Spegillinn - 01.03.1949, Blaðsíða 7
5PEGI LLI N N
37
StríðiS um hlutleysið
Illa gengur enn að bjai'ga landinu. Vér skyldum halda, þeg-
ar þriðja heimsstyrjöldin er yfirvofandi, þessi sem ætlar að
ganga af síðustu leifum mannkynsins dauðum, að þá stæð-
um vér saman til andlátsstundarinnar. „Þegar býður þjóðar-
sómi, þá á Bretland eina sál“, sagði kerlingin (svo að vér
tökum upp orðalag Víkverja). Nei, það er nú því miður svo,
að mönnum kemur ekki einu sinni saman um, hvernig bezt
sé að deyja. Hvernig má þá búast við, að mönnum geti komið
saman um, hvernig bezt sé að lifa? Það fór nú svo í upphafi
þessa máls, að kommar urðu fljótari til að ná í „íslenzka mál-
staðinn“, skírðu hann í snatri og komu með hann fram á víg-
völlinn í fullum galla. Nú þóttust þeir öruggir, að enginn
gæti borið þeim framar á brýn erlendar línuveiðar. En eng-
inn er alfullkominn, jafnvel ekki kommúnistar með nýjan
„íslenzkan málstað". Morgunblaðið, með „vestræna menn-
ingu“ að bakhjalli, sem var nú ekki alónýtt tromp, sá strax
af skarpskyggni sinni í gegnum huluna. „fslenzki málstað-
urinn“ var ekki annað en gríma; á bak við hana mátti líta
í svart yfirvararskeggið á Stalín. Hæ, hó! Þetta var nýtt að-
gangsorð, eins og stúkurnar hafa og skipta um á þriggja
mánaða fresti. Kommúnistar óku næstu birgðum fram á víg-
völlinn eftir ofurlítið hlé eins og gengur og gerist í stríði,
þar sem barizt er upp á líf og dauða. Næsta sókn hófst með
Þjóðvörn nývakinni upp, líklega með tilstyrk Rauðskinnu,
sem Gunnar Eyjólfsson náði aldrei í í Galdra-Lofti. Líkleg-
ast hefur „Billinn“ sjálfur þar verið að verki. Og í fremstu
línu „professores et doctores“. Ekki alveg ónýtt. Sjálf her-
stjórnin á bak við víglínurnar með ,,slagplanið“ fyrir fram-
an sig, annars ekkert frá henni að heyra. Vesturblökkin gaf
eftir eða nánar sagt riðlaðist á hröðum flótta. Margir teknir
höndum af Austmönnum og ógrynni náðist af birgðavögn-
um og vopnum. En nú vildu „professores et doctores“ taka
sér nokkura hvíld, enda alldasaðir eftir sigurinn, þar eð þetta
var öllu meiri áreynsla en fletta gulnuðum blöðum og raða
niður handritum sínum, sem kváðu mest vera úr ónothæf-
um skóbótum, „svá sagði Ari oss“.
En hlé þetta nægði Valtý, hershöfðingja Vesturblakkar.
Ekki nóg með það, að hann nam staðar á flóttanum, þeytti
lúður sinn og gaf út dagskipun sína og bað menn eigi lengur
flýja skyldu, heldur efldi hann nú her sinn til skæruhernað-
ar og kom menntamönnum í opna skjöldu, þar sem þeir sátu
flötum beinum fyrir tjalddyrum sínum og sungu í Graduali
eða lásu í Psalterio vel saddir af mat og drykk. Enda skyldi
Psalterium og Graduale bráðlega flutt á útvarpskvöldvöku, ef
útvarpsráð bannaði eigi og kenndu við brot á hlutleysi út-
varpsins. En vitað var, að þar áttu skæruliðar svonefndan
meirihluta undir stjórn liðþjálfa nokkurs, Jóhanns að nafni
Hafsteins, og bar hann grímu, að hann væri eigi kenndur,
gekk enda undir dulnefni og nefndist Hæstráðandi menn-
ingarstjóri á landi, sjó og í lofti. Hafði hann skósveina tvo
og lét annan þeyta lúður fyrir sér á degi hverjum, en sá
nefndist Stefán Pétursson og ætluðu menn, að eigi væri með
réttu ráði. En áhlaupi skæruliða lyktaði með því, að „pro-
fessores et doctores" vöknuðu við vondan draum, lögðu á
flótta og björguðust á handahlaupum til Jökla og burgu svo
lífi sínu, að þeir voru kunnugri nýjustu jöklarannsóknum en
Morgunblaðsmenn, en við vísendi eru þeir lítt kenndir. Psalt-
erium og Graduale lágu eftir. En Valtýr bauð mönnum sín-
um að hefja táknræna eftirför og berja á potthlemma og lét
kallara sína básúna á norrænu um leið og þeir héldu til víg-
stöðva sinna: „Dósentar og prófessorar í fáfræði!“ — og
þetta endurtekið í þrjátíu lotum, en hver lota endurtekin
þrjátíu sinnum þrjátíu. En því tiltók hershöfðinginn fræði-
grein þessa, að hana eina mundi hann í sigurvímunni, en svo
fer oft mönnum á stærstu augnablikum lífsins, að allt annað