýðræðisins í landinu að fallast á áfram- haldandi kaupkröfur, unz landið er sokkið í verðbólgu og skuldir. Hins vegar hafa menn reiknað út, að togaradeila þessi kosti oss hálfa milljón króna á dag í erlendum gjald- eyri, sem er talsvert mikið fé, og er það auðsætt, að tjónið af deilunni nemur mörgum sinnum meiru en þeirri áhættu- þóknun, sem sjómennirnir vilja fá að halda. Aðalstórmál þings þess, sem nú situr, hefur verið Jörund- ur Brynjólfsson, nú til heimilis á drykkjumannahælinu Kald- aðarnesi. Vill Gísli Jónsson bera Jörund út, en ráðherrar standa allir með Jörundi, nema Jóhann Þorkell og mun hann ætla sér að standa utan við málið, á meðan Jörundur er Jör- undur, en ekki eins og hver önnur fölsuð faktúra. Nú er það vafasamt, hvort telja beri Jörund til stórmála, þó að hinu sé ekki að neita, ef hann heldur áfram jarðaskiptum og græðir eina milljón króna á hverri samkvæmt útreikningi Gísla, að þá verði Bíldudal hætt um það lýkur. Aftur á móti er Kald- aðarnesið í vissum skilningi orðið stórmál, ef umræðurnar eru reiknaðar í tímakaupi þingmanna, og má þá segja með vissu, að ríkið hafi tapað þeirri milljón á Kaldaðarnesinu, sem upphaflega var deilt um, hvort töpuð væri. 1 útvarpsþættinum Bækur og menn hefur verið reynt að gera grein fyrir höfundum bóka og bóka þeirra, sem út hafa komið eftir höfundana. Bóksalarnir hafa tjáð mér, að fólk komi oftast í bókabúðir til þess að kaupa bækur. Þetta er mjög athyglisvert. Það hefur sýnt sig, og styðst ég þar við reynslu bóksalanna, að fólk kaupir alls konar bækur, vondar bækur og góðar bækur, mest vondar. Fallegar bækur og ljót- ar bækur. Illa innbundnar bækur og — já, um aðrar bækur er ekki að ræða. Bækur eru einkum keyptar til jólagjafa og fermingargjafa og annarra tækifærisgjafa. Og sumir kaupa jafnvel bækur til þess að lesa í. Nú hefur ekki fengizt útlend bók eða blað í bókaverzlun- um í tvö ár vegna gjaldeyrishafta, sem þó eru í vissum skiln- ingi ekki nein gjaldeyrishöft, að því er formaður Fjárhags- ráðs, Magnús Jónsson, prófessor í guðfræði, upplýsir. Er þetta einkar athyglisvert fyrir það, hve ólík sjónarmið ríkja í gjaldeyrismálum vorum. Bóksalar vorir fá gjaldeyrisleyfi fyrir einni milljón króna á árinu fyrir erlendar bækur, sem ekki fást innfluttar vegna gjaldeyrisskorts. 1 fljótu bragði virðist slík hagfræði næsta torskilin. En ef betur er að gáð, er þetta jafn eðlilegt og hægt er að banna manni að ferðast út úr landinu af gjaldeyrisástæðum, af því að hann þarf ekki að sækja um neinn gjaldeyri. Nýlega hefur lögreglunni tekizt að hafa upp á berum manni hér í Reykjavík. Þó var þetta í vissum skilningi vit- laus ber maður, enda Þjóðverji og sjálfsagt fyrrverandi naz-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.